Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 6
['ríftí'WN
.í-íiíi .01 iu'-1 h<f(f,iii
Sunnudagur 10. febrúar 1974.
Paul Getty III, áöur en honum var rænt
— völd eða
bölvun?
Paul Getty safnar listaverkum. Bústaö sinn I Engiandi, Sutton Place,
hefur hann innréttaö I 17. aldar stil, þar á meðal eru 40 metrar þaktir
málverkum.
Olíukóngurinn Paul Getty veltir
tugum milijarða. Hann er rikasti
maður heimsins og hefur völd og
áhrif, en sorg og hneyksli hafa
verið fylgifiskar fjölskyldu hans.
Eins og kunnugt er neitaði hann
að greiða lausnargjaldið fyrir
sonarson sinn, Paul Getty III,
þegar honum var rænt á dögun-
um. Og hipparnir i Róm urðu
mjög örvæntingarfullir. Hinir
hirðuleysislegu unglingar hurfu
frá helztu aðsetursstöðum sinum.
Eitthvað hafði komið fyrir.
Þeir, sem hurfu, voru aðallega
tómstundahipparnir, pabba-
drengir og stúlkur af rikustu
borgaraættum Rómar. Ungling-
ar, sem klæddu sig eins og fátækir
betlarar og bjuggu til festar úr
glerperlum og stálþræði. A kvöld-
in voru þeir hins vegar mættir á
dýrustu diskótekum og nætur-
klúbbum með vasapeninga frá
foreldrunum.
Nú höfðu þau skyndilega orðið
fyrir áfalli. Einn úr hópnum var
horfinn — Paul Getty, 16 ára aðal-
erfingi milljarða afa sins. Nú
kröfðust glæpamenn lausnar-
gjalds fyrir hann. Myndi fjöl-
skyldan borga? Hvar var Paul?
■Hver yrði næstur, ef Paul yrði
leystur út?
Slikar spurningar bárust eftir
simaþráðunum milli lúxus-ein-
býlishúsanna i Cassia. Inni i hús-
unum sátu vel klæddir tóm-
stundahippar. Húshjálpin hafði
stungið margþvegnum gallabux-
um og indverskum mussum niður
I skúffu.
Skoðun hippanna i Róm var
eitt, — skoðun Getty fjölskyld-
unnar annað. Vilji fjölskyldunnar
var i raun og veru aðeins vilji eins
manns. Paul Getty I, sem nú er 81
árs og er talinn rikasti rn.aður
heimsins, stjórnar öllu riki sinu
og litur á f jölskylduna sem eitt af
fyrirtækjunum sinum.
Þess vegna kom engum á óvart,
þótt hann neitaði i fyrstu að
greiða lausnargjald fyrir sonar-
son sinn. Hann tilkynnti blaða-
mönnunum hinn rólegasti, að
þetta væri mál lögreglunnar.
Og þetta er lika sami maðurinn,
sem létsetja upp mynt-sima i höll
sinni, Sutton Place, svo hann
þyrfti ekki lengur að ergja sig yfir
gestum, sem notuðu simann hans.
Þessi höll er nú fastur bústaður
hans utan London. I höllinni eru
50herbergi —eða salir og þar úir
og grúir af ómetanlegum dýr-
gripum. Getty hefur fámennt
þjónalið og tekur æ sjaldnar á
móti gestum. Hann ferðast næst-
um aldrei nú orðið, hefur orðið
sjúklega hræddur við að fljúga
upp á siðkastið.
Ránið á Paul Getty sonarsyni
hans var ekki fyrsta andstreymið
I fjölskyldunni. Siðustu árin hefur
hver atburðurinn rekið annan.
Tveir náskyldir erfingjar hafa
dáið með stuttu millibili, og tveir
aðrir verið flæktir i gróf
hneykslismál.
Völd eða bölvun?
Paul Getty er afkomandi irskra
útflytjenda. Forfeður hans voru
smákaupmenn i írlandi. Sagt er,
að hann hafi fengið fyrsta fjár-
magn sitt með þvi að leggja til
hliðar 25-centin sem hann fékk til
að kaupa sér skólamatinn fyrir,
þá aðeins 8 ára gamall. Þegar
hann var búinn að safna sér fimm
dollurum, keypti hann 100 ódýr
hlutabréf. Upp frá þvi hefur hann
stöðugt grætt peninga.
Paul Getty græðir nú um 50
milljónir islenzkra króna á hverj-
um sólarhring. Samt hafði hann
ekki efni á að greiða þriðja syni
sinum Paul Getty II (föður þess
sem rænt var) nema hófleg
mánaðarlaun, þangað til hann
var 35 ára. Þá tók Getty II málin i
sinar hendur og útvegaði sér 200
milljónir (og vel það) upp á eigin
spýtur. Það kostaði hann bann-
færingu föður sins, sviptingu á
arfi, og vinnu sem yfirmaður
Getty fyrirtækjanna á ítaliu.
Getty II varð auralaus, skildi við
eiginkonu sina, Gail Harris, og
kastaði sér út i taumlaust
bóhemalif með hinni vel vöxnu
Talithu Pol. Hún dó af völdum
heroinneyzlu i Róm 1971, en hafði
áður alið Getty son, sem hlaut hið
makalausa nafn Tara Grammo-
phone. Paul III er af fyrra hjóna-
bandi.
Erfingjarnir mis-
heppnaðir
Paul Getty I var kvæntur fimm
sinnum og átti börn með öllum
konunum, að undanskilinni eigin-
konu nr. 2. t fyrsta hjónabandi
sinu með Jeanette Demont, átti
hann soninn George, sem var
varaformaður i oliufyrirtækinu,
þangað til hann fannst látinn
þann 6. júni s.l. við dularfullar
kringumstæður. Hann var lagður
inn á sjúkrahús undir fölsku
nafni. Margar hnifstungur voru á
brjósti hans og fótleggjum.
Krufning leiddi i ljós, að hann
hafði dáið af völdum ofneyzlu
eiturlyfja, alkóhólsog svefnlyfja i
sameiningu. Lögreglan getur
ekki leyst málið og fullyrðir, að
hann hafi sjálíur veitt sér hnífs-
stungurnar. Þar með var fyrsti
aðalerfinginn úr sögunni.
Næsta hjónaband Gettys, með
Allene Ashby, var barnlaust. Með
þriðju konu sinni, Fini Helmfe,
átti hann soninn Jean Ronald.
Fýrir nokkrum árum lenti hann
(Jean Ronald) i hneykslismáli i
Frakklandi og var dæmdur i 13
mánaða fangelsi. Astæða: Hann
hafði reynt að múta áhrifamönn-
um i frönskum olíufyrirtækjum.
t fjórða hjónabandinu, með Ann
Rork, fæddist hinn raunverulegi
svarti suður fjölskyldunnar Paul
Getty II. ttalska lögreglan hefur
krafizt þess, að hann verði fram-
seldur frá Englandi. Þeir saka
hann um að hafa eiturlyf undir
höndum.
Eins og sjá má af þessu, er saga
Getty-f jölskyldunnar mörkuð
sorglegum atburðum og
hneykslismálum, en það er
kannski ekki við öðru að búast,
þegar svo gifurlegir fjármunir
eru i tafli.
Vandræðagripur strax i
bernsku
Paul Getty III fylgdi ekki dæmi
föður sins og beið i 35 ár með að
vekja hneyksli. Allt frá þvi að
hann gekk i barnaskóla, hefur
hann verið i uppreisn gegn um-
hverfinu og þeim, sem hann um-
gengst, að undanskilinni móður
sinni.Gail Harris, sem hann hefur
alltaf verið mjög nátengdur.
Þegar hann var 15 ára, var
hann rekinn úr skólanum. Hann
var latur, og kennararnir sögðu,
að hann væri „lifshættulegur”
fyrir skólafélagana. — Eftir að
faðir hans stakk af með indó-
nesisku fegurðardísinni, heíur
móðir hans aðeins fengið ávisun
öðru hvoru. En henni hefur tekizt
að halda i þrjár eignir, — hús i
Róm, einbýlishús i Gaeta og ann-
að einbýlishús fyrir utan Siena.
Menn hafa haldið fram, að ,sá
gamli” hafi hjálpað Gail Harris
nokkrum sinnum, af þvi að hann
haldi upp á sonarson sinn, þrátt
fyrir mistök föðurins. Nú eru
nokkur ár siðan litli-Paul kvaddi
hið verndaða lif i Róm og kastaði
sér út I hið „ljúfa lif”. Móðir hans
sætti sig við þetta.
— Ég þekki alla beztu vini
hans, segir hún, allt umhverfi
hans. Ég hef öðru hvoru komið
þangað. Þetta eru indælir strák-
ar, allir saman. Þeir hljóta
Gail Getty, móöir Pauls Getty III, sem rænt var á dögunum, eins og
mönnum er eflaust i fersku minni.