Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 1U. febrúar 1974. Metnaður og skylda gagnvart íslenzkri knattspyrnu að selja heimaleikina ekki úr landi Ellert Schram, núverandi formaður KSt, ásamt fyrirrennurum sinum i starfinu, Albert Guðmundssyni og Björgvini Schram. Með hækkandi sól fara knattspyrnumenn að hugsa sér til hreyfings. Það er þvi ekki óeðlilegt að leita svara hjá hinum nýja for- manni KSÍ, Ellert B. Schram, um verkefni þau, sem framundan eru hjá ís- lenzkum knattspyrnu- mönnum. Við hittum Ellert i siðustu viki og lögðum þá fyrir hann nokkrar spurninga. — Ýmsum þykir, að hin nýja stjórn KSt sé furðu róleg i tiöinni, Ellert. Ilvað hefur hún aðhafst að undanförnu? — Ég læt það liggja milli hluta, hvort einum eða öðrum finnist KSI stórnin róleg i tiðinni. Við verðum vonandi dæmdir af verk- um okkar, en ekki blaðaskrifum. Þegar núverandi stjórn tók við i nóvember s.l., var i mörg horn að lita: skipa i allar fastanefndir sambandsins, ráða starfsmann, taka ákvörðun um landsleiki á ár- inu, undirbúa unglingalandsliðið fyrir lokaátökin i Evrópukeppn- inni i vor, ráða fram úr húsbygg- ingarmálunum, huga að boðs- miðamálinu o.s.frv. o.s.frv. Niðurröðun vandasöm Nú eru allar nefndir fullskipað- ar, og við höfum fengið duglega og áhugasama menn til nefnda- starfa, en á nefndarmönnum hvil- ir meginþungi allrar daglegrar vinnu á vegum KSÍ. Þeim til að- stoðar er hinn nýi framkvæmdar- stjóri, Hans Herbertsson, ungur og efnilegur maður. Vandasamasta verkið er niður- röðun leikja, sem mótanefnd ann- ast. Hún hefur þegar haldið fundi með I. og II. deildar félögunum og ráðgerir fund með III. deild siðar i vetur. Meistarakeppni KSt og skólamótið munu brátt hef jast, en fyrsta mótið undir beinni stjórn okkar verður Islandsmótið innan- húss um páskana. Breyting á innanhússmótum æskileg Stjórn KSI og mótanefnd kom saman um, að það mót skyldi haldið mun fyrr um veturinn, en það reyndist ekki mögulegt i þetta skipti, vegna þess hve Laugardalshöllin er ásetin. En við höfum þegar gert ráðstafanir til að breyta hér um i framtiðinni. Félögin vilja, sem eðlilegt er, nýta páskafriið til æfinga og undirbúnings fyrir sumarið, sér- staklega þegar páskarnir eru seintá ferðinni. Ég tel eðlilegt, að Reykjavikurmót innanhúss fari fram fyrir áramót, en Islands- mótið fljótlega þar á eftir, enda er sá timi fyrst og fremst notaður til innanhússknattspyrnu hjá félögunum. Nýjungar á Reykjavíkurmóti? Þá hef ég kvatt mótanefnd og KRR til að hugleiða, hvort ekki mætti gera einhverjar tilraunir til nýjunga i leikreglum á Reykja- vikurmóti eða þeim leikjum, sem teljast nú meira til æfingaleikja fyrir deildarkeppnina. A ég þá við tilraunir með breyttar rangstöðu- reglur, stig fyrir hornspyrnur, innköst, skoruð mörk o.s.frv. Þetta hefur verið reynt erlendis og vakið slika athygli, að aðsókn hefur stóraukizt. Heimaleikir ekki seldir úr landi Þegar núverandi stjórn tók við i nóv. s.l., var aðeinseinnlandsleik- ur ákveðinn, við Finna, þann 19. ágúst. Stjórn KSl hefur nú tekið þá ákvörðun að taka þált i Evr- ópukeppni landsliða, og er það i fyrsta skipti, sem Islendingar eru með i þeirri keppni. Eins og kunn- ugt er, höfum við dregizt i riðil með Frökkum, Belgum og A- Þjóðverjum. Leikið skal heima og heiman og riðlakeppninni lokið eigi siðar en sumarið 1976. Hér er um að ræða 6 leiki sam- tals fyrir okkur Islendinga. I þessari viku munum við Bjarni Felixson mæta á fundi i Brussel, þar sem leikdagar verða ákveðn- ir, og stefnum við að þvi að leika tvo —þrjá leiki i sumar. Að þvi er stefnt, að ísland leiki sina heima- leiki hér i Laugardalnum. Ég tel það metnað okkar og skyldu gagnvart isl. knattspyrnu áhang- endum að selja ekki alla heima- leiki úr landi. Sjálfsagt er að þvi fjárhagslegur áyinningur, en ef slikt er óhjákvæmilegt vegna á- hugaleysis og litillar aðsóknar hér heima, þá eigum við heldur ekki að taka þátt i slikri keppni. Einstök félög geta leyft sér það i Evrópukeppni, en það er skylda Knattspyrnusambandsins að sjá svo um, að erlend úrvalslið komi hingað til keppni, bæði vegna fsl. knattspyrnumanna og isl. knatt- spyrnuáhugamanna yfirleitt. Munurinn á þvi að leika heima eða heiman er orðinn slikur, að það þýðir fyrirfram uppgjöf að leika eingöngu að heiman. Knatt- spyrnusambandið verður að afla sér tekna með öðrum hætti en þeim, að selja alla sina heima- leiki úr landi. Þegar talað er um landsleiki, er augljóst, að þá verður að ákveða með mun meiri fyrirvara en gert hefur verið. Bæði er erfitt að fá leiki með svo stuttum fyrirvara, þvi aðrar þjóðir ákveða sitt ,,pró- gramm” með meiri fyrirvara, og eins hitt, að það veldur móta- nefnd miklum erfiðleikum við niðurröðun, þegar landsleikir eru óákveðnir langt fram eftir árinu. — Hver er afstaða þin til þjálf- unarmála landsliðsins almennt? A t.d. að leggja aukna áherzlu á samæfingar leikmanna um lengri tima, eða eiga leikmenn fyrst og fremst að hljóta sina þjálfun hjá félagsliðunum? Þær vetraræfingar eða vetrar- leikir „landsliðsins”, sem teknar voru upp fyrir nokkrum árum, hleyptu nýju blóði i knattspyrnu- hreyfinguna og áttu stærsta þátt- inn i þvi að mynda sterkan og samstæðan kjarna i landsliðinu. Það hefur hins vegar komið i ljós, að þannig er ekki hægt að keyra áfram ár eftir ár. Leik- mennirnir verða þreyttir og leið- ir, nýjabrumið hverfur og félögin kvarta. Þessi nýbreytni hefur þó haft þau áhrif, að einstök félög byrja nú mun fyrr sinar útiæfingar, og vetraræfingar eru teknar miklu fastari tökum. Nú, þegar gera má ráð fyrir að landsleikir verði fyrst leiknir sið- ari hluta sumars, þá tel ég ekki knýjandi nauðsyn að hefja mjög snemma undirbúning landsliðs. Skapa félagsanda Félögin, sem flest öll hafa ráðið til sin dýra erlenda þjálfara, eiga að halda sinum mönnum sem mest fram að keppnistimabilinu og sjá um að koma þeim i æfingu. Til þess þarf ekki sérstakar landsliðsæfingar. Þegar kemur fram á vorið, verður að fylgjast vel með getu þeirra leikmanna, sem til greina koma i landsliðshópinn, kalla þann hóp saman og hafa með þeim æfingar og fundi, sem Veruleg stefnu- breyting hjá stjórn KSÍ Eitt af þvl, sem Ellert B. Schram telur framtlöarverkefni KSI er aö efla menntun þjálfara. Þessi mynd er af þátttakendum á námskeiði fyrir þjálfara, sem KSI efndi til á siðasta ári. Leiðbeinandi var Henning Enoksen frá Danmörku, sem sést fremst fyrir miðju á þessari mynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.