Tíminn - 06.10.1974, Side 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 6. október 1974.
Jarðfræði —
Heilbrigðisfræði
Jarðfræði er kennd á þriðjudögum kl. 7.30
i Laugalækjarskóla.
Heilbrigðisfræði á miðvikudögum kl. 8 i
Lindargötu skóla.
Þátttakendur geta innritað sig við upphaf
kennslustunda þessa viku.
ltiaKita.
RAFMAGNS HAND $ ' l! % Mdl '*S
fræsarar "N
fy rirligg jandi
ö ÞORHFl I ■ REYKJAVIK SKÓIAVORÐUSTIG 25 1 ív
<3* SÍMASKRÁ
•+ FLUGLEIÐA
Þann 1. október urðu tilfærslur
á símanúmerum hinna ýmsu
deilda Flugleiða h.f.
Framvegis munu símanúmerin
verða þessi:
20200 Aðalskrifstofa Reykjavikur-
flugvelli — samband við:
Forstjóra
Aðalbókhald
Fjármáladeild
Flugdeild
FI ug rekstra rst jórn
Flugstöðvarstjórn
Skrifstof ustjórn
Starfsmannahald
Stjórnunardeild
Tekjubókhald
Tölvudeild
Viðgerða- og verkfræðistjórn
25100 Farskrárdeild — beint samband:
26622 Skrifstofur í Bændahöll — samband við: Innkaupadeild Kynningardeild Markaðsdeild Söluskrifstofu Lækjargötu 2
16600 Innanlandsflug Reykjavíkur — f lugvelli: Afgreiðsla og skrifstofur
22333 Flugafgreiðsla Keflavíkur- flugvelli: Upplýsingar um ferðir f lugvéla
21190 21188 Bílaleiga Loftleiða
22322 Hótel Loftleiðir
82200 Hótel Esja
21816 Flugfrakt Sölvhólsgötu — beinn simi
37444 Flugfrakt Klettagörðum — beinn sími
Flugleiðir
SAFALARÆKT
ARIÐ 1928 var ákveöið að koma á
fót loðdýrarækt — safalarækt — i
Púshkinó, sem er ekki langt frá
Moskvu. Safali, refur og minkur
höfðu verið veiddir miskunnar-
laust i hundruð ára og voru komn-
ir að þvi að deyja út.
Ari siðar komu sjö safalalæður i
búið. bær voru langt frá þvi að
vera fallegar. Feldurinn var
sandlitur, stórir blettir á hálsin-
um og tennurnar voru gular og
slitnar. Það var skiljanlegt, þar
sem safalinn er sterkt og lævist
dýr og aðeins þau, sem eru gömul
eða veik, falla i gildru.
Hvernig átti aö fara með dýrin?
í hvernig „ibúðum” áttu þau að
búa? Hvað átti aö gefa þeim? Lif-
fræöi safalans haföi aldrei verið
athuguð. Ekkert haföi verið skrif-
aö um fjölgun safalans i búri.
Pjotr Manteifelj, prófessor og
veiðifræðingur, sem þá var for-
stjóri dýragarösins i Moskvu,
fékk fyrstu safalana til að fæða i
búri.
Arið 1931 fæddust fyrstu safala-
ungarnir i loðdýrabúinu. Árið
1935 var komið með nokkra villta
safala úr Bargúzinsk-þjóðgarðin-
um i loðdýrabúið. Þá hófst ræktun
svarts Púshkinó-safala.
Tryggja
bændur tryggja i 10 mánuði,
og þegar þeir fara að gefa af
heyinu lækkar vá-
tryggingarupphæðin um
u.þ.b. 10% á mánuði, og
gengur þannig út i núll, i lok
timabilsins.
Þess má geta, að Sam-
vinnutryggingar eru meö
sams konar fyrirkomulag og
Grétar lýsir hér að framan.
Ár eftir ár var unnið mikið starf
á sviði kynbóta. Það var valið úr,
unnið að kynblöndun, aftur valið
úr, og hver tilraun tók mörg ár.
Loks á fimmta tug aldarinnar
voru komnar fram arffræðilegar
linur, en samt var enn langt að
biða kynsins.
í fyrstu voru búrin sett upp úti i
skógi og dýrin alin á hnetum,
hunangi og lifandi fuglum. En
brátt uröu „ibúðirnar” minni og
fæöan fjölbreyttari. Auk kjöts
bættist á matseðilinn egg, mjólk
og vitamin. Rétt meðferð, grund-
völluð á visindalegum rannsókn-
um, jók viðkomuna og feldur dýr-
anna varð loönari og fallegri.
bað er ekki langt siðan rikis-
nefnd staðfesti hiö nýja kyr.
svartra Púshkinó-safala. Fjöru-
tiu ára starf hafði borið árangur.
Á heimsmarkaðnum er feldur
Púshkinó-safala dýrari en gull.
í skrifstofu loðdýrabúsins
hangir landakort af Sovétrikjun-
um, þarsem loðdýrabú eru merkt
Tneð hring. Hvergi hefur náðst
eins góður árangur og á Púsh-
kinó-búinu. Hvergi eru feldirnir
jafn litfagrir og loðnir og þar.
Það er ekki liðinn langur timi
siðan rannsóknastofan i safala-
rækt tók til starfa. Þar eru m.a.
geröar tilraunir með hraðari
þroska feldsins með þvi að stytta
dagsbirtuna. Venjulega tekur það
sjö og hálfan mánuö að fá falleg-
an safalafeld. En ef til vill er hægt
að stytta timann niður I sex mán-
uði, eða jafnvel fimm. Skinnið
þroskast venjulega á veturna,
þegar dagurinn er styttri. Þess
vegna vinna visindamenn að
rannsóknum á þeim áhrifum,
sem minni dagsbirta hefur á feld-
inn.
Þaö gengur samt ekki allt slétt
og fellt i starfinu á loðdýrabúinu.
T.d. hefur fæðuvandamálið enn
ekki verið leyst. Loðdýrin, rán-
dýrin, þurfa dýra fæðu, kjöt,
mjólk og vitamin, og uppihald
þeirra er mjög dýrt. En feldur
þeirra er metinn háu verði og gef-
ur af sér stöðugan gjaldeyri til
rikisins.
Samstarfið við þjóðgarðana er
ekki alltaf gott. Safalinn, sem lifir
frjáls i tægunni, og safalinn, sem
alizt hefur upp i búri, eru tveir
endar sameiginlegrar keðju, sem
ekki má slita. Báðir eru þeir ó-
metanleg gjöf náttúrunnar. I
náttúrunni býr villidýrið, hraust-
ara og gáfaðra, en alls ekki fall-
egra. Þess vegna verður villtur
safali að bæta kynið, sem alið er i
búrunum, en það má einnig bæta
hann. Hvers vegna ekki að sleppa
fallegustu dýrunum af Púsh-
kinó-kyninu til þess að kynbæta
Bargúzinsk-safalann, sem myndi
verða enn fegurri við það.
— Ég er að fara i uppskurð. Við
skulum ræða saman siðar, segir
yfirdýralæknirinn, Slúgin. Hann
þvær sér vandlega um hendurnar
og setur á sig gúmmihanzka.
— Er þetta alvarlegur upp-
skurður?
— Keisaraskurður.
Sjúklingurinn, pólartófa, liggur
á skurðarborðinu. Hún hefur ekki
getað fætt I tvo sólarhringa, og
skurölæknirinn verður að koma
til hjálpar.
Slúgin vinnur fagurlega og á-
kveðið.
— Taktu við honum. Og litill
yrðlingur liggur i lófa hans. Þeg-
ar allt er afstaðið, eru yrðlingarn-
ir vafðir i bómull. Ég sá þá næsta'
dag, og þá voru þeir farnir aö
drekka geitarmjólk úr pela.
Auk tiu þúsund safala eru aldir
upp 80 þúsund minkar i búinu og
sjö þúsund refir og jafnmargir
pólarrefir. Það, sem mig furðaði
Safali I búri i Pushkino loðdýraræktunarstööinni, sem er rikisrekin.