Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN " Suivnudagur 10. febrúar 1974. Ódýr matur og góð þjónusta AUK hins milda og marglofaða loftslags, þá býður Malta upp á verðlag, sem talið er vera eitt hið hag- stæðasta i Evrópu i dag. T.d. er hægt að borða kvöldverð á veitingastað fyrir 200 krónur og er þá innifalið vin með matnum. Há- marksverð á slikri máltið á fyrsta flokks veitinga- stað er um 500 krónur og verður enginn vonsvikinn af þeim kvöldverði. í kaupbæti fær ferðamaðurinn góða þjónustu og hið vingjarnlega viðmót, sem ein- kennir Möltubúa, en þeir tala allir ensku auk móðurmálsins, sem er blendingur af arabisku og itöslku. Möltubúar eru nær allir kaþólskir, enda er mikið um að vera á eynni um páskana, til ánægju og yndis ferðamönnum jafnt sem innfæddum. Geta vauo ur þrem ferðum Tvenn verðlaunin í ferða- getraun Tímans eru ferð á vegum Feröamiðstöðvar- innar, Aðalstræti 9, og er hún til Miðjarðarhafseyj- unnar Möltu. Um páskana verða farnar 3 hópferðir til Möltu á vegum Ferðamiðstöðvar- innar: 6.til 16. apríl, 7. til 20. apríl og 9. tiI 20-apríl, — og getur vinningshafi get- raunarinnar valið úr þessum þrem ferðum. Flogið verður með Flug- félagi Islands, Loftleiðum og British Airways. Mögulegt er að f ramlengja ferðirnar með viðstöðu í London í bakaleið. Loftslag á Möltu í apríl er sérstaklega milt, og hita- stig um hádaginn frá 20 til 30 stig á Celsius. Verð á Möltu er afar hag- stætt, og sem dæmi má nefna, að bflaleigubf 11 kostar 400-500 krónur á dag með ótakmörkuðum kíló- metraf jölda. r Kubbur staddur? KUBBUR litli — strák- hnokkinn, sem heilsar dag- lega upp á lesendur Tím- ans, — er um þessar mund- ir á ferðalagi um ýmis lönd. Svo sendir hann Tímanum myndir af sér frá hinum og þessum stöð- um, — en hann lætur þess ekki getið, hvar hann er staddur í hvert skipti — það verður verkefni áskrifenda Tímans í „Ferðagetraun Tímans" að f inna það. Kubbur lætur þó þriggja nafna getið, — og eitt er það rétta. Rétt til þátttöku i Ferða- getrauninni hafa allir áskrifendur Timans. Þeim skal bent á að klippa get- raunamyndirnar út úr blaðinu, jafnóðum og þær birtast, og geyma þær þangað til getrauninni er lokið. Með síðustu mynd- inni i getrauninni birtist sérstakur seðill fyrir svör- in. Á honum verða allar spurningarnar endurtekn- ar, og þegar hann hefur verið útfylltur, skulu þátt- takendur í getrauninni senda hann tii blaðsins. Jafnframt getrauninni mun Tíminn birta ýmsar gagnlegar upplýsingar um ferðir til sólarlanda. Hér að ofan birtist 2. myndin í getrauninni. Kubbur er staddur á sól- skinseynni Möltu. Hann er að virða fyrir sér frægan helli á eynni. Hvað skyldi hellirinn vera kallaður: Guli hellirinn — Blái hellirinn — Rauði hellirinn? Þau eru af ýmsum gerftum farartækin á Möltu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.