Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 37

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 37
Sunnudagur 10. febrúar 1974. TÍMINN 37 l HVERNIG ÉG KLÚÐRAÐI KONUNGLEGRI FRÉTT Blaðamaðurinn Jimmy Anderson (eitt sinn hjá ,,Daily AAail") segir í eftirfarandi frásögn, hvernig stórfrétt rann úr greipum hans þegar hann henti skítugum bréfsnepli og hvernig hann fékk annað tækifæri. Ég hellti næstum niður viskiinu minu. Þegar ég röaðist, þá var fyrsta hugsunin, að ég yrði að ná i „Mr. Fish”. Ég varð að komast að hver yrði svaramaður, hvert brúðkaupsferðinni yrði heitið o.s.frv. Einhvers staðar hlaut Mr. Fish að vera. Ég varð að finna hann. Las hann ennþá The Times? Ég auglýsti eftir Mr. Fish og •bað hann um að hafa samband við mig og gaf upp skrifstofunúmerið mitt. Næsti dagur leið i eftirvænt- ingu, en það var ekki fyrr en morguninn eftir, að rödd i einka- simanum minum sagði: „Fish hér”. Ég gat tæplega trúað min- um eigin eyrum. „Mr. Fish, Anderson fréttastjóri hér Segðu ekkert nema hvar við getum hitzt”. „Eftir hádegi á sunnudag, Trafaigar Square. Ég verð með rós i hnappagatinu”, ságði.hann. Hvar hann gæti fengið rós á sunnudegi i febrúar gat ég ekki imyndað mér. Ég reyndi að vera fyndinn og sagði: „Allt i lagi. Þú ættir eiginlega heldur að hafa Margréti prinsessu meðferðis”. Hann hló og lagði tólið á. Það er ekki erfitt að finna mann með rós i hnappagatinu á Trafal- gar Square á rökum febrúar- sunnudegi. Ég sá hann um leið og ég steig út úr leigubilnum. Hann stóð þarna vel klæddur með hatt á höfði. Hann leit út fyr- ir að vera ungur, en það getur hafa verið blekking, þvi að hann var sú manngerð, sem er eins og unglingur fram á miðjan aldur. „Mr. Fish geri ég ráð fyrir”, sagði ég og reyndi að vera spaug- samur. „Já”, svaraði hann. „Hversu mikils virði er þetta?” „Við sjáum til” svaraði ég. „Við skulum sjá hvað þú hefur i poka- horninu, áður en við gerum upp”. Við gengum á næstu krá og hann sagði mér sitt rétta nafn , sem kom mér mjög á óvart. Hann sagði mér allt sem ég vildi vita, svaramenn, brúð- kaupsterð og hverjar yrðu brúðarmeyjar. Hann gaf mér upp alla söguna, eða a.m.k. nóg til að lækna sært stolt mitt. Ég borgaði honum 100 pund, sem ég hafði tekið úr pen- ingaskáp blaðsins. Þegar ég kom aftur á skrifstofu mina, skrifaði ég upp það sem hann sagði mér. Daginn, sem Margrét prinsessa giftist, var ég of önnum kafin til að horfa á sjónvarpið, enda þurfti ég þess ekki, þvi að ég vissi þetta allt fyrirfram. PÓSTSTIMPILLINN sýndi, að bréfið var póstlagt i skuggalegu hverfi i austurhluta London. Bréfsefnið var kámugt og rifið. Orðin voru illa skrifuð með prentstöfum, eins og barn hefði skrifað! Tvö orð voru vitlaust stafsett. Innihald snepilsins var eftirfarandi: TIL FRÉTTASTJÓRA DAILY MAIL. MARGARET PRIN- SESSA ÆTLAR AÐ GIFTAST TONY ARMSTRONG-JONES. NANARI FRÉTTIR SIÐAR. AUGLÝSTU I PERSÓNULEG- UM DALKI TIMES, ASAMT SIMANÚMERI. MR. FISH. Þetta gerðist I janúar 1960. Dagurinn hafði verið erfiður og mig þyrsti eftir hressingu i næstu krá. Ég athugaði bréfið og hugs- aði: Hver i ósköpunum er Arm- strong-Jones? Einhver ljósmynd- ari? Margrét prinsessa hafðí ver- ið bendluð við næstum hvern frambærilegan mann i sinni eigin stétt. En Armstrong-Jones! Prin- sessa að giftast ljósmyndara... Gott efni, ef eitthvað væri til i þvi. Ég fór til ritstjórans. Hann yppti öxlum yfir bréfinu og bauð mér drykk, sem ég reyndar þáði ekki, vegna stefnumóts á kránni. Um leið og ég gekk út úr skrifstof- unni, henti ég bréfinu i rusla- körfuna. Ég var slappur, þegar ég kom heim um kvöldið. Það reyndist vera inflúenza og ég var rúmfast- ur nokkra daga. Kvöld nokkurt var ég að hlusta á fréttirnar. Þulurinn sagði: „Rétt i þessu var að berast tilkynning frá Bucking- ham höll, að Margrét prinsessa ætlar að giftast Mr. Anthony Armstrong-Jones.... yrstir a morgnana OFIÐ LAUGAIIDAGA KLUKKAN 9-12 KONl HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. rr* i ARMULA 7 - SIMI 84450 Ég vissi að „Mr. Fish” var þar klæddur sinum beztu fötum og sat i einu af sætunum, sem voru ætluð þeim tignustu, sannfærður um að leyndarmál hans væri vel geymt hjá mér. (Þýtt og endursagt gbk) Prinsessan og Ijósmyndarinn. Fyrsta mync in, sem tekin var af þeim opinberlego. HIRB-FOCO Meistari í þungavigt Hiab-Foco kraninn er byggöur rneð þekkingu og reynslu tveggja stórvirkustu kranafyrirtækja Svíþjóöar. Enda eru Hiab-Foco kranar vafalaust meö þeim traust- ustu sem völ er á. Lyftigeta: 0-5 tonn. Armlengdir frá 1,7m til 8,95m. Hiab-Foco er staðsettur fyrir miöjum palli. Þunginn hvílir á miöri grind, en armlengdin er hin sama beggja vegna bílsins. Stjórntækin eru beggja megin. Snúningsgeta Hiab-Foco er 360 gráöur. Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta. SUÐURLANDSBRAUT 16. SIMI 35200 í 4 0 argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.