Tíminn - 06.10.1974, Side 19

Tíminn - 06.10.1974, Side 19
Sunnudagur 6. október 1974. TÍMINN 19 tltgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö í lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Hólmgönguáskorun Menn eru á afrétt á fjöllum uppi i haustgöngum. Þeir hreppa afspyrnuveður. Þetta er einn af af- réttum Sunnlendinga, sem uppblásturinn hefur leikið grátt, svo að jafnvel efsta hluta byggðarinnar hefur sums staðar verið ógnað. Nú hylur mökkurinn alla útsýn, og sandurinn, sem rokið þyrlar upp, lemur menn og skepnur miskunnarlaust, fyllir augu þeirra og vit,smýgur inn á milli klæða og sezt i ull kindanna, svo að þær verða þungfærar eins og baggahestar. Þetta er stuttorð skrifstofulýsing á þvi sem gerðist á afrétt Biskupstungnamanna i sandrokinu á dögunum. Á einskis manns færi er að geta sér til um það, hversu mörg þúsund lestir af lausum jarðvegi þetta veður hefur sópað út i buskann, eða hversu miklar gróðurskemmdir hafa af þvi leitt, þar sem landi var svo háttað, að það náði að rjúfa jarðveg, og svipta jurtir rótfestu. Ekki er þvi að heilsa, að það sé aðeins Biskups tungnaafrétt, sem illa er farin af uppblæstri, og veðrið hefur viðar komið við á svipaðan hátt og þar. Engum, sem átt hefur leið um hálendið, getur dulizt, hversu það er illa leikið sunnan vatnaskila, og land, sem þegar hefur orðið fyrir miklum áföllum, er einmitt viðkvæmast, þegar mikið mæðir á þvi. Á Sturlungaöld riðu Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi og fleiri höfðingjar þess tima Kjöl með afarfjölmenna flokka, og það mun sammæli margra, að tæpast hafi allir þeir hestar, sem sliks þurftu, verið á járnum. En þvi fylgir þá aftur sú ályktun, að leiðin hafi þá sennilega að mestu eða öllu leyti verið gróin. Og þá geta menn lika gert sér grein fyrir þeim umskiptum, sem orðið hafa. Um landspjöll á fyrri öldum tjóar ekki að sakast, og hvorki mun sú kynslóð, sem nú er uppi, né hinar næstu, megna að græða öll þau sár, sem landið ber. En það væri hörmulegt, ef þeim, sem nú lifa, tækist ekki stöðva eyðinguna og snúa svo vörn i sókn, að umtalsvert þyki síðar meir. Til þess hefur raunar þegar verið ánafnað einum milljarði á næstu árum, svo sem alkunna er. Auðvitað stjórnum við ekki veðrum og vindum, og við verðum að sætta okkur við náttúrufarið eins og það er og hegða okkur samkvæmt þvi. Og þá er það, sem hvað fyrst verður að gæta, að ofgera ekki landinu, en það höfum við einmitt gert allt fram á þennan dag. í seinni tið hafa búin viða stækkað ákaflega mikið, og aukin búfjáreign krefst að sjálfsögðu aukins bithaga. Og þar verður fram úr að ráða á þann veg, að ekki sé úr þeim sjóði tekið, sem með engu móti má meira rýrna. Landgæðin megum við ekki skerða, þvi að það væri dauðasynd eins og nú er komið skilningi okkar og þekkingu á sambúð manns og lands. Fyrri kynslóðir börðust upp á lif og dauða, og þær vissu ekki heldur, hvað þær gerðu. Hvorugt geta þeir, sem nú lifa, haft sér til afbötunar. Gróðurverndin og gróðursóknin er eitt af stór- málum okkar — eins konar landhelgismál innan marka flæðarmálsins. Þá landhelgi verður að verja, þótt vörnin kunni að verða kostnaðarsöm, rétt eins og á sjónum, og þar verða einnig að koma til friðunarhólf til verndar ungviði, auk margra annarra aðgerða, sem beitt er og beita verður i vaxandi mæli. Sandbylinn mikla, sem skall á gangnamennina á dögunum, verður þess vegna að lita á sem hólm gönguáskorun. Keith Richardson. The Sunday Times: Japanir verða brdðum auðugasta þjóð heims Þeir munu leysa umhverfisvandann og standa af sér orkuskortinn Senn veröa gasgrimur óþarfar I Japan. ÞRATT fyrir áhrif orkuskorts og verðbólguvanda um heim allan má gera ráð fyrir, að Japanir verði fljótir að ná að nýju örum hagvexti. Japan verður væntanlega eitt af auð- ugustu rikjum heims, girni- legt til búsetu og áhrifameira en önnur riki á árunum milli 1980 og 1990. Þessi spá er i beinni and- stöðu við þá skuggalegu fram- tið, sem margvislegur vandi Japana hefir löngum þótt boða. Hún er eigi að siður nið- urstaða nýrrar og nákvæmrar könnunar sem brezka stjórnin hefir látið fara fram og birt var i opinberri skýrslu 9. sept- ember. Hópur sérfræðinga athugaði gaumgæfilega þá þætti, sem mestu hafa ráðið um afar öran hagvöxt Japana fram til þessa, og samdi skýrslu um þær athuganir. Niðurstaðan er, að mikilvægustu þættir hins japanska atvinnulifs — efnahagsstefnan, vinnuaflið, tæknin og hráefnin — séu nægilega traustir til þess að tryggja 10% hagvöxt á ári, og þjóðin muni sjálf spara nægi- lega mikið til þeirrar fjárfest- ingar, sem með þurfi. Höfund- arnir draga siðan upp glæsta mynd af Japan á árunum upp úr 1980, og segja, að það „verði fyrirmynd annarra rikja um efnahagsárangur.” VERKAMENN I Japan verða betur launaðir en nokk- urs staðar annars staðar. Jap- anir munu skara fram úr i mataræði, fatnaði, heil- brigðisháttum, húsakosti og tómstundanotum. LIFSGÆÐIN verða mikil. Búið verður að vinna bug á menguninni með riflegum fjárframlögum, eftirliti og dreifingu verksmiðja. Hús- næði, velferðarþjónusta og ellilaun fullnægja fyllstu kröf- um. Menntun verður á háu stigi og sama mun mega segja um þá þjónustu, sem blöð, út- varp og sjónvarp láta i té. ATVINNULIFIÐ heldur eigi að siður áfram að byggjast meira á framleiðslu en þjón- ustu. FYRIRTÆKI Japana munu fjárfesta gifurlega mikið er- lendis, tiðast með þátttöku heimamanna, einkum i þeim tilgangi að tryggja hráefni og aðgang að ódýru og auknu vinnuafli. Meðal viðfangsefna má nefna pappirsgerð i Brazi- liu, efnaiðnað i Iran, rafeinda- iðnað i Kóreu og álvinnslu i Indónesiu. Japanir munu hafa forustu i tækni og geta keppt á hvaða markaði sem er i heimi hér. TENGSL Japan við vanþróuð riki, bæði vegna fjárfestingar og kaupa á afurðum þeirra, munu hafa afar mikil áhrif á efnahagslif alls staðar. Þessi áhrif kunna að verða Evrópu- búum og Bandarikjamönnum til nokkurra óþæginda, en „hljóta að teljast heillavænleg heiminum þegar á heildina er litiö”. JAPANIR munu búa við frjálsari viðskipti en nokkur önnur efnahagsheild og mark- aður hjá þeim verður alger- lega hömlulaus. Stjórn rikis- ins verður yfirleitt hlutlaus i stjórnmálum og minna tengd Bandarikjunum en nú. Japan verbur i stuttu máli sagt „sér- lega jákvætt og uppbyggjandi afl i héimsmálum yfirleitt”. SKÝRSLAN um efnahags- könnunina er 245 blaðsiður og hefst á skýringum á þvi, hvers vegna Japönum hafi vegnað jafn vel og raun ber vitni. Fyr- ir aldarfjórðungi var þjóðar- framleiðslan á mann aðeins um 150 dollara virði, eins og enn er raunin I flestum rikjum Asiu. Siðan hafa framfarir verið afar örar og framleiðsla á mann er nú jafn mikil og i Evrópu og þjóðarframleiðslan jafn mikil og samanlögð fram- leiðsla Frakka og Breta. Höfundar skýrslunnar benda á, að vestrænir menn hafi verið afar tregir til að við- urkenna þetta sem raunveru- leg sannindi. Þeir hafi reynt að telja það skammvinnan árangur hagstæðra skilvrða, svo sem ódýrs vinnuafls, til- litslausra stælinga og hömlu- lausra undirboða. Tortryggnir samtiðarmenn minna á oliu- kreppu og verðbólgu og halda fram, að Japanir hafi fórnað of miklu af raunverulegum lifsgæðum fyrir efnalega vel- gengni. HöFUNDAR skýrslunnar halda hins vegar fram, að skýringanna sé að leita i grundvallareinkennum efna- hagslifsins. Þessi einkerini séu enn við lýði og virk, og þess vegna megi gera ráð fyrir framhaldi á hinum góða ár- angri. „Markmið kerfisins hafa verið ljós og afmörkuð, eða hækkun tekna og þar af leið- andi velmegunar japansks al- menings að minnsta kosti til jafns við hvaða aðra þjóð sem er. Takmarkið var háleitt er, ekki ósanngjarnt. Þessu marki varð ekki náð nema með þvi að fullnýta fáanlegt vinnuafl og tiltækt fjármagn, og ná við sem virkustu verði hráefnum og tækni, sem tryggði i sameiningu há- marksafköst. Efnahagsstefna þessi er vel kunn. Hún hefir sjaldan eða aldrei verið framkvæmd jafn vel af heilli þjóð eða með jafn miklum og góðum á' angri. GLÆSTUR efnahagsárang- ur Japana hefir byggzt á þeirri iðnaðarstefnu, að breyta aðföngum sifellt i fjöl- breyttari og fullkomnari iðn- aðarvöru, auka innlenda eftir- spurn stöðugt og ört og nýta fyrsta flokks vinnuafl vel og kerfisbundið. Handbært fjár- magn hefir verið nýtt afar vel i þágu atvinnulifsins, og stjórnvöld og athafnamenn hafa verið afar samtaka um siauknar efnahagsframfarir. Atvinnulifinu hefir verið einstaklega vel stjornað. Smátt og smátt hafa þróazt sérstök kerfi, einkum i með- ferð vinnuafls og fjármagns. Þessi kerfi eru að ýmsu leyti frábrugðin þeim, sem farið er eftir á Vesturlöndum, og vest- rænir menn meta þau sjaldn- ast að verðleikum”. HÖFUNDAR skýrslunnar lýsa virkni kerfisins, sem hef- ir reynzt Japönum til þessa jafn vel og raun ber vitni. Sið- an leiða þeir rök að þeirri trú sinni, að árangurinn haldi á- fram og kerfið dugi Japönum til þess að sigrast á. aðsteðj- andi erfiðleikum. Þeir ráðast sér i lagi harkaiega gegn þeirri útbreiddu skoðun, að hin nýju markmið um bætt umhverfi og hina miklu og öru ráðstöfun opinbers fjár séu ó- samræmanleg örum hagvexti. Þeirkomastmeira að segja að þeirri niðurstöðu, að á örum hagvextiþurfieinmitt að halda vegna kostnaðarins við að ná markmiðunum. Raunar verki ör hagvöxtur gegn verðbólg- unni samkvæmt hinu jap- anska kerfi, þar sem það geri kleift að ráðstafa aðföngum til meiri nota en áður. Vist væri unnt að rengja sumar niðurstöður höfund- anna um styrk og stöðugleika Japana i efnahags- og stjórn- málum. En rökin, sem þeir rekja i skýrslu sinni, eru vissulega afar sannfærandi og lýsa beinni og átakanlegri andstöðu við það, hvernig brezku athafnalifi hefir verið stjórnað þenna umrædda, undangengna aldarfjórðung. Einn þátt telja höfundarnir liklegri til þess en allt annað að koma i veg fyrir að spá þeirra rætist. Hann er sá, hve umheimurinn á erfitt með að viðurkenna, hve máttugt stór- veldi Japan sé þegar orðið. Ef viö viðurkennum Japani ekki sem jafningja i verzlun. fjár- festingu og jafnvel stjórn- málaákvörðunum, hljótum við að stofna til bráðrar hættu. „Einangrað og þar af leiðandi fjandsamlegt Japan á árunum 1980—1990 verður sannarlega ógnvekjandi”, segja höfund- ■ .•nir ab lokum. —JH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.