Tíminn - 20.01.1974, Page 40

Tíminn - 20.01.1974, Page 40
Sunnudagur 20. janúar 1974. /■ H \ 1111 /i/r/r góúan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTOÐ SAMBANDSINS Uppdstunga um sam- eiginlegt, norrænt rit A NORÐURLÖNDUM búa seytjún milljónir manna, sem tala svo skyldar tungur, aö þær geta næstuin þyj heitiö mál- lýzkur, segir í tlmaritinu Nordisk kulturskrift, þar sem iagt er til, aö Norömenn, Sviar og Danir taki upp sameiginlegt ritmál. Þar er einkanlega mælt með norsku sem bókmáli, sem i senn er runnið af sænskum og norskum rótum, og hefur orðið fyrir áhrif- um af bæði sænsku og norsku landsmáli. Vill höfundur uppá- stungunnar, Karl H. Bolay, að inn i norska bókmálið verði tekin orð og orðatiltæki úr öðrum norræn- um tungum, en hamlað gegn engilsaxneskum áhrifum, sem honum þykja áleitin um of. Allt er líf ið stríð og vandi Þetta er hér um bil eins og þegar Skarphéöinn stökk Markarfljót milli höfuöisa meö öxina Rimmugýgi reidda um öxl, renndi sér fótskriöu aö Þráni Sigfússyni og klauf hann i heröar niöur. En þótt gaman sé fyrir pilta a réttum aldri aö svona heljarstökkum, er betra aö hafa þaö I huga aö þau geta veriö varhugaverö, þar sem djúpt vatn er undir. Ef itla tekst til, getur garpurinn sem sagt hætt aö standa I sporum Skarphéöins og hlotiö svipuö örlög og Þráinn. — Timamynd: Róbcrt. -mm§ STEINULLARVINNSLA Á NÝ ÁLITLEG ATVINNUGREIN Arðvænleg útflutningsvara og íslenzkum byggingariðnaði til öryggis KYRR á árum var hér allmikill steinullariönaöur, en I seinni tíö hefur plast aö miklu leyti komiö i staö steinullar til einangrunar i húsum. Samt hefur fram á þcnn- an dag verið rekiö sniáfyrirtæki. ekki einvörðungu islenzkum byggingariðnaði mjög til öryggis, heldur myndi talsvert verða af- gangs til útflutnings. Þegar þess er gætt, að nú er heimsfram- leiðsla á steinull og gjalli, sem til .fellur við vinnsluna, um tvær milljónir lesta á ári, ætti ekki að vera vandkvæ'ðum bundiðaðselja það, sem afgangs yrði frá stein- ullarverksmiðju með þeirri fram- leiðslugetu er nefnd var, á út- lendum markaði, þar sem það yrði aðeins sem dropi i hafið. Þetta er eitt af þvi, sem nú er mjög til athugunar og endurmats, þegar fjallað er um nýtingu is- lenzkra jarðefna. Nýbygging- arnar í Reykholti ofbjóða Skriflu IIVERINN Skrifla hefur lengi verið hitagjafi Rey khy ltinga, án þess nokkuð þyrfti að gera annaö en taka við heita vatninu, sem hann spýr upp. En nú eru byggingar orðnar svo stórar og fólk margt i Reykholti, að hverinn fuilnægir ekki lengur hita- þörfinni af sjálfsdáöum. Engin vá er þó fyrir dyrum, þvi aö gnægö er talin af heitu vatni i jöröu i nágrenni Reykholts, og á að hefja þar boranir nú mjög fljtítlega. t Reykholti búa nú tólf til fjórtán fjölskyldur, alls um fimmtiu manns, og flestar i einbýlishúsum. Auk þess eru þar verkstöðvdr. gróðurhús, sundlaug, kirkja, og loks skólinn sjálfur, sem nú er mjög verið að stækka. Þar á að risa nýbygging er mun kosta um hundrað og tuttugu milljónir króna. Var fyrsti hluti þessarar byggingar tekinn i notkun i haust, og annan er búið að steypa. En það er einmitt þessi mikla skólabygging, sem krefst svo mikillar upphitunar, að Skrifla nægir ekki lengur, þegar kalt er i veðri. Alitið er, að kostnaður við borun verði ekki mikill, þvi að grunnt mun á meira af heitu vatni. Er þar til marks, að fyrir nokkrum ár- um var borað eftir heitu vatni handa bilaverkstæði og smiðaverkstæði i landi Breiðabólstaðar, og fékkst þá 110 stiga heitt vatn á innan við þrjátiu metra dýpi. Snorralaug i Reykholti er elzta mannvirki, sem varveitzt hefur i landinu til vitnis um það, hvernig menn fyrri tiðar notuðu jarðhitanna, og er sú saga að minnsta kosti meira en sjö daga gömul, en teygir sig sjálfsagt jafnlangt aftur og byggð hefur verið i Reykholti. En nú á sem sagt að fara að krefja jörðina um meira vatn en hún býður fús- lega fram, i fullu trausti þess, að þar sé af að taka megi staðnum um langan aldur, þótt hann taki út mikinn vöxt. Borgarnes: NÝTT AAJÓLKURBÚ Steinull i Ilafnarfiröi, er fæst viö þennan iönaö, en afkösin aðeins veriö um tólf smálestir á ári. Vegna oliukreppunnar liafa viö- horf breytzt snögglega, og er nú liklcgt aö vinnsla steinullar geti oröið arðsöm atvinnugrein. Eins og stendur er verð á einangrunarplasti og innfluttri steinull nú mjög áþekkt, en við þvl má búast, að steinullarveðrið hækki til muna innan skamms. Erlendis er koks mjög notað við bræðsluna, og efalaust, að koks- verð fer hækkandi, þegar olia hefur hækkað svo mjög. Þess vegna ætti steinull, þar sem hóf- lega dýrt rafmagn er notað við bræðsluna, að verða vel sam- keppnisfær — ekki aðeins hér inn- an lands, heldur og á erlendum markaði. Um 650 smálestir af einangrun- arplasti eru nú fluttar inn árlega. en það svarar til f jögur til sexþús- und smálesta af steinull. Væri hér komið upp vinnslustöð, sem gæti skilað fimmtán til sextán þúsund lestum af steinull á ári, væri það AFORMAÐ er að reisa innan skamms nýtt mjólkurbú i Borgarnesi. Enn hefur ekki verið ákveðið. hvenær hafizt verður handa, en nauðsynlegt er talið, að nýja mjólkurbúið komist i gagniö eigi siðar en 1976. Magn inn- veginnar mjólkur I Borgarnesi hefur stóraukizt undanfarin ár. en litt eða ekki hefur bætzt við húsakost mjólkurbúsins siðan 1939. — Nýja mjólkurbúið er teiknað I Noregi, sagði Sigurður Guð- brandsson mjólkurbússtjóri i við- tali við Timann, þvi að við eigum ekki þá kunnáttumenn, sem þörf er á i þessum efnum, og þurfum þess vegna að leita til erlendra sérfræðinga um fyrirkomulag húsa, stærðir véla og annað, sem til þarf. Aðalhús nýja búsins verður ein hæð og kjallari undir þvi að hluta. Þvi er ætlaður staður við Olafs- vikurveginn, skammt frá Borg á Mýrum. Það verður rösklega 4000 fermetrar að flatarmáli og 20 þús. rúmmetrar. Enn hefur ekki verið gerð endanleg kostnaðaráætlun. sagði Sigurður, en reynsla nágranna- þjóða ökkar i þessum efnum hef- ur verið sú, að byggingarkostnað- ur samsvari um það bil ársverð- mæti innveginnar mjólkur. Miðað við þetta ár yrði kostnaður þvi um 200 milljónir króna, en þess er þó að gæta, að við eigum að sjálf- sögðu töluvert af vélum og áhöld- um, og kostnaður lækkar þá auð- vitað sem þvi svarar. Núverandi byggingar mjólkur- búsins i Borgarnesi voru reistar á árunum 1930-1938, og siðan hefur nálega ekkert bætzt við, þótt mjólkurmagnið hafi aukizt stór- lega. Til marks um þróunina má nefna. að fyrsta árið sem mjólkurbúið starfaði, þ.e. 1932, var mjólkurmagnið tæplega 300 þús. litrar. 1939 var mjólkur- magnið rösklega 2,2 milljónir litra, og á siðasta ári 10,2 milljón- ir eða nærri fimm sinnum meira en 1939. þótt húsakostur sé nánast hinn sami og þá. Þessari miklu aukningu hefur mjólkurbúið ann- að með hagræðingu á rekstrinum og aukinni vélvæðingu, en nú er svo komið, að bráðnauðsynlegt er að reisa nýtt hús, ekki sizt, ef haft er i huga, að árlegt mjólkurmagn verður sennilega komið upp i tólf milljónir litra eftir þrjú ár, sagði Sigurður. Nýja búinu er ætlað að anna brýnustu þörfinni næstu árin eftir að smiði þess lýkur, og þá er mið- að við 16-20 milljónir mjólkurlitra á ári. en teikningarnar eru þannig úr garði gerðar. að auðvelt verð- ur að stækka húsið. HHJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.