Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 10. febrúar 1974. Vandaðar vélar borga LOFT KÆLDU dictttarvélamar Með eða án framdrifa Fullnægja ströngustu kröfum Hagsýnir bændur velja sér hagkvæmar vélar, þeir velja dráttarvélar viö sitt hæfi Nokkrar stærðir Deutz drdttavéla til afgreiðslu strax HFHAMAR VeLADEILD SlMI 2-21-23 TRYGGVAGoTU REYKJAVIK Komi upp hegðunar- vandkvæði eða tauga- veiklunareinkenni hjá barni eða unglingi, leitum við gjarnan aftur í frum bernsku hjá viðkomandi, að skýringu á eðli atferlisins. Er búizt við að sambandið milli móður og barns hafi verið erfiðleik- um bundið og barnið hafi skort öryggi og umhyggju á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu. En er ástæða til að leita ennþá lengra aftur — allttil fósturskeiðisins — til þess að finna skýringu? Blaðamaður hafði nýlega viðtal við sálfræðinginn Lisbeth Fanny Brudal og spurði hana þessarar spurningar, en hún hefur mikið rannsakað þetta vandamál. v — Fjöldi taugaveiklaðra barna hefur aukizt á siðustu árum. Við vitum að i mörgum tilfellum er orsakarinnar fyrir taugaveiklun hjá barni að leita til sambands- leysis milli móður og barns á fyrstu árum barnsins. En er sam- bandið milli móður og barns eitt- hvað, sem hefst á þvi augnabliki er barnið fæðist og hvilir i örmum móðurinnar, eins og við oftast gerum okkur i hugarlund? Hefst sambandið ekki um leið og konan verður vanfær? Það er mikilvægara en nokkru sinni, að kona, sem er vanfær lifi rólegu lifi, lifi ekki i spennu, að hún taki tillit til þess að hún beri barn undir belti sér, heldur Brudal áfram. Eigi kona við sálarleg bandkvæði að striða meöan á meðgöngutima stendur eru miklar likur á þvi að þau hafi áhrif á barnið sem hún gengur með. Sigmund Freud var á þeirri skoðun að timinn, frá þvi að barn er getið, þar til það fæðist hafi mikla þýðingu fyrir persónuleika mannsins siðarmeir. Og C.R. Stockard gekk svo langt i bók, sem hann skrifaði árið 1931 um samhengið milli likama og sálar, að segja að úrslita-timinn i lifi mannsins sé fósturskeiðið. — Eru til sannanir fyrir þessu? — Á árunum eftir strið voru gerðar tilraunir á dýrum sem sýna, að tilfinningar móður og það sem hún upplifir á meðgöngutimanum hafi sálræn áhrif á afkvæmið. Langvarandi rannsóknir á barnshafandi kon- um sýna hið sama. Lester Sontag hefur kannað viðbrögð fósturs, þegar móðirin hefur verið æst og óróleg. Ef vanfær kona er róleg og afslöppuð, hryefir barnið sig eðlilega og hjartsláttur þess er reglulegur. Verði moðirin aftur á móti uppspennt og komist úr jafn- vægi tilfinnanlega, verður fóstrið órólegt og hreyfir sig mikið. Samtimis eykst hjartsláttur þess. Einnig hefur Sontag sýnt fram á, að þetta jafnvægisleysi varir miklu lengur hjá fóstrinu, en timinn sem móðirin er æst og óró- legt. Sé barnshafandi konu gert bilt við og hún verið hrædd i nokkrar minútur, liða oft fjórar til fimm timar þar til barnið fellur i ró aftur. Mikilvægt atriði var, að þau börn, sem athuguð voru i móður- kviði voru einnig rannsökuð eftir fæðingu. Það sýndi sig, að börn, sem höfðu búið við mikla spennu i móðurkviði, vógu i flestum tilfell- um minna i hlutfalli við lengd en önnur börn. Einnig voru þau óró- legri og ergilegr.i eftir fæðingu og höfðu tilhneigingu til að vera með spennta vöðva. Þau áttu lika i erfiðleikum með að melta fæðu og voru sérstaklega viðkvæm gagn- vart móðurmjólkinni. Niðurstaða Lesters Sontags er sú, að barn sem er órólegt i móðurkviði og sem er eftir fæðingu órólegt og ergilegt, sé raunverulega tauga- veiklað, þegar það fæðist, sem er afleiðing af óheppilegu umhverfi á fósturskeiði. — Munuáhrif af óheppilegu um- hverfi á fósturskeiði vara til fullorðinsáranna? Það eru mjög margir þættir sem ákvarða þroskann. Umhverfið, sem barniö fæðist i — vist. umhverfi getur eytt þessum óheppilegu áhrifum frá fóstur- skeiði, meðan aðrar aðstæður auka þau. Áhrif fósturskeiðsins erueinnaf mörgum þáttum, sem við höfum veitt of litla athygli hingað til. — Fara allar konur sem eru ófriskar úr jafnvægi tilfinninga- lega? — Flestar, en þó i mismunandi miklum mæli. Ég held, að þessi ókunnugleiki sem svo margir finna til i okkar nútima samfélagi, meðal annars vegna þessa mikla hraða og spennu, sem skapast i borgum — geti átt sinn þátt i að gera aðstöðu barns- hafandi konu á okkar timum erfiðari en hún var áður. Að vera t.d. aðfluttur til einhvers staðar getur verið ennþá erfiðara þegar maður er ófriskur, þvi að þá er meiri þörf en ella fyrir samband við annað fólk. — Það er þvi ekki aðeins mikilvægt fyrir móðurina að hún sé ánægð og henni finnist hún örugg, heldur einnig barnið? — Það er eins og ég sagði áðan margir þættir sem ákvarða þroska barnsins. Og það er Laust starf RafmagnsveitaReykjavikur óskar eftir að ráða starfsmann i innheimtudeild, til lokunaraðgerða (lokunarmann). Umsækjendur þurfa að hafa bifreið til umráða. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar i skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnar- húsinu, 4. hæð. 1» ^ RAFMAGNS t \ 1VEITA ^ 1 REYKJAVlKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.