Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 10. febrúar 1974. TÍMINN 23 Mismunur þjóðo er nýttur við krobbameins rannsóknir Rætt við Hrafn Tuiiníus, formann krabbameinsskrdningar Krabbameinsfélags íslands Hrafn Tuliníus meinafræðingur, mvndin er tekin i Albany i New York riki i Handarikjunum fyrir einum átta árum. Hrafn er á ferð og flugi um allan heim vegna starfs síns. Hann hafði stutta viðdvöl hér nú, og fyrir mistök blaðainanns varð ekkert úr myndatöku. Þessa dagana er Hrafn staddur i Denver i Banda- rikjunum, á læknaþingi, þar sem hann flytur fyrirlestur um samanburðarrannsóknir á krabbameini á íslandi, i Japan og viðar. Hrafn starfar hjá stofnun á vegum heilbrigðismálastofnunar S.Þ., sem hefur aðsetur i Lyon i Frakklandi. Jafnframt er hann formaður krabbameinsskráningar Krabbameinsfélags islands. Hér á landi er staddur Hraf n Túlinius meinafræðingur, en hann hefur starfað mjög mikið að rannsóknum á krabbameini á undan- förnum 5 árum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Starfar Hrafn hjá rannsóknastofnun i krabbameinsfræðum, sem er i eigu heilbrigð- isstofnunar S.Þ. og er staðsett i Lyon i Frakklandi. Starfar Hrafn i faralds- fræðideild stofnunar- innar, annars vegar við mikróskopíska flokkun eða flokkun á smásjár greiningum á æxlum; að endurskoða það og sjá, hvað hægt er að nýta i þvi sambandi við faraldsfræðilegar rannsóknir, hins vegar er Hrafn við rannsóknir; sem eru gerðar á ákveðnum krabbamein- um i ákveðnum liffær- um. I sambandi við þetta ferðast Hrafn viða um heim. Við spurðum Hrafn, hvort hægt væri að tala um aukningu i tiðni krabbameins nú á siðustu árum. — Það er nú ekki hægt að fullyrða, að um aukningu sé að ræða á heildartölum. Það litur þó Ódýrar sfereo- SAMSTÆÐUR stereoradíófónar, stereoplötuspilarar með magnara og há- tölurum, stereosegul- bandstæki í bíla fyrir 8 rása spólur og kasettur, ódýr bílavið- tæki 6 og 12 volta. Margar gerðir bíla- hátalara, ódýr kasettu- segulbandstæki með og án viðtækis, ódýr Astrad ferðaviðtæki, allar gerðir, músikkasettur og átta rása spólur, gott útval. Póstsendi F. Björnsson — Radíó- verzlun — Bergþóru- götu 2 — Sími 23889. þannig út, miðað við þær tölur, sem handbærar eru. Hins vegar veit maður ekki, hversu mikið það byggist á meiri nákvæmni i skráningu. í þeim löndum, þar sem bezt skráning er á tiðnitölum krabbameins, það eru yfirleitt Norðurlöndin, þá má sjá svolitla aukningu, en hún er svo litil, að eiginlega er ekki hægt að fullyrða að það sé raunhæft Taka ber tillit til þess, að greining krabbameins hefur mikið aukizt i heiminum, fram- farir hafa orðið i læknisfræði, sér- staklega i minna þróuðum lönd- um og meðalaldur fólks er að færast ofar og mannfjöldinn er að verða eldri að meðaltali, og krabbamein er mun tiðara hjá eldra fólki. Norðurlanda- skráningarnar beztar — En hvað er að segja um skráningu krabbameins? — Það eru til upplýsingar um dánartiðni i nokkrum löndum afturundir aldamót, ekki þó viða. En dánartiðnitölur hafa batnað mikið siðan i striðinu, siðan heilbrigðismálastofnun S.Þ tók við þessu, en áður var þetta á vegum Þjóðabandalagsins. Það er munur á þvi að telja bara þá, sem deyja, og telja þá, sem eru greindir sem krabbameins- sjúklingar. Og tölur um tiðni greininga liggja eiginlega ekki fyrir fyrr en i kringum 1950 eða svo. Elztu tvær krabbameins- skrár i heiminum voru stofnaðar 1927 og önnur þeirra starfar-raunar enn, en þær eru ekki ýkja merkilegar. Beztu skráningarnar, sem enn eru við lýði, byrjuðu upp úr 1950, og það eru Norðurlandaskráningarnar. Ónæmisfræðilegar aðferðir kannski það byltingarkenndasta — Þú segir, að erfitt sé að henda reiður á aukningu krabbameins, almennt, en hvað um einstakar tegundir krabbans? — Það eru talsverðar tilfærslur milli tegunda. Þaðer liklega mest áberandi aukning á lungna- krabbameini, og það er þá eink- um I körlum. Þá er einhver aukning brjóstkrabbameins hjá þeim þjóðum, sem bezt er vitað um. Viða er fækkun magakrabba- meinstilfella. Hver orsökin er, veit maður ekki, en auðvelt er að gera sér i hugarlund, að það hafi eitthvað með mataræðið að gera. — En eru ekki góðar blikur á lofti með, að bráðlega verði hægt að lækna krabbamein að meira eða minna leyti, sbr. rannsóknirnar i Sovétrikjunum, sem sagðar eru mjög athyglisverðar. — Það er náttúrlega mikið gert til lækninga á krabbameinum, og það eru mörg krabbamein i heiminum i dag,'sem læknast alveg. Enn fleiri ná tiltölulega eðlilegum aldri, þótt þeir hafi krabbamein, þ.e.a.s. það er viða hægt að segja, að krabbameinið hafi litið stytt aldur þess, sem fékk það, borið saman við meðal- aldur. Framfarir verða þannig, á meðferð sérstaklega. — Er ekkert byltingarkennt á ferðinni i meðferð krabbameins- tilfella núna? — Nei. það heldég ekki. Það, sem helzt mætti telja byltingarkennt, er, að beita ónæmisfræðilegum aðferðum að nokkru leyti við örfá, ákveðin krabbamein, aðal- lega hvitblæðitegundir. Þetta er kannski það byltingarkenndasta. Unnið hefur verið með þeim aðferðum i svona 6-10 ár, en það eru ákaflega fár tegundir af krabbameinum, sem þessu er beitt við. Tenging krabbameins- skrárinnar við aðrar skýrslur og gögn — Hvert er starf þitt hér heima, Hrafn? — Það er tvíþætt. Annars vegar er ég ráðgjafi hjá Krabbameins- skrá Islands, og sendur hingað frá fyrirtækinu, sem ég vinn hjá, til ráðgjafastarfa. Og hins vegar erum við i samvinnu, krabba- meinsstofnunin i Lyon og Krabbameinsfélag Islands, með rannsókn á ákveðnum krabba- meinum hér. — Hvað geturðu sagt mér um það? — Ég vildi nú helzt segja sem minnzt um það i bili, unz við vit- um eitthvað um þetta. Það er verra að fá i fjölmiðlana sögu, sem aldrei getur orðið nema hálf- sögð. — En eru þetta itarlegar rannsóknir? — Það fer eftir þvi, hvernig á það er litið. Krabbameinsskráin is- lenzka er gömul og mjög góð og hefur óvenju itarlegar upplýsingar um alla þjóðina. Svo eru lika ýmsar aðrar upplýsingar, sem þjóðin býr yfir, sem verið er að gera meira og minna tölvutækt, og þetta eru eiginlega tilraunir i þá átt að tengja saman krabbameins- skrána við aðrar skýrslur og gangasöfn. Það er það, sem við höfum verið að vinna að i sameiningu, þ.e. ég frá Lyon og visindamennirnir hérna. Alltaf einhver munur milli tveggja þjóða Stofnunin, sem Hrafn starfar hjá i Lyon i Frakklandi, heitir á ensku International Agency For Research On Cancer, á islenzku nánast Alþjóðakrabbameins- rannsóknastofnun. 1 þetta skipti verður Hrafn tæpar tvær vikur hér a' landi, en hann reiknar með að koma aftur á árinu. Á siðast- liðnu ári var Hrafn hér i um það bil 5 vikur. Hyggst hann starfa áfram i Lyon. — Hvernig er ástandið á Islandi i krabbameinsmálum, með tilliti til tiðni miðað við önnur lönd, ef við tökum Frakkland til dæmis? — Við höfum lagt fram itarlegri skýrslur en Frakkar, sérstaklega hvað varðar greiningartiðni. Að öðru leyti er litið hægt um þetta að segja. Það eru ákveðnar krabbategundir, sem er algengar i Frakklandi. Vélindiskrabba- mein er t.d. algengt þar. Lifrar- krabbamein er þar mun algengara en hér. Magakrabba- mein aftur algengara hér o.s.frv. Hvenær sem maður ber saman tvær þjóðir að þessu leyti, er alltaf um einhvern mun að ræða. Að nýta mismun þjóða við krabbameins- rannsóknir — Fylgizt þið eitthvað með vanþróuðu þjóðunum i þessum efnum? — Já, við reynum að veita þeim mikla athygli lika, þvi að það er oft, sem munurinn verður meiri. þegar lifskjaramunurinn verð ur meiri. Við erum t.d. með mikla rannsókn i gangi i íran. sem kannski er ekki hægt að kalla beint vanþróað land, en það er öðru visi en Evrópulöndin. — Eru einhverjar tegundir krabbameins, sem sérstaklega ber á i vanþróuðu löndunum? — Já, ja, og það er mjög misjaínt eftir svæðum. Hjá mörgum Afrikuþjóðum eru lifrakrabba- mein feíkilega algeng og viða mun algengari en magakrabba- mein hér. Hér er fjöidi lifra- krabbameinstilfella innan við 1% af magakrabbameinum. þannig að þaö er sláandi munur. er maður bera svona saman. — Eitt af aðalmarkmiðum stofnunarinnar, sem ég vinn hjá. er einmitt að nýta þennan mis- mun, þ.e.a.s. þegar hægt er að bera saman ákveðin atriði i lifs- venjum og lifskjörum fólksins á tveim stöðum. þar sem krabba- meinstegundirnar verða svona ólikar, þá er hægt að geta sér til um, hvað getur verið orsök og hvað ekki. -S.P. Kaupmenn-framleiðendur tízkuvara. Feröaþjónusta Loftleiöa hefur tilbúna hópferð á ” Scandinavian fashion show ” í Kaupmannahöfn í marz. LOFTLEIDIR FERDAÞJÚNUSTA VESTURGATA 2 sími 2D200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.