Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 6
6 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SKATTSVIK Skýrsla sem skattsvika- nefnd skilaði Alþingi í síðustu viku er fjórða úttektin sem gerð er á skattsvikum hér á landi síð- ustu tvo áratugi. Töluverðar breytingar hafa orðið á niðurstöð- um spurningakannana sem lagðar hafa verið fyrir landsmenn í tengslum við úttektirnar. Þeim fækkar umtalsvert sem hafa haft tekjur sem ekki voru gefnar upp til skatts eða þeir hyggjast ekki gefa upp til skatts. Lækkaði hlutfallið úr sautján pró- sentum árið 1992 í níu prósent nú. Í könnununum var spurt hvort viðkomandi myndi þiggja tekjur sem ekki þyrfti að gefa upp til skatts. Tæp 56 prósent svöruðu því játandi nú en 71 prósent árið 1992 og tæp 74 prósent árið 1985. Miklar breytingar hafa orðið á afstöðu fólks til aðgerða sem gætu dregið úr skattaundand- rætti. Nú telja 42 prósent að- spurðra að lækkun skatta hefði mest áhrif í þá átt en 24 prósent voru þeirrar skoðunar árið 1992. Aftur á móti telja 25 prósent auk- ið eftirlit hafa mest að segja á móti 53 prósentum í könnuninni 1992. - ghg ATVINNULÍF Eftirlitskerfi og stofn- anir ríkisvaldsins þarf til að taka á svartri atvinnustarfsemi, segja forsvarsmenn verkalýðsfélaga rafiðnaðarmanna, trésmiða og tónlistarmanna. Í áliti starfshóps sem kannaði umfang skattsvika kemur fram að hættast sé við und- anskotum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, veitinga- rekstri og hvers kyns persónu- legri þjónustu. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, segir það hafa komið fram í ályktunum verkalýðsfélaga að mjög erfitt sé að sætta sig við svarta atvinnustarfsemi þar sem fyrirtæki keppi þá ekki á jafnrétt- isgrundvelli. „Sum þessara ein- yrkjafyrirtækja hafa verið að taka til sín ófaglært fólk á e i n h v e r j u m s k a m m t í m a - kjörum. Þetta hefur þýtt að s a m k e p p n i s - staða fyrirtækja sem hafa viljað koma fram við sitt starfsfólk með eðlilegum hætti hefur oft og tíðum verið nánast vonlaus,“ segir hann og bætir við að mikil umræða sé um svarta at- vinnustarfsemi í Noregi og Sví- þjóð um þessar mundir. Þar seg- ir hann færast í vöxt að einyrkjar ráði verkamenn frá austantjaldslöndunum á lúsar- launum og telur vissa hættu á að sama þróun geti átt sér stað hér. „Ef fyrirtækin komast upp með afbrigðilega hegðun vegna þess að eftirlitskerfið virkar ekki, þá halda þau henni áfram.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Trésmíðafélags Reykja- víkur, segir stundum þrýst á iðn- aðarmenn að gefa ekki upp vinnu sína, stundum vegna þess að verk- beiðendur séu með fjármuni sem „þeir eiga ekki opinberlega“. Þá segir hann slíkan þrýsting hafa aukist eftir að hætt var að endur- greiða virðisaukaskatta af við- gerðum á eldra húsnæði. „En ég er nú samt þeirrar skoðunar að þetta sé orðum aukið hvað okkur varðar,“ segir hann, en telur að draga mætti úr svartri atvinnu- starfsemi með því að endurgreiða hluta virðisaukaskatts og með virkara eftirliti með erlendu vinnuafli. Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenkra hljómlistarmanna, telur undanskot ekki meira vanda- mál meðal tónlistarmanna en í öðrum stéttum. „Þetta eru hlutir sem við fáum afskaplega lítið gert við. Fyrst og fremst er það náttúr- lega ríkisskattstjóri sem þarf að taka á þessum hlutum. Enn sem komið er eigum við fullt í fangi með að fá menn til að borga sam- kvæmt kjarasamningum.“ olikr@frettabladid.is Þrjátíu daga fangelsi: Stal mat fyrir þúsundkall DÓMUR Tuttugu og fimm ára mað- ur var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir þjófnað. Hann var fundinn sekur um að stela matvöru í versl- un 11-11 fyrir rétt rúmar eitt þús- und krónur. Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Í júní hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm fyrir þjófn- að og tilraun til þjófnaðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn játaði brot ský- laust. Ekki kom til greina að skil- orðsbinda refsinguna vegna saka- ferils mannsins. - hrs Sjómenn: Framlengja kosninguna KJARAMÁL Sjómenn hafa fengið frest til ársloka til að kjósa um nýjan kjarasamning sem undirrit- aður var 30. október. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands, segir kosninguna þegar hafna. Erfitt sé að segja til um þátttökuna þar sem kosið sé innan 27 félaga sjómanna. Ýmist standi kosning innan félaganna til 30. eða 31. desember. Fundir standa um samninginn og segir Hólmgeir atkvæðin verða talin á nýju ári. - gag ■ EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? 1Hvar hefur stærsta ljósapera landsinsverið sett upp? 2Hvað fær Sigmund fyrir teikningarsínar frá ríkinu? 3Hvað heitir framkvæmdastjóri Sam-taka fjármálafyrirtækja? Svörin eru á bls. 34 Bók sem beðið hefur verið eftir. Verðlaunaljós- myndir RAX loksins í einu verki. edda.is Andlit norðursins „Andrúmsloftið í ljósmyndum Rax getur beinlínis kallað fram gnauðið í vindinum, seltuna í sjónum og nísting kuldans.“ – Mary Ellen Mark Rax 6. sæti Almennt efni Félagsvísindastofnun 30. nóv. – 6. des. 2. prentun væntanleg 1. prentun á þrotum NÝI FORSETINN Basescu tekur við embætti af Ion Iliescu, fráfarandi forseta. Forsetakosningar: Úr borg á forsetastól RÚMENÍA, AFP Traian Basescu, borg- arstjóri í Búkarest, bar sigurorð af Adrian Nastase forsætisráðherra í rúmensku forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudag. Úrslit- in lágu fyrir í gær, Basescu hlaut 51,2 prósent atkvæða en Nastase 48,8 prósent. Basescu, frambjóðandi Réttlæt- is- og sannleikabandalagsins, gerði baráttu gegn spillingu að megin- máli í kosningabaráttu sinni. Hann bar sigurorð af Nastase, frambjóð- anda jafnaðarmanna sem fóru með sigur af hólmi í þingkosningum í lok síðasta mánaðar. ■ Hlutabréf: Kaupauka skotið undan SKATTSVIK Mörg dæmi eru um að forsvarsmenn fyrirtækja sem gera kaupréttarsamninga komi sér und- an greiðslu tekjuskatts af bréfun- um. Þetta kemur fram í skýrslu skattsvikanefndar. Mjög hefur færst í vöxt að stjórnendum sé greiddur kaupauki í formi kaupréttar á hlutabréfum á undirverði. Í skýrslunni segir að mörg dæmi séu um að handhafar kaupréttar láti hann í hendur eign- arhaldsfélags sem þeir stofna er- lendis. Eignarhaldsfélagið fær hlutabréfin á umsömdu undirverði og stjórnendur sleppa við að gefa kaupaukann upp til skatts. - ghg BRUNI Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, segir næstu tvo til þrjá daga skera úr um hvenær hægt verði að opna verslunina við Hringbraut aftur. Allar vörur hafa verið fjarlægðar úr búðinni en Sigurður segir þá ákvörðun hafa verið tekna í sam- ráði við tryggingarfélag fyrirtæk- isins. Hann vildi ekki svara því hvort verslunin væri með rekstr- arstöðvunartryggingu. Sigurður segir brunaviðvörun- arkerfi hafa verið í versluninni og allur sá búnaður hafi verið eins og best verður á kosið. „Staðreyndin er að eldurinn hafði logað í mjög stuttan tíma þegar slökkviliðið kom á staðinn. Heimildir blaðsins segja eldinn hafa kviknað út frá rafmagni, hugsanlega í rafmagns- töflu. Sigurður segir brunann hafa orðið á alversta tíma sem hugsast geti vegna jólaverslunarinnar. Það hefði strax verið skárra ef bruninn hefði orðið viku fyrr eða viku seinna. Hann vill þó ekki segja til um hvort þeir missi af því sem eftir er af jólaösinni. - hrs RÆÐIR EKKI VIÐ ÍRA Ian Paisley, leiðtogi DUP, flokks norður- írskra mótmælenda, sagðist í gær hafa klippt á öll samskipti við írsku stjórnina. Ástæðan er ummæli Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, um að ekki væri hægt að verða við kröfu DUP um að ljósmynda afvopnun Írska lýðveldishersins. HEIMILISLAUSAR FJÖLSKYLDUR Meira en hundrað þúsund bresk- ar fjölskyldur eiga sér ekki fast- an samastað og hafa aldrei verið fleiri samkvæmt nýjum breskum tölum. Þrjár af hverjum fjórum heimilislausum fjölskyldum búa þó í tímabundnu húsnæði og eru því ekki á götunni að sögn breskra yfirvalda. FÓLKSFJÖLDI Tæp 56 prósent Íslendinga myndu þiggja tekjur sem ekki þyrfti að gefa upp til skatts. Fyrir tólf árum sögðust 71 prósent þjóðarinnar myndu þiggja slíkt. Ný úttekt á skattsvikum: Fjórða skýrslan um skattsvik á 20 árum BYGGINGARVINNA Í skýrslu starfshóps sem kannaði umfang skattsvika kemur fram að í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sé hætt við undanskotum frá skatti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. GUÐMUNDUR GUNNARSSON FINNBJÖRN HERMANNSSON Svört starfsemi skekk- ir samkeppnisstöðuna Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur hætt við að hér verði sama þróun og í Noregi og Svíþjóð þar sem svört atvinnustarfsemi hefur aukist. Forsvars- menn þriggja verkalýðsfélaga telja að auka þurfi eftirlit hins opinbera. UNNIÐ VIÐ HREINSUNARSTARF Verslunin fór mjög illa í brunanum og var allt fjarlægt úr húsnæðinu. Eldsvoðinn í Nóatúni við Hringbraut: Bruninn á versta mögulega tíma AÐHLÁTURSEFNI ASÍU Spilling er svo mikil í Indónesíu að hún hef- ur gert landið að aðhlátursefni Asíu. Þetta sagði Susilo Bambang Yudhoyono, forsætisráðherra Indónesíu, þegar hann ítrekaði að hann ætlaði sér að berjast gegn spillingu. Hann viðurkenndi þó að verkefnið yrði erfitt. ■ ASÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.