Tíminn - 30.06.1974, Side 15
Sunnudagur 30. júni 1974.
TÍMINN
15
Aukin áhrif
kirkjunnar í
stjórnmálum?
HP.—Reykjavik. — A hinni ár-
legu prestastefnu, sem nú er
haldin i Reykjavlk, hafa orðið
miklar og málefnalegar umræður
um stöðu kirkjunnar i nútima-
samfélagi. Eru umræðurnar að
mörgu leyti með öðrum blæ, en
áður hefur verið, þar eð þær snú-
ast mikið til um óánægju presta
með afgreiðslu stjórnvalda yfir-
leitt á málefnum kirkjunnar og
aukinn áhuga hinna lærðu á bein-
um stjórnmálalegum afskiptum i
þágu sóknarbarna sinna. Var all-
mikill hugur I þeim prestum, er
við höfðum tal af, enda þótt megi
búast við, að þeir taki til við að
negia upp yfirlýsingar á
kirkjuhurðir, eins og Lúter gerði
1517.
Sr. Gunnar Björnsson i
Bolungavik, er einn af riturum
prestastefnunnar og hann stóð
fyrir þeirri nýbreytni, ásamt öðr-
um ungum presti, Guðjóni Guð-
jónssyni æskulýðsfulltrúa, að þeir
léku á orgel og pianó við opnunar-
athöfn prestastefnunnar.
Kvað hann það rétt vera, að
áhugi á beinum stjórnmálalegum
afskiptum hefði aukizt til muna
hjá stórum hópi presta. í annarri
af tveimur framsöguræðum sem
haldnar hefðu verið um umræðu-
efni prestastefnunnar, Kirkjan og
samfélagið”, hefði t.d. réttilega
komið fram, að það væri rétt
þjónusta við guð, að prestar lið-
sinntu sóknarbörnum sinum á
sem margvislegastan hátt, og þá
einnig með afskiptum af
stjórnmálum, til þess að geta haft
áhrif á lausn þeirra félagslegu
vandamála er hinn almenni sam-
félagsþegn ætti við að glíma.
Starf kirkjunnar væri mikið fal-
ið I trúboði, ekki aðeins meðal
ókristinna þjóða, heldur einnig I
þeim þjóðfélögum, er kristin
teldust, en það væri einlægur
áhugi margra presta að hjálpa
meðborgurum sinum með þeim
tiltæku meðulum sem nútima-
þjóðfélag býður upp á, þ.e. að
komast á þing og eiga sæti I
bæjarstjórnum o.s.frv. sagði sr.
Gunnar Björnsson að lokum.
Sr. Ingólfur Guðmundsson
lektor við Kennarahásk. lagði
áherzlu á, að ekki væri verið að
fjalla um nein einstök málefni
kirkjunnar, heldur væri verið að
kanna og ræða skipulagsmál
hennar, sem raunar væri fram-
hald af umræðum sem átt hefðu
sér stað fyrir 2 árum.
Þvi væri ekki að neita að prest-
ar væru afskaplega óánægðir með
afgreiðslu þá, er ýmis frumvörp
um kirkjuleg malefni hefðu feng-
ið á Alþingi, og væri raunar
óskiljanlegt það tómlæti, er þing-
menn hefðu sýnt þeim. Nægði þar
aö nefna frumvarpið um veitingu
prestakalla, sem þingið hefði lát-
ið óhreyft þrátt fyrir að fjallað
heföi verið um það tvisvar heima
i héraði og gerðar á þvi breyting-
ar, og einnig á kirkjuþingi þrjú ár
I röð.
Mætti fast að þvi segja, að veg-
ið hefði verið að kirkjunni, með
þeirri afgreiðslu, er frumvarpið
hlaut.
Ingólfur vildi þó undirstrika
mjög ánægjulega samvinnu við
fjármálayfirvöld, bæði ráðherra
og aðra I fjármálaráðuneytinu,
sem með sinni meðhöndlun á
kjaramálum prestastéttarinnar
heföu I verki sýnt jákvætt mat á
starfi og gildi kirkjunnar.
Ekki taldi Ingólfur að raun-
verulegar umræður um fóstur-
eyöingar yrði að ræða á þessari
prestastefnu. Kirkjan hefði nú
þegarljósa og afmarkaða stefnu I
máli þessu, sem væri meira en
segja mætti um flesta stjórn-
máíaflokkana. Taldi hann
hörmulegt, ef þeir hyrfu allir frá
hinu kristna verðmætamati I líf-
Sr. Lárus
Halldórsson:
...„kirkjan mæti
fólkinu á
miðri leið"...
Hallgrimsminning I skipi Hallgrimskirkju á Skólavörðuholti á fimmtudaginn
Sr. Gunnar
Björnsson:
...„presta
á Alþingi og
í bæjarstjórnir''...
inu, og benti á ræðu þá er Tord
Godal biskup frá Þrándheimi
hefði flutt fyrr um daginn, þar
sem hann hefði sagt það viðtekna
skoðun i mörgum þjóðfélögum, að
þeir einir hefðu lif, er hæfir væru
til framleiðslustarfa.
Sr. Lárus Halldórsson, sóknar-
prestur i Breiðholti, kvað það
augljóst að islenzka kirkjan væri
sennilega næst þvi að vera þjóð-
kirkja i eiginlegri merkingu þess
orös, ef gerður væri samanburð-
ur við önnur Norðurlönd. Þó væri
það einkennilegt, hvað hún væri
áhrifalitil innan þjóðmála, og
sennilega væri þar um að kenna
eldgömlum skipulagsákvæðum,
sem hún starfaði eftir.
Engir möguleikar væru á þvi að
flytja presta eða aðra starfs-
menn um landið, þar sem þeirra
væri þörf i það og það skiptið, og
eiginlega mætti segja, að starf
prestsins væri umvafið einhverri
sögulegri rómantik sveitaprests-
ins fyrir hundrað árum. Þessu
yrði að breyta, — færa starf
prestsins inn á meðal fólksins, en
ekki einangra hann frá söfnuðin-
um. Þjóöfélagið hefði breytt mik-
ið um svið á siðustu árum, og
kirkjan yrði að mæta fólkinu á
þeim grundvelli, er það stæði á.
Sr. Ingólfur
Guðmundsson:
...„ánægðir með
samstarf við fjár-
málaráðuneytið"...
Spor í rétta átt,
og sigurspor
að auk
staöa islenzka dansfólksins á
þannig bæði sinar björtu hliðar
og dökku. Mjög saknaði ég
Nönnu ólafsdóttur, sem stóð sig
með svo eftirminnilegri prýði á
sýningu flokksins á frumsýning-
unni i Félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi I fyrra.
Að minu viti eru dansar Alans
Carters bæði langdregnir og
torskildir i senn, þótt þar bregði
fyrir ljósum blettum og at-
hyglisverðum. Má vera að ein-
hverjir geti glöggvað sig betur á
efni Höfuðskepnanna og at-
burðarás með þvi að lesa kafla
úr eftirfarandi skýringu i leik-
skránni: „Ballett þessi er sam-
settur af dansatriðum sem leit-
uðu á hug minn við ihugun
„höfuðskepnanna”. Hver þeirra
um sig vekur mér I huga grúa
hugmynda, sinna úr hverri átt-
inni: úr goðsögnum, árstiðum,
mannheimum, dýrheimum,
plönturikinu, að lit, lögun,
hreyfingu, ljósmagni, að yfir-
boröi, framsetningu, titringi,
þunga, hitastigi, dansdeildir,
dansspor danshópa; breytilega
endurtekningu, danssvip, hátt-
bundið ris og fall, timalengdir,
áherslur o.s.frv.
Tilteknum hugmyndum er
skipað niður og þær tengdar, i
hug minum, tiltekinni ,,höfuö-
skepnu” og tiltekinni framsetn-
ingu — i samsetning er tákni þá
„höfuðskepnu”. Ég er hugfang-
inn af sköpulagi þessa samsetn-
ings. Þetta er minn hugsunar-
háttur: ég hugsa mér tiltekna
persónu I runu sýnilegra,
áþreifanlegra, munnlegra, vit-
rænna — o.s.frv. mynda”, en sá,
sem þetta ritar fyllir áreiðan-
lega ekki þann hóp.
Þótt finna megi ýmsa góða
bjóra I Höfuðskepnunum og Til-
brigðunum, þykir mér listdans-
ar þessir ekki bera jafnmiklum
frumleika og frjóu imyndunar-
afli vitni eins og Sköpunin og
Boðorðin tiu, sem Alan Carter
frumsýndi i fyrra. Þótt Júlia
Claire gerir hlutverkum sinum
hér allþokkalegustu skil tekst
henni að minni hyggju samt
ekki eins vel upp og hún gerði á
frumsýningu flokksins á Sel-
tjarnarnesi. I framhaldi af
þessu er rétt að geta þess, að
ungir og glæsilegir fulltrúar Is-
lenzka dansflokksins lofa góðu,
já, mjög góðu.
Hvort sem litið er á Dag einn
eftir G. Veredon við tónlist eftir
Brahms eða atriði úr Rómeo og
Júliu eftir sama dansahöfund
við tónlist eftir Brahms eða atr-
iði úr Rómeo og Júliu eftir sama
dansahöfund við tónlist eftir
Berlioz ber ekki á öðru en túlkun
Sveinbjargar Alexanders ljómi
með klassisku yfirbragði og fá-
gætri reisn. Þessi fagurlimaða
listakona hefur átt viljaþrek,
staðfestu og þolgæði til að aga
sjálfa sig og hagnýta sér til hlit-
ar tilsögn færustu kennara. Hún
sameinar fjaðurmýkt og leikni,
persónutöfra og blæbrigðarika
túlkunarhæfileika. Ég fylgdist
með hverju spori hennar og
hreyfingu með vaxandi hrifn-
ingu dansinn á enda og svo
munu eflaust fleiri hafa gert.
Sveinbjörgu virðist hvergi
skeika, enda gerir hún flest ef
ekki allt með goðborinni ró og
stilfestu. Hún stigur sannkölluð
sigurspor á sviði Þjóðleikhúss-
ins. Wolfgang Kegler reyndist
henni verðug stoð og stytta.
Veredon býr og yfir ótviræðum
hæfileikum sem dansahöfundur.
Þeir aðilar, sem buðu Svein-
björgu Alexanders til Lista-
hátiöar, vissu sannarlega hvað
þeir voru að gera og eiga þeir
þvi riflegar þakkir skildar.
R-vik 23. júni ’74
Halldór Þorsteinsson
Ballettsýning
íslenzki dansflokkurinn
Stjórnandi: Alan Carter
ásamt
Sveinbjörgu Alexanders
°9
Wolfgang Kegler