Tíminn - 06.10.1974, Qupperneq 7
Sunnudagur 6. október 1974.
TÍMINN
7
Trumbudans I Kúlusúk. A þessari þriggja ára gömlu mynd eru Grænlendingar aö skemmta feröamönnum. Meö ferðamönnum hafa
Grænlendingar kynnzt ýmsum lifsgæöum, sem þeir vilja njóta meira af, og fara þvi gjarna til Danmerkur, upp á von og óvon.
Hvernig vegnar Græn-
lendingum í Danmörku?
Æ fleiri Grænlendingar
fara til Danmerkur til að j
ganga i skóla, afla sér
sérmenntunar, eða til að
setjast þar að. Stofnun á
vegum danska rikisins
hefur gert viðtæka at-
hugun á þvi, hvernig er
að vera Grænlendingur i
Danmörku, og sent frá
sér mikla skýrslu um
málið. Nú er eftir að
vita, hvort upp-
lýsingarnar og til-
lögurnar verða notaðar.
MEIRA en 15% af Grænlending-
um, 14 ára og eldri, eru i Dan-
mörku, og þeim fjölgar stöðugt,
sem þangaðleita. Flestir koma til
að mennta sig eða setjast að.
Danska rikið lagði fram hálfa
milljón danskra króna til að kosta
rannsókn á, hvernig Græn-
lendingum vegnar i Danmörku.
Pia Barfod, fulltrúi i Græn-
landsmálaráðuneytinu, fékk leyfi
frá störfum til að stunda þessar
athuganir i samvinnu við sálfræð-
ing og félagsfræðing. Rannsóknin
fór fram árin 1971 og 1972, þegar
um það bil 3500 Grænlendingar
voru i Danmörku. Af þeim voru
186 námsmenn og 27, sem búa að
staðaldri i Danmörku, spurðir.
Þaö voru Grænlendingar sem
spurðu. Skýrsla ein mikil með
niðurstöðunum er nýlega komin
út.
Nú er spurt, hvað gert verði við
þann aragrúa upplýsinga, sem i
skýrslunni er að finna. Verður
þetta mikla verk lesið, og verða
tillögurnar til úrbóta notaðar til
að bæta úr?
Rannsóknin leiddi i ljós, að
mörgum Grænlendingum vegnar
vel i Danmörku, en aðrir geta
ekki bjargað sér. Margir Græn-
lendingar eru einmana i Dan-
mörku og hafa oft ekki næga
þekkingu á danskri tungu eða
dönsku þjóðfélagsskipulagi og
verða ruglaðir af allri skrif-
finnskunni. Oft þjást þeir af
öryggisleysi, vegna þess að þeir
lita öðruvisi út en fjöldinn.
Tekið er fram i skýrslunni, að
ekki sé unnt að segja nákvæm-
lega, hversu margir Græn-
lendingar i Danmörku eiga i
vandræðum. Til dæmis reyndist
erfitt að ná til þeirra, sem bjuggu
I Christianiu, svo og sjúklinga. Þá
er ekki unnt að segja um,hve
margir nota áfengi i óhófi, eða
flknilyf, en þó gefur skýrslan gott
yfirlit yfir vandamálin.
Straumurinn
Rannsóknin beinist eingöngu að
skoöunum Grænlendinganna
sjálfra á stöðu sinni, en þeir eru
ekki spurðir beinna, afgerandi
spurninga, svo sem: Hvort er
betra fyrir Grænlendinga að vera
heima eða koma til Danmerkur?
En hvað sem hver segir, mun
straumur Grænlendinga til Dan-
merkur halda áfram á komandi
árum. Ýmsar munaðarvörur
hafa flutzt til Grænlands undan-
farinn aldarfjórðung, og þær
freistá Grænlendinga til að fara
til Danmerkur og njóta fleiri af
gæðum lifsins. Þeim fjölgar, sem
fara frá Danmörku til Grænlends
til starfa, og grænlenzkar konur
koma gjarna með dönskum karl-
mönnum heim aftur. Fleiri Græn-
lendingar tala nú dönsku en áður,
eftir að dönskukennsla þar hefur
veriö aukin, og það á sinn þátt i
ákvöröunum margra um að fara.
Þá fara margir i atvinnuleit, þvi
erfitt er að fá góða vinnu i Græn-
landi.
Betra eða verra?
Árið 1847 skrifaði trúboði einn
um Grænlendinga, sem komu til
Danmerkur, að ef þeir færu ekki
beinlinis i hundana, þá yrðu þeir
svo finir með sig, að þeir gleymdu
sinum fyrri lifnaðarháttum og
gætu ekki lagað sig að þeim á ný
heima i Grænlandi. — Og danskir
geta þeir heldur ekki orðið, og
lenda þvi á eins konar millibili og
geta ekki haft nein áhrif á landa
sina.
Ot frá allt öðru sjónarmiði telja
margir ungir Grænlendingar nú,
að menntun i Danmörku geti
beinlinis verið skaðleg. Unga
fólkiö hefur gert sér grein fyrir
verðmætum lifsins á Grænlandi
og vill ekki, að menning þess viki
fyrir dönskum siðum og venjum.
Það sér lika, að mikið af þeirri
menntun, sem fengin er i Dan-
mörku, er ekki nothæf á Græn-
landi.
Börnin
Rannsóknin á högum ungra
Grænlendinga, sem gengu i skóla
I Danmörku, leiddi i ljós, að var-
lega þarf að fara i þær sakir að
senda alla unga Grænlendinga
þangað til náms. Að visu vilja
þeir það flestir, en eftir nokkra
mánuði segja þeir samt, að þeir
hefðu heldur viljað fá þessa
menntun heima i Grænlandi.
Einn af agnúunum á þvi er sá,
að margir Grænlendingar hafa
alltof litla skólaþekkingu. Það er
með naumindum, að skólakerfið i
Grænlandi hefur getað haldizt i
hendur við fjölgun barnanna, og
siðan 1964 hefur það orðið venja
að senda talsverðan hluta græn-
lenskra barna á eftirskóla i Dan-
mörku. Undanfarin ár hafa komið
allt aö 500 börn á ári. Einnig hafa
komið yngri börn, sem ekki hafa
lokið grænlenzku barnaskóla-
námi, til að læra málið og kynnast
dönskum siðum. Þá hafa verið
settir upp sérskólar fyrir Græn-
lendinga, til dæmis heimavistar-
verzlunarskóli, sjómannaskóli og
verknámsskóli i ýmsum hagnýt-
um greinum. Grænlenzkar konur
hafa komið og lært framreiðslu,
matseld og hannyrðir, en ýmsar
kennslugreinar lögðust niður
fljótlega, þegar i ljós kom, að
engin not voru fyrir lærdóminn i
Grænlandi.
Kjörin
Af þeim 15 stúdentum, sem
fengið hafa námsstyrki frá Græn-
landsmálaráðuneytinu til há-
skólanáms, hafa aðeins örfáir
lokið námi. Nokkrir eru enn við
nám, en hafa þurft allmiklu
lengri tima en venjulegt er. Af-
gangurinn hefur ýmist hætt námi,
eöa farið i annað léttara nám.
Grænlendingar, sem gifzt hafa
Dönum og setzt að I Danmörku
hafa yfirleitt góða aðstöðu, bæöi
fjárhagslega og félagslega, miö-
að við miðstéttina.
Of litil vitneskja
Mörg hjónabönd fara út um
þúfur, en önnur ganga vel. Gift
grænlenzk kona i Danmörku er
ánægðust, ef hún vinnur utan
heimilis. En Grænlendingur, sem
kemur i ævintýraleit upp á eigin
spýtur, á yfirleitt mjög erfitt með
að koma undir sig fótunum.
Helmingur þeirra, sem rætt var
viö og komu á vegum ráðuneytis-
ins til náms, sagði, að þeir hefðu
fengið alltof litlar upplýsingar
fyrirfram. Aður en farið var frá
Grænlandi, fékk aðeins fjórði
hlutinn að vita, I hvaöa skóla þeir
ættu að vera i Danmörku. Flestir
segjast ekki hafa vitað það fyrr
en i bilnum á leið til skólans, og
sumir jafnvel ekki fyrr en komiö
var á áfangastað. Aðeins fjóröi
hlutinn fékk bækling fyrir Græn-
lendinga i Danmörku, sem Græn-
landsmálaráðuneytið gefur út.
Móttökurnar hafa verið ærið
misjafnar. Sumir eru ánægðir, en
þannig var tekið á móti nokkrum
á Grænlendingaheimilinu: — Hér
eru rúmföt og þarna er herbergi,
og hvað heitir þú? Ekkert meira.
,, Bara Grænlendingur’’
Tæplega helmingur spuröra
taldi Dani hafa jákvæða afstöðu
til Grænlendinga. Flestum er
Grænlendingum illa við að Danir
sýni þeim yfirdrifna tillitssemi og
umburðarlyndi. Einn segir:
Framhald á bls. 36
Grtenlenzk bttrn I Kúlúsúk fyrir tlu árum.