Tíminn - 06.10.1974, Page 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 6. október 1974.
Ung
f jallgöngukona
til Sovétríkjanna
Þessi stúlka heitir Anja Vögel
og er 28 ára gömul. Hún er frá
Murnau i Þýzkalandi og er i
hópi fjallgöngumanna, sem
boðið hefur verið til Sovét-
rikjanna til þess að ganga þar á
fjöll. Ferðinni er heitið til
Mið-Asiu, og tindurinn, sem
boðið hefur verið upp á að reyna
við, nefnist Lenin-tindur og er
7134 metrar á hæð. Einnig
verður gengið á Razdelnaya-
tind, en hann er 6146 metrar á
hæð. Til samanburðar má geta
þess, að Everest er 8848 m. 1
myndatextanum, sem þessari
mynd fylgdi, segir, að Anja sé
meðal færustu fjallgöngumanna
i Þýzkalandi, og hefur hún
meðal annars borið sigur úr
býtum i f jallgöngukeppni.
Reiknað er með að boðið verði
fjallgöngumönnum frá fimmtán
þjóðum til fjallgöngu þessarar i
Sovétríkjunum, og verða þeir
þarna allir samtimis, og taka
þátt i ýmsum þolraunum.
★
Glæsileg hengibrú
Venjulega fer engum sögum af
þvi, hverjir teiknað hafa brýr
þær, sem byggðar eru hér og
hvar i heiminum, enda eru
flestar þeirra ekki taldar nein
sérstök listaverk. Brúin, sem
þessi mynd er af, mun þó vera i
sérflokki, eða að minnsta kosti
finnst þeim það, sem vit eiga að
hafa á brúarsmiði. Þess vegna
hefur verið sagt frá þvi hver
höfundur brúarinnar er, ef nota
má það orðalag. Sá heitir Fritz
Leonhardt og er sextiu og fimm
ára gamall. Hann mun vel
þekktur i sinu heimalandi,
Þýzkalandi, fyrir allar þær
fallegu brýr, sem hann hefur
teiknað um ævina. Hann hefur
.lagt mikið á sig til að sameina
sterklega byggingu og fallegt
útlit i brúarsmiðinni, og virðist
hafa tekizt það mjög vel i þetta
sinn, en brúin, sem þessi mynd
er af, er i Köln. Leonhardt hefur
Óvenjulegar
Ijósmyndir
a syningu
Kunstverein nefnist ljósmynda-
sýning, sem er nú haldin i þriðja
sinn i Þýzkalandi. Þarna sýna
fjölmargir þekktir ljós-
myndarar, sem hafa gaman af
að reyna eitthvað nýtt i mynda-
gerð sinni. Þessi mynd er meðal
þeirra, sem á þessari sýningu
eru, og er hún eftir Herbert
Bayer, sem fæddur er i Austur-
riki, en fluttist fyrir alllöngu til
Bandarikjanna, og er búsettur
þar.
lengi unnið við brúarteikningar.
Hann var til dæmis valinn til
þess að stjórna teiknivinnu,
þegar teiknuð var og smiðuð brú
yfir Rin i nánd við Roden-
kirchen, skammt sunnan við
Köln, árið 1938. Brúarhafið þar
er 376 metrar að lengd og var
þetta lengsta brú i Evrópu á
sinum tima.
DENNI
DÆMALAUSI
„Margrét segir að þú sért jarð-
bundin. Hvað þýðir það.”? „Það
þýðir að sumar okkar hafa það og
suraar hafa það ekki.”