Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 20
Fjallahjólið frábæra Ottó heldur upp á fjallahjólið sitt og geymir það inn á skrif- stofunni sinni ef ske kynni að veðrið væri gott. Ottó Tynes auglýsingagerðar- maður stundar líkamsrækt af krafti til að geta borðað dug- lega. „Ég stunda líkamsrækt á veturna og hjóla svo um á fjallahjólinu mínu á sumrin. Ég er duglegur í ræktinni, fer þrisvar sinnum í viku, því þegar svona veður er nenni ég ómögulega að nota fjalla- hjólið,“ segir Ottó. Ottó er samt ekki í markvissri megrun með þessum dugnaði í ræktinni. „Ræktin er bara nauð- synleg svo ég geti étið eins og svín. Ég borða allt og drekk bjór og geri það sem ég vil. Það gengur ekkert upp að vera í megrun. Maður verð- ur bara fúll og leiðinlegur.“ Ottó er svo sannarlega yfir sig ástfanginn af fjallahjólinu sínu og hefur greinilega fundið sitt sport. „Að hjóla á fjallahjóli er það skemmti- legasta sem ég geri. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af því að hjóla og var alltaf hjólandi þegar ég var yngri. Það hefur reyndar minnkað með aldrinum og hef ég fært mig aðeins út í golfið. En þegar ég var yngri átti ég ekki bíl þannig að ég fór allt á hjólinu,“ segir Ottó sem geymir fjallahjólið góða meira að segja inni á skrifstofunni sinni þessa dagana. „Ef kemur gott veður þá gríp ég tækifærið og skýst á hjólinu heim og skil bílinn eftir. Það er svo skemmtilegt.“ ■ Það er ekki nóg með að kökur, súkkulaði og alkóhól hlaði á okkur aukakílóunum heldur sýna nýlegar rannsóknir að svefnleysi getur verið fitandi rétt eins og ofan- greindar lystisemdir. Vísindamenn við Chicago- og Stanford-háskóla hafa birt niðurstöður rannsókna sem leiddu í ljós að svefnleysi veldur hormónabreytingum sem auka matarlyst og þar af leiðandi fitusöfnun. Vísindamennirnir voru undr- andi þegar þeir fundu út að ekki þurfti nema tvær svefnlitlar nætur til að heilinn fengi skilaboð um meiri fæðuinntöku. Svefn- og næringarfræðingar hafa tekið þessum niðurstöðum fagnandi og segja þær geta brotið blað í baráttunni við offitu. „Rann- sóknirnar sýna að ráðleggingar um heilbrigðar svefnvenjur ættu að vera jafn mikilvægar og ráðlegg- ingar um heilbrigt mataræði og hreyfingu,“ segir Dr. Emmanuel Mignot, sem stjórnaði rannsóknun- um. Dr. David Katz, framkvæmda- stjóri rannsóknadeildar við Yale- háskóla, var skemmt við niðurstöð- urnar. „Fólk hlær að auglýsinga- mennsku og peningaplokki þeirra sem auglýsa fokdýra töfradrykki sem eiga að virka í svefni. Þessi rannsókn sýnir að ef fólk sefur vel og reglulega á nóttunni getur það grennst án þess að borga krónu.“ ■ Svefnleysi er fitandi Góður og reglulegur svefn er nauðsynlegur ef fólk vill grennast. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Gjafakort á dekurdag fyrir dömur og herra Vegleg Clarins gjöf fylgir Snyrtistofan Hrund Snyrtistofa og verslun Grænatúni 1, Kópavogi sími: 5544025 Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. Fræ til heilsubótar Fræ eru afar holl og innihalda mikið af vítamínum sem eru líkamanum nauð- synleg. Tilvalin leið til að bæta þeim í fæðuna er að blanda þeim saman við salat, í súpur eða blanda þeim saman við hafragrautinn á morgnana.[ ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Góður og reglulegur svefn er nauðsynlegur ef fólk vill grennast. SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Síðuspik IV HVAÐ ER TIL RÁÐA? Máttur hugans Vald hugans yfir lík- amanum, og í framhaldi af því hæfi- leiki mannsins til að taka ákvarðanir, er það sem skilur manninn frá dýrunum. Þegar við byrjum í líkamsrækt felst sá máttur og það vald oft í að taka ákvörðun um að fara rólega af stað og að ætla sér ekki of mikið í einu. Eitt skref í einu Flestum reynist best að breyta einu í einu. Fyrst að breyta mataræðinu eða að byrja að stunda þjálfun. Sérstaklega á þetta við í fyrsta skipti sem reynt er að stunda þjálfun eða á annan hátt að breyta um lífsstíl. Höfum í huga að aðeins þarf að gera eina, jafnvel smávægi- lega, breytingu á lífsstíl til þess að hægt sé að kalla það lífsstílsbreytingu. Mataræði Erfiðasta breytingin fyrir flesta er að breyta mataræðinu. Samt skiptir það jafnvel meira máli en þjálfunin! Oftast virkar best að breyta áherslum í mataræði sem felst m.a. í því að borða oftar yfir daginn með því að fá sér eitthvað milli mála, t.d. ávöxt, en að öðru leyti að borða meira og minna eins, þ.e. sama matinn á sömu tímum. Að auðga fæðuna með græn- meti, grófu kornmeti og ávöxtum kemur mjög vel út þar sem hægt er að byrja rólega og sjá svo til. Ef þú hefur ekki gaman af því sem þú gerir ... Eftir stendur að ef ætlunin er að breyta öllu í einu, og þar með jafnvel ræna sig flestu af því sem veitir „ánægju“, þá skapar það ákveðna spennu, sérstaklega ef við höfum verið mjög vanaföst á þessa þætti. Þá er mjög líklegt að þetta „átak“ verði skammlíft og fyrri lífsstíll taki nær óumflýjanlega aftur við. Kolvetna- eða fitubrennsla? Lík- aminn brennir tveimur orkuefnum við þjálfun, kolvetnum og fitu, í ákveðnum hlutföllum sem ráðast aðallega af þjálfunarálagi. Eftir því sem þjálfunará- lagið eykst brennum við meira af kol- vetnum á kostnað fitu. Meiri fitubrennsla á minna álagi Samkvæmt rannsóknum ná þeir sem stunda úthalds- og fitubrennsluþjálfun af hóflegri ákefð sama árangri eftir eitt ár og þeir sem gera það af mikilli ákefð! Þetta ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að við brennum hlutfalls- lega meiri fitu þegar við þjálfum á minna álagi. Jafnframt er þetta enn ein ástæðan fyrir því að fara rólega af stað og komast frekar alla leið í mark. Sveitt en samt samræðuhæf! Til þess að hámarka fitubrennslu er lík- lega ein besta viðmiðunin sú að við stundum þjálfun á því álagi að við svitnum en getum jafnframt haldið uppi samræðum. Samantekt Þjálfun – nauðsynlegt er að stunda: Styrkleikaþjálfun til að örva vöðva- massa og þar með brennslu líkamans. Liðleikaþjálfun til þess að halda okkur liðugum og lausum við álags- og ann- ars konar íþróttameiðsli. Fitubrennsla (lægri púls til lengri tíma) þýðir að við náum að ganga hraðar á fituforðann. Þrekþjálfun (hærri púls til skemmri tíma) sem er nauðsynleg til þess að þjálfa hjarta-, lungna- og æðakerfi lík- amans. Hugarfar: Nauðsynlegt er að setja sér raunhæf, viðeigandi markmið. Mataræði: Borða fleiri smærri máltíðir yfir daginn, neyta 80% hitaeininga fyr- ir kvöldmat. Útkoman: þú ættir að ná að saxa verulega á síðuspikið! Gangi þér vel! Hægt er að sjá þetta og fleiri hollráð á heimasíðu Heilsuráðgjafar heilsuradgjof.is Sölvi Fannar Viðarsson Framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsu- ráðgjöf um árabil. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.