Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Atvinna 15 stk. Bílar & farartæki 63 stk. Heilsa 12 stk. Heimilið 15 stk. Húsnæði 20 stk. Kennsla/námskeið 1 stk. Keypt & selt 36 stk. Tilkynningar 6 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Þjónusta 39 stk. Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 14. des., 349. dagur ársins 2004. Reykjavík 11.15 13.23 15.30 Akureyri 11.29 13.07 14.45 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ef ég fer aftur í bernsku þá gaf frænka mín mér eitt sinn skemmtilega jólagjöf. Hún gaf mér fótstiginn hest sem vakti mikla athygli í Vestur- bænum en ég var aðeins fjögurra eða fimm ára þá. Hann var mér mjög kær þessi hestur. Þetta var nú eina hestamennskan sem ég hef stundað um ævina,“ seg- ir Hemmi og hugsar greini- lega enn um hestinn góða. „Annars hef ég upplifað jól um allan heim. Ég hef bæði verið á sólarströnd og í öðrum heimsálfum. Ég er nefnilega svo mikið jólabarn að það skiptir mig engu máli hvar ég er niðurkominn. Ég finn alltaf jólin í sjálfum mér. Í litla barninu,“ segir Hemmi sem segir þó síðustu jól eiga sérstakan stað í sínu hjarta. „Síðustu jól voru eig- inlega þau eftirminnilegustu því það voru fyrstu jólin sem ég lifði mínu nýja lífi eftir að hafa dáið og risið upp aftur. Þá eyddi ég jólunum í afdal í Dýrafirði, í Haukadal, þar sem ég var í sveit þegar ég var lítill drengur. Fóstra mín býr ein þar, 76 ára gamall unglingur, sem gengur enn um allt og ríður út nánast á hverjum degi. Ég var hjá henni og fór auðvitað í kirkju til Þingeyrar og það var magnað að eyða jólum og áramótum fyrir vestan. Um áramótin knúsuðumst við fóstra mín til að fagna nýju ári því hún er mér svo kær. Síðan fór ég út og sá flugelda á varðskipi í fjarska. Ég gekk því næst um upplýstan dalinn í tungsljósinu með tík- ina á bænum. Ég átti gjör- samlega heiminn í kyrrð- inni,“ segir Hemmi og gefur þessari staðarlýsingu falleg- an blæ með innlifun sinni. Sumir halda í jólasiði en Hemmi heldur í sérstakan áramótasið. „Alltaf þegar búið er að hringja inn nýárið þá fer ég heim og kveiki á fullt af kertum og hef gert það í áratugi. Þetta geri ég þegar ég er búinn að óska vinum og vandamönnum gleðilegs nýs árs. Þá tek ég símann úr sambandi og fer yfir árið og hugsa um það næsta í eina til tvær klukku- stundir. Þá hugsa ég um hvernig ég er í sálinni og hvernig ég eigi að vera við samferðarmenn mína. Mér finnst að fleiri ættu að skoða þetta. Að finna frið í okkur sjálfum um jólin því lætin eru oft svo mikil. Allir eiga bara að knúsast. Ef ég næ að knúsa og kyssa börnin mín og aldraðan föður þá er ég al- sæll. Og ég ætla að gera það í ár. Knúsið er besta jólagjöf- in.“ ■ Knús er besta jólagjöfin Hermann Gunnarsson dagskrárgerðarmaður, eða Hemmi Gunn eins og flestir þekkja hann, er ekki í vanda með að tala aðeins um jólin þar sem hann er algjört jólabarn. Hemma Gunn er alveg sama hvar hann er um jólin því hann finnur alltaf jólin í sjálfum sér. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR JÓLIN KOMA BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Þegar mamma fær höfuðverk þá fær hún sér krítartöflur. ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Fyrsta barnið sem verður til úr HIV hreinsuðu sæði er fætt í Svíþjóð, fullkomlega heil- brigt, að því er fram kemur í Aftonbladed. Það var að sjálf- sögðu stór stund fyrir foreldr- ana og einnig fyrir yfirlækninn Pehr Olov Pehrson á Karol- inska háskólasjúkrahúsinu í Huddinge sem hafði hjálpað til við sæðisþvottinn. Þá mark- aði þessi fæðing tímamót fyrir alla HIV smitaða. Hjartasjúklingum sem ný- lega hafa farið í kransæða- eða hjáveituaðgerð er vissara að taka ekki verkjalyfið Bextra. Bandarísk rannsókn á liðlega 1.500 hjartasjúkling- um sem fóru í hjáveituaðgerð leiddi í ljós að neytendum lyfsins var hættara við hjarta- slagi, heilablóðfalli eða blóð- tappa en sjúklingum sem að- eins fengu lyfleysu. Bextra er í sama flokki og Viox sem ný- lega var tekið af markaði og lyf í þeim flokki eru nú í rann- sókn beggja megin Atlantsála. Af doktor.is Kvörtunum sem koma til Vinnueftirlitsins og aðila ís- lenska vinnumarkaðarins vegna eineltismála fer fjölg- andi. Í könnun kom fram að um 15% starfsmanna eins fyrirtækis hafði orðið fyrir áreitni í starfi, þar af 8% fyrir einelti. Þolendur eineltis voru líklegri en aðrir til að hafa fundið fyrir mikilli streitu, vera andlega úrvinda eftir vinnu- daginn, hafa átt við svefn- vandamál að stríða og vera óánægðir í starfi. Örorkubótaþegum fjölgaði mikið milli áranna 2002 og 2003, mest hjá konum á aldr- inum 26-35 ára og konum sem eru eldri en 51 árs, en körlum með örorkumat á aldrinum 41-50 ára fjölgaði mest og svo 56-66 ára. Sam- tímis fjölgaði atvinnulausu fólki í öllum aldurshópum, en þó hlutfallslega mest í hópn- um 20-34 ára. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Lækna- blaðsins og þar er bent á sterka fylgni milli örorku og atvinnuleysis. heilsa@frettabladid.is LIGGUR Í LOFTINU í heilsu Nægur tími til að versla BLS. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.