Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 12
12 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Í VANDA STADDUR Írski golfarinn Padraig Harrington mátti hafa sig allan við þegar kúla hans lenti úti í skógi í lokaumferðinni á Target World golfmótinu sem fram fór í Kaliforníu. Bílsprengjuárás og bardagar ollu mannfalli í Írak: Á þriðja tug lést á einum sólarhring ÍRAK, AP Þrettán Írakar létust þegar bílsprengjuárás var gerð í Bagdad í gær og þrír þjóðvarð- liðar féllu í bardögum við upp- reisnarmenn, þá var eitt ár liðið frá handtöku Saddams Husseins. Sjö bandarískir hermenn féllu í bardögum við andspyrnumenn í vesturhluta Íraks. Hryðjuverkamaður sprengdi sprengjum hlaðinn bíl sinn í loft upp nærri einu hliðanna að græna svæðinu í Bagdad, þar sem helstu stjórnarstofnanir og aðsetur fjölþjóðahersins í Írak er að finna. Læknir á Yarmouk- sjúkrahúsinu sagði að þrettán hefðu látist í sprengingunni og í það minnsta fimmtán særst. Uppreisnarmenn réðust á íraska þjóðvarðliða í Mishahda, norður af Bagdad. Þrír þjóðvarðliðar féllu í þeim átökum. Í gær var greint frá því að sjö bandarískir hermenn hefðu fall- ið í tveimur bardögum í Anbar- héraði í vesturhluta landsins. Ekki var greint frá því hvar bar- dagarnir voru háðir en sprengj- um var varpað að búðum upp- reisnarmanna í Falluja. Yfir- menn Bandaríkjahers lýstu því yfir í síðasta mánuði að herinn hefði náð tökum á Falluja en upp- reisnarmenn og Bandaríkjaher berjast þar enn. ■ Útflutningur á kjöti eykst um 30 prósent Markaðssetning íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum virðist vera að bera ávöxt. Útflutningur hefur aukist um 30 prósent milli áranna 2003 og 2004. Reiknað er með svipaðri aukningu á næsta ári. VIÐSKIPTI Alls verða flutt út um 230 brúttó tonn af fersku íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna á þessu ári og er það 30 prósenta aukning miðað við árið 2003. Bald- vin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, sem hefur unnið að mark- aðssetningu lambakjöts í Banda- ríkjunum, segist búast við enn meiri aukningu á næsta ári. Í s l e n s k a lambakjötið hef- ur verið mark- aðssett sem lúx- usvara í Banda- ríkjunum undan- farin ár. Baldvin segir að áralangt markaðsstarf sé nú að bera ávöxt. Hann segist ekki geta sagt hversu miklar tekjur fá- ist af sölunni í ár en tekur fram að mikil lækkun dollars undanfarin misseri hafi sett strik í reikning- inn. Hins vegar hafi það að nokkru leyti verið vegið upp með því að flytja kjötið með gámum í skipum í stað þess að senda það með flugvél. Við það hafi kostnaðurinn við út- flutninginn minnkað. Baldvin segir samstarfið við bandarísku verslunarkeðjuna Whole Foods Markets gríðarlega mikilvægt. Verslunin reki 180 verslanir í Bandaríkjunum og stefni að því að fjölga þeim um 50 á næstu tveimur árum. Íslenska lambakjötið sé selt í 111 verslunum Whole Foods Markets og stefnt sé að því að selja það í 180 á næsta ári. Baldvin segir að verslanirnar séu dýrar en hafi mikla sérstöðu. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á vist- og dýravernd. Verslanir þess selji til að mynda ekki kjöt af dýr- um sem hafi sætt illri meðferð. Hann segir Whole Foods Markets vera á móti verksmiðjubúskap og því hafi það styrkt bændur til að hætta slíkum búskap og taka upp blandaðan búskap. Baldvin segir að þessi sjónarmið verslunarkeðjunn- ar henti íslenskum búskap vel. Auk þess að selja ferskt lamba- kjöt til verslana Whole Foods Markets segir Baldvin að kjötið hafi verið selt í auknum mæli til fimm stjörnu veitingahúsa. Til að mynda hafi nýlega verið samið við nokkur slík í Washington og New York. trausti@frettabladid.is REFUR Minna kemur til sveitarstjórna úr ríkiskass- anum vegna veiða á mink og ref. Refa- og minkaveiðar: Ekki næg fjárveiting SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélög taka á sig aukinn kostnað vegna skipulegrar vinnu til að fækka ref og mink. Áki Ármann Jónsson, forstöðu- maður veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar, segir málið einfalt: „Við fengum ekki nægilega fjárveitingu á fjárlögum og urðum að minnka hlutfallið úr 50 prósent- um í 30 prósent.“ Alþingi samþykkti við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið að 20,2 milljónir skyldu renna til mála- flokksins. Útreikningar Umhverf- isstofnunar sýndu að 32 milljóna væri þörf til að halda áfram að greiða helming kostnaðarins. - gag – hefur þú séð DV í dag? HINN LÁTNI VAR NÝKOMINN ÚR SÍÐBÚINNI BRÚÐKAUPSFERÐ Fékk banahöggið fyrir framan fjölskylduna sem vonar að þetta verði öðrum víti til varnaðar LANDBÚNAÐUR Allar líkur eru á því að íslenska lambakjötið fái á næsta ári sérstaka vottun frá verslunarkeðjunni Whole Foods Markets um góða meðferð sauð- fjár að sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms. Baldvin segir þetta afar mikil- vægt þar sem verslunarkeðjan sé með mjög kröfuharða gæða- stýringu sem njóti mikillar virð- ingar á markaðinum. „Fyrirtækið hefur sett upp sínar eigin reglugerðir um með- ferð dýra,“ segir Baldvin. „Til dæmis er til reglugerð um með- ferð anda á andabúgörðum. Sam- kvæmt henni eiga endur sem fæðast með sundfit að fá að synda á líftímanum. Það er hin siðferðislega skylda mannsins gagnvart öndunum. Þetta lýsir ágætlega hugsanaganginum inn- an fyrirtækisins.“ Baldvin segir að bændur frá að Nýja-Sjálandi, Bandaríkjun- um og Íslandi hafi verið að vinna með Whole Foods Markets að reglugerð um meðferð sauðfjár. „Það er von á hópi manna hingað til lands í janúar til að skoða meðferð dýra hér. Við erum að mörgu leyti að stunda búskap með gamla laginu og það er einmitt það sem þeim finnst jákvætt. Það má því segja að það sé að koma okkur vel núna að vera ekki komnir lengra á veg í verksmiðjuþróuninni en raun ber vitni.“ - th ÍSLENSKT LAMBAKJÖT Verslunarkeðjan Whole Foods Markets selur íslenskt lambakjöt í 111 verslunum víðs vegar um Bandaríkin. Útlendingar skoða meðferð sauðfjár: Líkur á að íslenskt lamba- kjöt fái sérstaka vottun FORSETAFRÚIN Á ÍSLANDSKYNNINGU Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru gestir á Ís- landsdegi í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Dorrit tók sig til og gaf nokkrum ungum viðskiptavinum verslunarinnar Whole Foods Markets lambakjöt að smakka. BALDVIN JÓNSSON KONA VIÐ SJÚKRABEÐ FÖÐUR SÍNS Eshraq Salih stóð við sjúkrarúm föður síns á Yarmouk-sjúkrahúsinu í gær. Faðir hennar særðist í bílsprengjuárás sem kostaði þrettán manns lífið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.