Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 40

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 40
Sunnudagur 10. febrúar 1974. Sala loðnu- og þorsk- mjöls —hs—Rvik. — í nýlegum viö- skiptafréttum kemur fram, að cngin fyrirframsala á loönumjöii hefur átt sér stað frá áramótum, cn búið er að selja 17.200 tonn af loðnumjöli til afgreiðslu af fram- leiðsiu þessarar vertiðar, og út- flutningsverðmætið er rúmlega 1 milljarður. Frá áramótum hafa verið seld 3.800 tonn aí þorskmjöli, þannig að samtals hafa verið seld 5.900 tonn, sem mest megnis kemur til afgreiöslu á tfmabilinu jan.-marz. Fyrirframsölur á loðnumjöli af framleiðslu nýbyrjaðrar vertiðar hófust um miðjan júni á siðasta ári. Seldust þá 7.900 tonn af loðnu- mjöli til afskipunar fram i mai 1974. Verðið var frá fjórum upp i 4.25 sterlingspund hver protein- eining. Af þessu magni voru 4.200 tonn seld til Bretlands og 2.600 tonn til Finnlands. Hafa fyrir- framsölur ekki áður byrjað jafn snemma árs. Eftir þessar sölur varð nokkurt hlé, en fyrirframsölur á loðnu- mjöli hófust aftur i byrjun desember. Vegna bættrar stöðu dollarans var ákveðið að selja mjölið nú i dollurum, og var verð- ið hæst .10.20 dollarar hver pro- teineining. Miðað við 68 protein- einingar i tonni er verðið fyrir hvert tonn 694 dollarar eða um 60.400 islenzkar krónur. Er nú búið að selja 17.200 tonn af loðnu mjöli til afgreiðslu af framleiðslu þessarar vertiðar. Útflutnings- verðmæti þessa magns er rúm- lega 1000 milljónir króna. Um áramótin 1972/1973 nam fyrir- framsala á loðnumjöli 46.100 tonnum og á þorskmjöli 12.600 lestum. Siðan um áramót hefur ekkert verið selt af loðnumjöli, en seld hafa verið 3.800 tonn af þorskmjöli, þannig að samtals hafa verið seld 5.900 tonn af þorskmjöli. Afgreiðsla á mestum hluta þessa magns á að fara fram á timabilinu janúar — marz. Loðnumjöl i ár hefur verið selt til A-Þýzkalands, Bretlands, Finnlands, Júgóslaviu og Dan- merkur, en þorskmjöl til Póllands og Vestur-Þýzkalands. Á siðustu loðnuvertið var aflinn samtals 440.900 lestir, og var loðnumjöls- framleiðslan rúmar 62.000lestir. Blaðburðar fólk óskast Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Stórholt, Skipholt, Há- teigsveg, Laugarnes- veg, Suöurgötu, Hverf- isgötu og Laugaveg. Ennfremur vantar SENDLA fyrir hódegi SÍAAI 1-23-23 ULPUR fyrir géémn nmi ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ------------- ' ■ 4 Þetta segir myndavélin „ÉG horfði dáleidd i þessi augu, heit og djúp og myrk eins og nótt undir suð- lægum himni, og beið þess að neisti liryti I tundrið i sjálfri mér. Seiður þeirra læstist um hverja taug, og ég kiknaði i hnjaliðunum, tvitug konan. Kormákur, Daði, Ómar Shariff, Bjössi bílstjóri — allir heimsins hjarta- knúsarar I einum og sömu augunum létu mig gleyma stund og stað — ach, lieber Gott. Blóðið streymdi eins og flóðbylgja um likamann, hjartað dun- aði eins og aflvél i millilandaskipi, og einhvers staðar utan við rúm og tima fann ég varir hans nálgast, ilmrikar og yndissætar og drekka úr mér allar leifar af þrótti, sem enn var i mér, i löngum, magnþrungnum kossi. Og ég var blómið, sem breiddi út krónuna, svo að gesturinn gæti sogið hunang mitt, hin yfirskyggða kona allra alda, sem hvorki veit fortið, nútið né fram- tið”. Þetta fiskuðum við upp, þegar ljós- myndarinn færði okkur þessar myndir af auga og vörum, teknar á óvenjuleg- an hátt. Fólk getur svo spreytt sig á þvi, hvort þetta eru viðeigandi orð eða eitthvað annað hefði átt betur við. Spakvitur maður hefur sagt, að augun séu spegill sálarinnar, og með þvi að sálir eru margvislegrar gerðar, að þvi er manni skilst, þá eru augun sjálfsagt harla mismunandi. Ef hin fornu skáld eru gjaldgeng vitni i lofkvæðum sin- um, þá hafði Sigurður Fáfnisbani fránar sjónir og Ólafur helgi ormfrán augu. Páll biskup Jónsson var fagur- eygur og fasteygur, og augu Páls Vidalins hvöss og hörð eins og i fálka. Ólafur sauðamaður i Heiðarbýlissög- um Jóns Trausta var aftur á móti heldur læpulegur til augnanna, enda var Halla ekki sérlega hrifin af hon- um. Menn geta svo virt fyrir sér þessi augu okkar og varir og gert sér sinar hugmyndir um manninn, sem hvort tveggja ber. Við vonum bara, að stúlkurnar komi aftur niður á jörðina, þótt þær kunni að hefjast i sjöunda himin við skoðunina. —Timamynd:Gunnar. SVANAVATN HEITIR AFTUR KÖKKUR Hýrumelur og Blásandi nöfn á nýbýlum JH-Reykjavik. — A undanförnum áratugum hefur fornum nöfnum margra bæja i landinu verið breytt. Mun þessi alda hafa risið fyrir fjörutiu til fimmtiu árum, og bitnaði þetta fyrst og fremst á bæjanöfnum, sem fólki þóttu ekki nógu virðuleg eða minntu það á orð eða orðasambönd, er það taldi að einhverju leyti niðrandi. Til dæmis er nú ekki eftir i landinu nema einn bær, sem heitir Glóra, að likindum vegna þess að það hefur þótt minna á lýsingarorðið glórulaus. i stað hinna gömlu nafna, oft góðra og gildra, hafa svo gjarnan. verið valin nöfn af rómantisku tagi eða nöfn, sem mikill fjöldi annarra bæja ber. Þessu til skýringar má geta þess, að i kringum 1930 var nafni jarðarinnar Miðkakkar i Flóa breytt i Svanavatn og Syðsti-Kökkur hlaut nafnið Brautartunga. Nú virðist viðhorf fólks vera að breytast. A siðasta ári sótti nú- verandi eigandi Svanavatns, Ragnhildur Ingibergsdóttir lækn- ir, um leyfi örnefnanefndar til þess að breyta nafninu á ný i Kökkur, og hefur sú nafngift verið samþykkt. Það bendir einnig til þess, að breyting sé að verða á viðhorfum fólks i seinni tið, að nú bregður fyrirhressilegum, sérkennilegum nöfnum á nýbýlum. — Ég get til dæmis nefnt, að Marteinn Björnsson, bygginga- fulltrúi á Suðurlandi, hefur valið nýbýli, sem hann reisti undir Ingólfsfjalli, nafnið Blásandi, sagði Þórhallur Vilmundarson prófessor, formaður örnefna- nefndar, er Timinn spurði hann, hvað helzt væri til nýlundu á þessu sviði. — Og á jarðhitasvæði uppi i Hálsasveit i Borgarfirði er nýbýli, sem heitir Hýrumelur — nafn, sem gengur á svig við Varmaland og þess konar heiti, sem flestir hafa aðhyllzt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.