Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 27

Tíminn - 10.02.1974, Blaðsíða 27
Sunnudagur 10. febrúar 1974. TÍMINN 27 þjappað geta þessum leikmönn- um saman i eina heild — efla fé- lagsanda. Ég hef talið það heppilegast, ef unnt er að fá einn mann, „lands- liðseinvald”, til að bera ábyrgð á vali og þjálfun landsliðsins. En ýmsir aðrir möguleikar koma og til greina, sem ég er enn með i at- hugum. Allt mun þetta skýrast, þegar ljóst er, hvaða landsleikir fara fram i ár. Ekki ætti íþróttahreyfingin að tapa á því. — Hætt hefur verið um, að si- fcllt gerist algengara, að stjórn- máiamcnn gegni forustuhlut- verkum hjá iþróttahreyfingunni. Er þetta óæskileg þróun? Þvi ætti það að vera óæskileg þróun? Getur iþróttahreyfingin tapað á þvi að eiga áhrifamenn i stjórnmálaflokkunum? Forystu- menn úr iþróttahreyfingunni hafa löngum átt sæti i borgarstjórn Reykjavikur, og ég held,að reyk- visk iþróttafélög og hreyfingin i heild hafi vissulega notið þeirra áhrifa en ekki goldið. Auðvitað er óæskilegt, ef menn blanda saman iþróttum og flokkapólitik, en ég þekki ekkert dæmi þess, að menn hafi látið pólitiskar skoðanir sinar hafa áhrif á störf sin fyrir iþrótta- hreyfinguna. I öllu félagsstarfi, hvort heldur það lýtur að menningu, liknar- málum, stéttarmálum eða iþrótt um, veljast þeir menn til forystu, sem sýnt hafa dugnað og áhuga. Stjórnmálaflokkarnir hafa löng um sótzt eftir slikum mönnum til trúnaðar og fulltingis, og ég tel það á engan hátt óeðlilegt, eða óæskilegt. Skemmtilegasta verkefnið Eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni þessa árs er undirbún- ingur og þátttaka unglingalands- liðsins i úrslitum Evrópukeppn- innar i mai i vor. Sá undirbúning- ur er þegar hafinn af fullum krafti, piltarnir æfa fjórum sinn- um i viku, og ráðgerð er sérstök keppnisför utan um páskana. Unglinganefndin, Árni Agústs- son, Gunnar Pétursson og Albert Eymundsson, er mjög áhugasöm um að vel takist til i þessari keppni, og stjórn KSl telur það sjálfsagt mál að gera allt, sem i hennar valdi stendur til að greiða fyrir góðum undirbúningi. Þvi verður og að treysta, að fé- lögin hafi góðan skilning á undir- búningi unglingalandsliðs, þvi það er sameiginleg viðurkenning „Heimaleikir” landsliösins verða hér eftir ekki seldir úr landi. Þessi mynd er frá landsleik við Austur-Þjóðverja á Laugardalsvellinum. til þeirra allra, ef góður árangur næst. Vissa undir- stöðu vantar — Hvar eru helztu framtiðar- vcrkefni KSÍ? Helztu framtiðarverkefni KSÍ lúta að minu viti að unglinga- þjálfun og unglingastarfi. Knatt- spyrna er iþrótt æskunnar, og það sjónarmið má aldrei gleymast i kapphlaupinu um verðlaun og meistaratitla. í fyrsta lagi þurf- um við að veita fleiri unglingum aðstöðu til' að stunda iþróttina, ekki aðeins i þéttbýli, heldur um land allt. Það þarf að gera með bættum aðbúnaði, völlum, kennslu i skólum, fræðslu og áróðri fyrir gildi iþróttarinnar. En ekki siður þarf að bæta sjálfa þjálfunina, menntun þjálfaranna og æfingarnar sem slikar. Okkar unglingar hafa sömu hæfileika og unglingar annars staðar, þeir Ein af breytingunum, sem fylgja Ikjölfar formannsskipta, er sú, að vetraræfingar landsliðsins verða að mestu lagðar niður. [ V 1 Núverandi stjórn KSt. Fremri röö frá vinstri: Jón Magnússon, Ellert B. Schram og Friöjón Friðjóns- son. Aftari röð: Páll Bjarnason, Bjarni Felixson, Jens Sumarliðason og Axel Kristjánsson. hafa þrótt og likamsþroska á við hvern sem er. En einhvern veginn vantar viss undirstöðuatriði i þjálfunina, sem sjálfsagt stafar af þvi, aö oftast fást við unglinga- þjálfun menn, sem þau störf taka að sér nneira af vilja en mætti. Nú, þegar erlendir þjálfarar streyma til landsins, myndast skilyrði til þess að færa sér þekk- ingu þeirra og þjálfunaraðferðir i nyt. Með auknum fjárráðum fé- laganna eru meiri likur á þvi, að þau geti ráðið til sin menntaða þjálfara og greitt að sama skapi. Menntun þjálfara fæst hins vegar ekki með einstaka nám- skeiðum, heldur með námi og reynslu, og i þvi sambandi verð- um við að lita til íþróttakennara- skólans. f þeim skóla má ekki einasta mennta fólk til iþróttakennslu i skólum, heldur til sérhæfðrar þjálfunar hjá iþróttahreyfing- unni, þ.á.m. knattspyrnu. Þau mál þurfum við nú að skoða betur, og það er eitt stærsta verkefni KSI. Tilboð óskast í Datzun 220, árgerð 1973 i núverandi ástandi eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis i bifreiðaverkstæðinu Armi, Skeifunni 5, Reykjavik, á morgun (mánudag) frá kl. 10 til Í7. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, tjónadeild fyrir hádegi á þriðjudag 12. febrúar 1974. Knattspyrnudómara- nómskeið hefst mánudaginn 1. febrúar kl. 20. i Vals- heimilinu Stjórn K.D.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.