Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 20
20__________________TÍMINN_____ Sunnudagur 10. febrúar 1974. Ræktun jurta og dýra er heillandi starf Hér fer á eftir spjall við Einar Þorsteinsson. Hann er ráðunaut- ur Búnaöarsambands Suðurlands og auk þess bóndi i Sólheimahjáleigu i Mýrdal. Við Einar neyttum færis að draga okkur út úr mannfjöldan- um á formannafundinum i Gunnarshólma á dögunum, þar sem meðal annars var úthlutað verðlaunum fyrirgóða umgengni. Sá ágæti háttur búnaðarsam- bandsins var að vonum ofarlega i huga aðkomumanns, og þvi var . það að fyrsta spurningin, sem beint var til Einars, var á þessa leið: Merk nýbreytni — Hvenær byrjuðuð þið að veita verðlaun fyrir góöa umgengni? — Þetta var gert i fyrsta skipti árið 1967 og þá verðlaunuð um við einstaka bændur fyrir góða umgengni. Verðlaunagrip irnir voru áletraður silfurbikar, sem menn fengu til eignar. Þá var verðlaunum þannig hagað, að þau hlutu tveir bændur úr Arnes- sýslu, tveir úr Rangárvallasýslu og einn úr Vestur-Skaftafells- sýslu. Viö héldum þessu svo áfram i fimm ár og verðlaunuðum ein- staklinga, sem sköruðu fram úr á þessu sviði. Fyrstu verðlaunin — þaö er að segja fyrir árið 1967 — voru veitt á formannafundi 1968, en þá átti Búnaðarsambandið sextiu ára afmæli. Við vonumst til að geta með þessum hætti stuðlað mjög að bættri umgengni. Uppbyggingin hefur verið ákaf- lega ör i sveitum, og i allri þessari önn hefur blátt áfram ekki unnizt timi til þess að gera ýmsa hluti eins vel og skyldi. Venjulega þurfa menn að afla sér verkfæra, áður en hægt var að byggja verk- færahús, en afleiðingin er óhjákvæmilega sú, að tækin þurfa að standa úti, fyrst i stað. Hefur þá oft viljað við brenna, að þau stæðu hér og hvar, á hlaði og annars staðar úti við. En nú er þetta mjög mikið að breytast, þvi að bændur eru óðum að koma sér upp húsum fyrir vélar sinar og tæki. Sama er að segja um málningu, henni hefur viða verið nokkuð ábótavant. Hér er i rauninni mjög stórt mál á ferð, þvi að svo nauðsynlegt sem það er að hús liti vel út, bæði i augum gesta og heimamanna, þá er hitt þó ekki siður mikils um vert, að ending þeirra verður miklu meiri, sé þeim vel við haldið. Þetta vita bændur að sjálfsögðu þótt þeim hafi ekki gefizt tóm til að sinna þessum þætti búskaparins eins og þurft hefði aðera. Þegar nú þessi fimm ár eru liðin, byrjum við á þvi aö verðlauna einstök búnaðarfélögs Siðast liðið ár veittum viðþrem búnaðarfélögum verðlaun og skiptust þau þannig: Fyrstu verðlaun hlut Búnaðarfélag Hrunamannahrepps, önnur verð laun Búnaöaríélag Landmanna- hrepps og þriðju verölaun Búnað- arfélag Hörglandshrepps. Þegar við afhentum þessi verðlaun, létum við þess getið sérstaklega, að þar sem þjóðhá- tiðarárið færi i hönd, legðum við rika áherzlu á, að unniö yrði að þessum málum eins vel og nokkur kostur væri, svo að héraðið liti þá sem allra bezt út, og að við mynd- um verðlauna þá hreppa, sem sýndu mesta framför á þessu sviði á árinu 1973. Það er einmitt þetta, sem við höfum gert nú i dag. Við höfum hér verðlaunað þá þrjá hreppa, sem við teljum hafa sýnt mesta framför i þrifnaði og umgengni. Og sakar ekki að telja þá upp hér, þótt þeirra hafi að visu verið áður getið i frétt. Þetta eru Búnaðar- félag Austur-Landeyjahrepps, Búnaðarfélag Vestur-Eyjafjalla- hrepps og Búnaðarfélag Skeiðahrepps. ,,Málningarárið mikla” — Hvað hyggist þið svo gera á þessu nýbyrjaða ári? — Það er verið að undirbúa leiðbeiningarrit um húsamálun og undirbúningsvinnu, sem henni eru samfara. Sömuleiðis um viðhald á tréverki. — Þessi bæklingur kemur væntanlega út i vetur á vegum Byggingarstofn- unar landbúnaðarins og Búnaðar- félags íslands. Svo höfum við ákveðið að skrifa bréf hverjum einasta bónda i héraðinu og biðja hann að leggja hönd á plóginn með því að fegra býli sitt eins og kostur er. I öðru lagi ætlum við að veita verðlaun þeim bæ, sem nær beztum árangri i viðkomandi sveit, og i þriðja lagi ætlum við að verðlauna á sama hátt þá fimm bændur, sem skara fram úr i héraðinu öllu. Verðlaunagripur þeirra verður innrömmuð litmynd af þeirra eigin bæ, og verður á hana letrað, af hvaða tilefni verðlaunin hafa verið veitt. I fjórða lagi höfum við i huga að taka litskuggamyndir af öllum bæjum i héraðinu. Verður þar mikinn fróðleik að finna fyrir komandi kynslóðir um það, hvernig húsakostur og húsaskip- un hefur verið á hverjum bæ, sem i byggð var á þvi herrans ári. — Þegar þú talar um „alla bæi i héraðinu,” — hvað ert þú þá með stórt landsvæði i huga? — Þá hef ég i huga allt starfs- svæði Búnaðarsambands Suður- lands. Það eru Arnessýsla, Rangárvallasýsla og Vestur- Skaftafellssýsla, ásamt Vest- mannaeyjum. — Það hlýtur að kosta mikið fé og fyrirhöfn að mála hvert hús og bæta alla pmgengni á þessu stóra svæði. — Já, vissulega. Það verður keypt mikil málning — eða það vonum við að minnsta kosti. Auk þess verður að sjálfsögðu mikið annriki alls staðar á meðan á þessu stendur. Einn ræðumanna hér I dag, Gunnar Jónasson forstöðumaður Byggingarstofn- unar landbúnaðarins, vildi gjarna nefna þetta málningarárið mikla, enda er það vel við hæfi. Það, sem ég hef verið að tala um hér, eru tillögur umgengnis- nefndar, og eru þvi að sjálfsögðu háðar samþykki stjórnar Búnað- arsambandsins. Ráðunautar hafa i mörg horn á líta — Næst skulum við vikja ofurlitið að sjálfum þér. Hversu lengi ert þú búinn að vera ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands? — Ég réðist til Búnaðar- sambandsins i byrjun september- mánaðar 1957 og hef verið ráðunautur hjá þvi siðan. — Það hlýtur að vera mikið starf að vera ráðunautur á svona landstóru og þéttbýlu svæði? — Já, þvi er ekki að neita. Enda hefur það nú farið svo, að ég hef unnið meira á austurhluta þess svæðis, sem Búnaðarsambandiö Hún er viða allhrikaleg, náttúrufegurðin i Vcstur-Skaftafellssýslu. Hér sjáum við, hvernig Reynisfjallið gcngur i sjó fram, snurbratt og hömrótt en brimið freyðir við bjargfótinn. Ueynisdrangar skammt undan landí. Þó er Mýrdalurinn einkar hlýleg svcit og þar er gott að búa, eins og Einar Þorsteinsson ráðunautur segir okkur i meðfylgjandi viðtali. Og ósköp hlýtur það að vera hollt hörnum að alast upp i sliku umhvcrfi, þótt ekki hafi það dekrað við þá sem þar búa, sizt hér áður fyrr. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.