Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 10. febrúar 1974. Mftvtn ah ntildfn \\ Tillögur Einars mmvi n y Ágústssonar Óvissa í stjórn- málum Óvenjulega mikil óvissa rikir nú i stjórnmáium og efnahags- málum margra vestrænna landa og valda þvi margar ástæður. Oliukreppan er hvergi nærri eina orsökin. Glöggt dæmi um þetta er sú ákvörðun brezku stjórnarinnar að rjúfa þingið sökum þess, að hún ræður ekki við efnahagsmál- in. En það er ekki aðeins stjórn brezkra ihaldsmanna. sem á þannig i vök að verjast. heldur nær þessi óvissa einnig orðið til landa. þar sem stjórnmála- ástandið hefur verið talið miklu stöðugra en i Bretlandi. eins og t.d. i Frakklandi og Vestur- F>ýzkalandi. i Frakklandi gengur sá orðrómur, að Pompidou muni bráðlega skipta um forsætisráð- herra og gera ýmsar aðrar breytingar á stjórninni, sökum þess hve erfiðlega gangi, jafnt á sviði efnahagsmála og stjórn- mála. t Vestur-Þýzkalandi sætir Willy Brandt nú sivaxandi gagnrýni og horfur eru á, að brátt komi til mestu launadeilu. sem hefur orðið þar siðan 1933, þegar Hitler kom til valda. Á Italiu eru stjórnmálahorfur sagðar mjög tvisýnar og rikisstjórnin völt i sæti. Þannig mætti halda áfram að rekja dæmin og nefna Belgiu, Holland o.s.frv. til dæmis um hið ótrygga stjórnmála- og efna- hagsástand, sem rikir nú yfirleitt i hinum vestræna heimi. Fyrir Islendinga er vissulega lærdómsrikt að hafa þetta til hliðsjónar, þegar rætt er um stjórnmálaástandið hérlendis. Þroski danskra stjórnmálo- manna Danmörk er eitt þeirra landa, þar sem mikil óvissa rikir i efnahagsmálum og stjórnmálum. Þar féll rikisstjórn sisialdemó- krata á siðastl. hausti og leiddi það til þingkosninga, sem juku enn stjórnmálaglundroðann. Á þinginu eru nú tiu flokkar i stað 5 áður. Rikisstjórnin er nú i höndum flokks, sem hefur aðeins 22 þingmenn af 179 alls, Vinstri flokksins. Þegar þessa er gætt, verða það að teljast merk tiðindi, að milli sósialdemókrata og stjórnarflokksins hefur nú náðst samkomulag um efnahagsmálin, sem fleiri flokkar munu styðja. Þannig hefur myndazt þingmeirihluti um lausn efnahagsmálanna, þrátt fyrir flokkaglundroðann. Þetta ber þroska danskra stjórn- málamanna gott vitni. Fordæmi danskra sósialdemókrata mætti vera stjórnarandstæðingum hér og viðar til fyrirmyndar. Umræður um varnarmálin Varnarmálin hafa verið i vax- andi mæli á dagskrá, enda eðli- legt, þar sem viðræður við Bandarikin um endurskoðun varnarmálanna fara senn að komast á lokastig. Það mun liggja fyrir innann nokkurra vikna, hvort þær bera jákvæðan árangur eða ekki. Þingið mun þá fjalla um niðurstöður viðræðn- anna, hverjar sem þær verða. Forsætisráðherra lýsti yfir þvi i áramótagrein sinni, eins og hann hefur reyndar oft gert áður, að beri endurskoðunarviðræðurnar ekki jákvæðan árangur, muni rik- isstjórnin fara þess á leit við Alþingi, að fá heimild tii að segja samningum upp, ef þurfa þykir. Von fslendinga er að sjálfsögðu sú. að til uppsagnar þurfi ekki að koma, þar sem samkomulag náist um nýja tilhögun þessara mála i samræmi við þau ákvæði stjórnarsáttmálans, að herinn fari i áföngum, en island verði áfram i Atlantshafsbandalaginu og fullnægi skyldum sinum við það. Þetta hefur frá öndverðu verið sjónarmið F'ramsóknar- flokksins. Tillögur utan- ríkisráðherra t samræmi viö framangreinda afstöðu Framsóknarflokksins, hefur utanrikisráðherra lagt fram i rikisstjórninni, eftir að það var einróma samþykkt i varnarmálanefnd þingflokksins og þingflokknum, tillögu að við- ræðugrundvelli. sem felur það tvennt i sér, að herinn fari i áföngum úr landinu innan tiltekins tima, en jafnhliða verði samið um þá þjónustu, sem Nató fær á Keflavikurflugvelli eftir að herinn er farinn. Þar er m.a. um að ræða lendingarrétt fyrir flugvélar og starfslið i sambandi við það. Einnig um gæzlu mannvirkja. rekstur radarstöðva o.s.frv. Gert er ráð fyrir að tslendingar taki sem mest að sér þau störf, sem þessu fylgja nema þau, sem talið er eðlilegt, að erlendir kunnáttumenn annist. Með tillögum þessum er stefnt að þvi tvennu, að island verði ekki hersetið land um óákveðinn tima, og að landinu verði tryggð fullnægjandi vörn með þátttöku i Nató og eðlilegri þjónustu við það. án hersetu. Við þetta myndu varnir landsins engu lakar tryggðar en nú, en þó náð þvi marki, sem allir flokkar og allir lslendingar telja sig stefna aö. en það er að tsland sé ekki hersetiö land á friðartimum. Meðalvegur Þótt tillögur Einars Ágústs- sonar um lausn varnarmálanna, hafi hlotið góðar undirtektir, var aldrei við þvi að búast, að þær hlytu stuðning allra. I öllum flokkum eru til menn, sem alltaf hafa verið andvigir aðild að Atlantshafsbandalaginu, og vilja þá að sjálfsögðu ekki heldur, að bandalaginu verði veitt einhver fyrirgreiðsla á tslandi. I öllum flokkum eru lika til menn, sem vilja hafa hér erlendan her, og veldur þvi ekki aðeins óttinn við Rússa, heldur einnig við hugsan- legt Tyrkjarán, eða innrás ribbaldaflokks undir forustu nýs Jörundar hundadagakonungs, eins og skýrt hefur komið fram i ritstjórnargreinum Morgunblaðsins. Þá lausn er ekki hægt að finna í varnarmálum, sem samrýmis þessum andstæðu sjónarmiðum. Hins vegar er sýnt með tillögum Einars Ágústs- sonar, að það er hægt að finna millileið, sem tryggir það hvort tveggja i senn, að hér sé herlaust land til frambúðar og að landinu sé þó tryggð engu minni vernd en sú, sem f.ólgin er i þátttöku okkar i Atlantshafsbandalaginu og fuli- nægingu á þeim skyldum, er af þátttökunni leiða. Forðumst stóru orðin Varnarmálin eru viðkvæm mál og vandasöm.og þó einkum þegar erlendur her er annars vegar. t*að er jafnan mikil hætta á, að moldviðri sé þyrlað upp um slik mál.Svohefur lika orðið hér. öfgafull orð hafa fallið á báða bóga, og er erfitt að sjá, hver á metið i þeim efnum. Ekki er ofmælt, að slikar umræður samrýmast illa þeim anda þjóðareiningar, sem ætti að rikja á þjóðhátiðaráinu. Nú ætti að rikja andi þeirra þjóðarleiðtoga, sem fundu hinn rétta meöalveg á Alþingi árið 1000. En til þess að svo megi verða þarf skynsemi að ráða. Það er trú forustumanna Framsóknarflokksins, að með til- iögum þeim, sem utanrikis- ráðherra hefur lagt fram i samráði við þingflokkinn, sé fundin hin rétta leið, sem tryggir landinu nægilega vernd, en kem- ur þó i veg fyrir varanlega her- setu. Þjóðhátiðarárið 1974 yrði merkisár i þjóðarsögunni, ef þá tækist að leysa þetta viðkvæma og vandasama mál á slikan hátt. Vill Sjálfstæðis- flokkurinn meiri her? Það var ekki að ástæðulausu. að Sigurður Lindal prófessor bar fram þá fyrirspurn til Geirs Hall- grimssbnar á hinni norsk-is- lenzku varnarmálaráðstefnu. hver væri stefna Sjálfstæðis- flokksins i varnarmálum. Svo óljóst er það, þegar talsmenn Sjálfstæðisflokksins eru að tala um. að þeir vilji endurskoðun varnarsamningsins. Það kemur aldrei fyllilega i ljós i þessum málflutningi. hvert markmið endurskoðunarinnar eigi að vera. Hins vegar tala þeir um, að hér þurfi ekki aðeins að vera eftirlits- stöð i þágu NATO, eins og Kefla- vikurherstöðin er raunverulega nú, heldur þurfi hér einnig að vera varnarstöð, sem geti tryggt landinu fullnægjandi varnir. Þetta verður vart skilið öðruvisi en að Sjálfstæðisfiokkurinn vilji auka herliðið hér og efla vopna- búnað þess. Annars væri það hrein meiningarleysa að vera að tala um nógu öfluga varnarstöð og að eftirlitsstöð ein nægi ekki. Svör Geirs Hallgrimssonar við fyrirspurn Sigurðar Lindals, munu ekki hafa skýrt það, hvað fyrir Sjálfstæðisflokknum vakir, þegar hann er að tala um endur- skoðun varnarmálanna, hvort frekar eigi að fækka eða fjölga i hernum eða hvort hann á að haldast óbreyttur. Það er m.a. slik tvöfeldni i varnarmálunum. sem veldur þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki trausts i sjálfstæðismálum þjóðarinnar, eins og Björn Bjarnason kvartaði réttilega und- an á landsfundi ungra Sjálf- stæðismanna sl. haust. Flokkur í felum Broslegt er að lesa um þessar mundir þau áróðursskrif Morgunblaðsins og Þjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn hafi enga grundvallarstefnu. Ástæðan er sú, að Framsóknarflokkurinn játar hvorki kapitaliska eða sósialiska trú, heldur er frjáls- lyndur umbótaflokkur, sem hafn- ar kreddum. Einkum er þetta þó broslegt vegna þess, að það er ein höfuðiðja Mbl. og Þjóðviljans að reyna að fela þá stefnu, sem flokkar þeirra hafa, og láta fólk halda að þeir séu allt annað en þeir eru. Það ber að meta núverandi rit- stjórum Mbl. og Þjóðviljans til frádráttar, að þeir eru ekki upp- hafsmenn þessarar felustarf- semi. Þessi feluleikir hófust, þeg- ar ihaldsmenn töldu sér ekki lengur henta að kalla flokk sinn Ihaldsflokk og kommúnistar ekki að kalla sinn flokk kommúnista- flokk. Siðan hefur þessi felustarf- semi sett höfuðsvip á islenzk stjórnmál. Grímuklæddar stefnur Hin raunverulega stefna Sjálf- stæðisflokksins er ihaldsstefnan, sem leitast við áð halda i sérréft- indi og fjáraflaaðstöðu hinna svo nefndu sterku einstaklinga, en samkvæmt ihaldskenningunni eru þeir hæfastir til að drottna i atvinnulifi og stjórnmálum og eiga að gera það. 1 samræmi við þetta er Sjálfstæðisflokkur stétt- arflokkur hinna fáu útvöldu og hefur trúlega verið það. En þetta má ekki lengur segjast, eins og i tið Jóns Þorlákssonar, heldur verður að segja, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé flokkur allra stétta og sé ákaflega frjálslyndur og lit- ið ihaldssamur. Þannig verða Matthias og Eyjólfur að keppast við að fela ihaldsstefnuna. A sama hátt verða þeir Kjartan og Svavar að gegna feluhlutverki. Upphaflega var hér til ógrimu- klæddur kommúnistaflokkur. Það gafst illa, Islendingum geðjaðist ekki að kommúnismanum. Þvi var ákveðið að breiða yfir nafn og númer að dæmi vissra veiði- manna i landhelgi. En þetta nýja nafn og númer entist illa og þvi var enn tekið upp nýtt nafn og númer fyrir sex árum. Það er nú verkefni þeirra Þjóðviljamanna að láta það ekki sjást, sem á bak við þetta nafn og númer er. Til þess að láta þetta vera sem mest á huldu hefur Alþýöubandalagið enn ekki sett se'r stefnuskrá. Svo þykjast felumennirnir geta ásakað aðra fyrir óljósa stefnu. Nær væri þeim aö skýra það.hver er raunveruleg stefna flokka þeirra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.