Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 „Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni“ Söfnunarsími 90 20000 Söfnunarreikningur 1150-26-833 (kennitala: 640604-2390) Þjóðarhreyfingin - með lýðræði www.thjodarhreyfingin.is Að eiga allt... Karl einn úti í bæ er oftast ívandræðum með jólagjöf handa frúnni. Rétt fyrir jól kemur hann að máli við afkvæmin og biður þau að hjálpa sér að finna gjöf fyrir betri helminginn. Frúin fer í árlega bæj- arferð með afkomendum og bendir á það sem hún vill að bóndi gefi sér. Litlu síðar halda afkvæmin aftur í leiðangur – í þetta sinn með föðurn- um og hann fjárfestir í því sem frú- in hefur lagt blessun sína yfir. Eitt sinn mótmæltu afkvæmin þessum tvíverknaði og skipuðu foreldrunum að fara saman í einn leiðangur og finna út úr sínum jólamálum. Sú hugmynd þótti ekki góð og var þeim sagt að fyrirkomulagið virkaði ágætlega áfram. JÓLAGJAFIR, hentugar jólagjafir fyrir fólkið sem á allt, tilkynnti út- varpsþulur og margir lögðu við hlustir af athygli. Búð með varning fyrir fólk sem á allt – þangað verður maður að komast. Milljón króna úr fyrir eiginmanninn, rafdrifnir bílar á aðeins tugi þúsunda fyrir krílin og minkapels á grilljón fyrir frúna eru staðreyndir hér í vellystingunum þar sem hófsemin þykir púkaleg enda boðuð í tvö þúsund ára gamalli jólabók sem flestir eru löngu hættir að lesa. ÉG GEF umhverfisvænar jólagjaf- ir þessi jól, sagði góð vinkona. Snið- ugt, ætlarðu að föndra úr húsasorpi? Neibb, sagði vinkonan. Ég gef tíma en ekki hluti. Einn fær pössun frá mér heila helgi fyrir óþekktarorm- inn sinn, annar fær tiltekt í geymsl- unni sinni, þriðji fær óvissuferð með mér í strætó, fjórði fær aðstoð við að mála þakið í vor og fimmti fær axlanudd, sundferð og kakó á eftir. Ætli tíminn sé ekki einmitt það sem við eigum minnst af og hlýtur þar af leiðandi að vera dýrmætasta gjöfin. SUMIR GEFA bágstödd börn í jólagjöf, sagði einhver í útvarpsvið- tali. Það hljómaði illa í fyrstu, en eftir örlitlar vangaveltur var það bara notaleg tilhugsun að gefa ást- vini aðstoð við barn í fjarlægu landi. Annar fór með hangikjöt og bækur í hjálparstofnun og gaf vini sínum greinargóða lýsingu á þeim leið- angri í jólagjöf. Ritfær frændi gaf lítilli frænku frumsamið ævintýri – en svo var það karlanginn sem gaf spúsu pottasett í jólagjöf. Hún náði honum jólin eftir með innpökkuðum flísum á eldhúsgólfið. Já, það er nú alltaf sælla að gefa en þiggja. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson er mögnuð skáldsaga. Þrælmögnuð. ... eftir lestur bókarinnar situr maður gjörsamlega bergnuminn. Hvað gerðist eiginlega? ... Samkvæmisleikir er spennandi og átakanleg samtímasaga með lunkinni fléttu. – Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið ALVEG FRÁBÆR BÓK, SPENNANDI OG FYNDIN. – Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið Við lestur þessarar spennandi og vægast sagt mögnuðu sögu hefur undirrituð endanlega sannfærst um að Bragi Ólafsson er ÁN EFA Í HÓPI OKKAR BESTU RITHÖFUNDA. – Sigríður Albertsdóttir, DV Samkvæmisleikir hefðu verið mjög ofarlega á mínum tilnefningarlista fyrir bókmenntaverðlaunin og veiti ég þeim hérmeð MÍN PRÍVAT VERÐLAUN. – Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bokmenntir.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 4 TÖFRANDI FERÐASAGA BRAVÓ, BRAGI LOKSINS EFTIR 6 ÁRA BIÐ NÝ BÓK FRÁ HÖFUNDI GÓÐRA ÍSLENDINGA Þannig tekst Huldari að gera lengi vel tíðndalitla en kúltúrsjokkerandi ferð að töfrandi sögu sem færir lesendur fyrirvaralaust til Kína. ... MÚRINN Í KÍNA ER FERÐASAGA SEM FÆR MANN TIL AÐ PAKKA NIÐUR Í TÖSKUR OG FERÐAST Á FRAMANDI SLÓÐIR ÁN ÞESS AÐ HREYFA SIG. – Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið EN BRJÁLUÐU UPPÁTÆKIN ERU OFT BEST. Það sannar Huldar Breiðfjörð með þessari líflegu, fræðandi og sjarmerandi sögu um múrinn og fólkið í Kína. – Sigríður Albertsdóttir, DV Bjartur-1 22.10.2004 14:26:57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.