Tíminn - 10.02.1974, Side 10

Tíminn - 10.02.1974, Side 10
 r r 10 Suiiitudagur w; febrúar 1974, Ethel og Julius Rosenberg voru þrjú ár I fangelsi, áður en dómur var kveðinn upp yfir þeim. Þrátt fyrir mikil mótmæli, bæði f Bandarlkjunum og utan þeirra, enduðu þau avina f rafmagnsstólnum. gleraugu. Ef dæma átti eftir útliti þeirra, var varla hægt að fmynda sér, að þarna væru á ferðinni nokkrir helztu vísindamenn Eng- lendinga. beir voru komnir til Bandarikjanna til þess að vinna þar með bandariskum og kanad- Iskum starfsbræðrum sínum að mjög þýðingarmiklu verkefni, sem mikil leynd hvíldi yfir. Arangur þessa samstarfs átti að birtast heiminum i formi kjarnorkusprengjunnar. Einn þeirra, sem i land kom, var ungur, gáfaður eðlisfræðing- ur og stærðfræðingur, Klaus Fuchs, þýzkur Gyðingur. Hann haföi flúið frá Þýzkalandi, þegar Hitler komst þar til valda. Englendingar höföu tekið honum með mikilli vinsemd. Háskólár og rannsóknarstofnanir opnuðu fyrir honum allar dyr, og allt var gert til þess að gefa honum kost á að halda starfi sinu áfram, og um slöur geröist hann enskur rikis- borgari. Klaus Fuchs var snillingur, en hann var einnig svikari gagnvart landi þvi, sem tekið hafði honum opnum örmum, veitt honum starfsaðstöðu, frelsi og öryggi. Fuchs hafði verið mikill kommúnisti á sinum yngri árum, og fór ekki dult með það, að hann var enn sömu skoðunar. Ensk stjórnvöld ábyrgðust það, að hann væri alls trausts maklegur, og Bandarikjamenn létu það nægja. Fuchs var farinn að vinna fyrir Rússa áður en hann kom til Bandarikjanna. Hann gerði sér litið fyrir og gaf skýrslur um allt, sem hann gat aflað sér upplýsingar um varðandi rann- sóknir á sviði kjarnorku, sem áttu sér stað á rannsóknarstofum I Englandi. Skömmu eftir komuna til New York náði hann sambandi við mann, sem gekk undir dul- nefninu Raymond og lét honum i té allar þær upplýsingar, sem hann hafði aflað sér fram til þess dags. Fuchs hafði aðstöðu til þess að skyggnast i hin dýrmætustu leyndarmál á þessu sviði. Hann hafði einnig til að bera nægilega þekkingu til þess að flytja þessar upplýsingar áleiðis, i hinum minnstu smáatriðum. Hann gerði þetta ekki til þess að auðgast á þvi, heldur i þeim tilgangi einum, að styrkja þann málstað, kommúnismann, sem var honum sannkölluð trú. Hann var njósnari af köllun. hlaut að vera útlendingur, sem hefði mjög góða aðstöðu til þess að fylgjast með öllu þvi starfi, sem fram fór á sviði kjarnorku- visindanna og framleiðslu kjarnorkusprengjunnar. Njósn- arinn hlaut sjálfur að vera visindamaður. A meðan á rannsókn málsins stóð varð Truman að gefa opinbera yfirlýsingu, sem átti eftir að koma eins og reiðarslag yfir fólk hvarvetna i heiminum: — Samkvæmt upplýsingum, sem rikisstjórnin hefur i fórum sinum er ljóst, að framkvæmd hefur veriö kjarnorkusprenging i Sovétrikjunum nú fyrir skömmú. Bandarikin réðu ekki lengur ein yfir kjarnorkusprengjunni. Hernaðarveldi landsins var i hættu. Strax og FBI fór að kanna mál- in ' urðu allir furðu lostnir að sjá, hversu margt benti til þess, aö njósnarinn væri Fuchs, og þaö var einnig undravert, hve fólk hafði látið sér fortfð hans i léttu rúmi liggja, og allar þær upplýsingar, sem lágu fyrir um manninn. I ljós kom, að I skjalasafni FBI stóð skýrt og greinilega að Fuchs hefði verið félagi i kommúnista- flokknum I Þýzkalandi áður en Hitler kom til sögunnar. Aðvar- anir höfðu borizt frá Kanada vegna Fuchs-; en þær höfðu verið hafðar að engu. Þetta hafði meira að segja gengið svo langt, að þegar dulmálssérfræðingurinn Igor Gouzenko komst undan úr sovézka sendiráðinu i Ottawa og veitti kanadfskum yfirvöldum margvislegar upplýsingar um sovézkan njósnahring, sem starf- andi væri i Vesturheimi, flutti hann með sér mjnnisbók sem i stóð: Klaus Fuchs, 84 George Lane, Edinburgh-University, Scotland. I bókinni var einnig að finna nafnið: Kristel Heinemann, en það var systir Klaus Fuchs, sem bjó i Bandarikjunum. Eng- inn hafði veitt þessum upplýsing- um athygli, að þvi er bezt var séð, þegar málið komst að lokum i hámæli. Nú voru starfsmenn FBI loks- ins orðnir nær öruggir um að Fuchs væri maðurinn, sem leitað væri að. Brezka leyniþjónustan M 15 fékk skýrslu um málið, og fór aðfylgjastmeðFuchs.M 15komst fljótlega að sömu niðurstöðu og FBI, um aö Fuchs hlyti að vera ÞEGAR LEYNDARMÁLINU UM KJARNORKUSPRENGJUNA VAR STOLIÐ FRÁ BANDARÍKJUNUM EINU ARI eftir að siðari heims- styrjöldin brauzt út skrifaði J. Edgar Hoover, yfirmaður banda- risku alrikislögreglunnar, FBI, grein, sem birtist i allmörgum bandariskum blööum. Þar sagði hann m.a., að bandariska þjóðin gæti veriö öruggari en nokkru sinni fyrr um, að njósnarar og skemmdarverkamenn leyndust ekki meö henni. Vitaö væri um alla þá menn, sem gætu haft i hyggju aö fremja skemmdarverk eða njósna i landinu og upplýsing- ar um þá væri að finna i skjalasafni FBI. Fréttir af þessu tagi birtust alltaf annað slagið i blööum næstu árin, en undir striöslok lét Hoover þess þó getið opinberlega, aö ekki væri hægt að tryggja þaö i framtiðinni, að ekki tækist einhverjum að komast yfir upplýsingar, sem væru þýðingar- miklar fyrir önnur riki, t.d. varð- andi kjarnorkumálin. I ágúst 1945 fullyrti hann þó að ekki hefðu verið framin nokkur skemmdar- verk i kjarnorkustöövunum, og fyllsta öryggis væri gætt. Þrátt fyrir þessi stóru orð — á meðan bandariska þjóðin blundaöi full öryggiskenndar — var einhver mesta njósnasaga heimsins að gerjast, beint fyrir framan nefið á FBI. Upplýsing- um um kjarnorkusprengjuna haffti verift stoliö, og þær færftar Rússum. Sagt er, að þessar njósnir hafi oröiö til þess að breyta gangi mála i heiminum og sögunni i heild. Þessar njósnir voru nefnd- ar afbrot aldarinnar, og Eisenhower forseti lét meira að segja hafa það eftir sér, að þessar njósnir gætu átt eftir að kosta milljónir manna lifið. Eitt er vist, að leyniþjónusta Bandarikjanna hafði orðið fyrir miklum álits- hnekki af þessum sökum. Næstu ár á eftir ræddi fólk oft um það, hverjum mætti kenna um það eftirlitsleysi, sem haföi gert njósnurunum mögulegt að vinna verk sitt svo vel, án þess aö eftir þvi væri tekið. Njósnari kemur i land Dag nokkurn áriö 1943, nokkru eftir að „orustan um Atlants- hafið” haföi náð hápunkti kom enska flutningaskipið Andes til hafnar i Bandaríkjunum, eftir hættulega ferö yfir hafið. Fáir farþegar voru með skipinu, og hervörðurinn, sem hafði fengið tilkynningu um, að sleppa fólkinu i land, án nákvæmrar skoðunar, fannst ekkert sérstakt við þetta fólk. Sumir þeirra, sem meö skip- inu komu, virtust nokkuð utan viö sig og hugsandi, og aörir voru meira athugaridi, og litu rannsak- andi kringum sig i gegnum sterk Kjaruorkuleyndarmá 1- mih stolið Það liðu nær sex ár, þar til bandariskum yfirvöldum varö að lokum ljóst, að njósnarahringur hafði veitt Sovétrikjunum upplýs- ingar um þau hernaðarlegu leyndarmál, sem bezt hafði átt að gæta i landinu. Morgun einn i september, 1949, settist Edgar Hoover yfirmaður FBI við skrif- borðsitt, og ætlaði að fara að lesa yfir bréfin, sem lágu á boröinu fyrir framan hann. Allt I einu rakst hann á leyniskýrslu og þaut upp úr stólnum. Siðan greip hann simann og hrópaði: Þaö er búiö aö stela leyniupplýsingunum um kjarnorkusprengjuna. Þaö veröur aö ná þjófunum. Rannsókn hófst þegar á vegum FBI. Það leið ekki langur timi þar til öllum varð ljóst, að sá, sem stóð á bak við uppljóstranirnar Nú eru tuttugu ár liðin frá því hjónin Ethel og Julius Rosenberg voru tekin af lifi fyrir að veita Sovétríkjunum upplýsingar um kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna. Fólk mótmælti aftöku þeirra harðlega. And-amerísk bylgja fór um heiminn, ekki hvað sízt á Norður löndunum. Voru Rosenberghjónin sek? Eða var þetta dómsmorð? kjaritorkuþjófurinn — að minnsta kosti var hann einn þeirra. t desember 1949 var málið komið vel á veg, að M 15 gat lagt fram kæru á hendur Fuchs. Hann neitaði algjörlega. Mánuði siöar sendi hann boð eftir leynilög- reglumanninum, sem hafði yfirheyrt hann, og játaði glæpinn. Fuchs var dæmdur eftir enskum Július Rosenberg var dæmdur fyrir aö hafa gefiö Rússum upplýsingar um kjarnorku- leyndarmál Bandarikjamanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.