Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Í Hafnarfirði. Átján milljónir. Guðjón Rúnarsson. 34 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Nýstárlegum aðferðum er beitt í sunnudagaskólum landsins við að kenna börnum biblíusögurnar enda samkeppnin oft hörð við sjónvarpið og aðra afþreyingar- miðla. Meðal aðferða sem sunnu- dagaskólarnir hafa tekið upp eru flettimyndabækur þar sem Jesús Kristur sést ríða inn í Jerúsalem á þunglynda asnanum Eyrnaslapa, sem er einn af bestu vinum hins berrassaða Bangsímons. Eyrnaslapi og vinir úr Hundrað ekru skógi eru eftir höfundinn A.A. Milne og komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1927. Þeir eru því mun yngri en Jesús Kristur. „Það var sextán ára stelpa sem teiknaði myndirnar fyrir okkur. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða fígúra þetta var en við ákváðum að leyfa stelpunni þetta,“ segir Edda Möller hjá Skálholtsútgáf- unni, sem sér um útgáfu fletti- myndabókanna. „Við reynum að hafa fræðsluna í sunnudagaskól- anum skemmtilega, með miklum söng og soldið hressilega – svona í samkomustíl. Það hefur gengið vel enda eru þeir ótrúlega vel sóttir víða.“ Um hundrað flettibækur voru framleiddar með Eyrnaslapa í Jerúsalem og þeim dreift um allt land. Þær er nú uppseldar hjá út- gáfunni. Edda segist ekki hafa at- hugað hvort útgáfan bryti á höf- undarrétti með því að nota fígúru A.A. Milne við myndskreytingu flettibókanna en stórfyrirtækið Disney hefur síðustu ár gert teiknimyndir eftir þeim. Edda býst þó ekki við að þurfa að sækja um réttinn þar sem um nýtt myndverk sé að ræða. Hjá Skálholtsútgáfunni er þeg- ar farið að huga að nýjum fletti- bókum en næstu bók myndskreyt- ir Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, sú sama og myndskreytti Engil í Vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur. „Við ætlum að gera sex flettibækur og fáum nýjan myndskreyti við hverja bók,“ seg- ir Edda hjá Skálholtsútgáfu. kristjan@frettabladid.is „Fjölmiðlastarf er baktería sem maður losnar ekki svo glatt við,“ sagði Hemmi Gunn eftir jólaþáttinn sinn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Ég hef þó sannreynt að það er líf fyrir utan fjölmiðla, sem ég hélt lengi að væri ekki. Þegar ég var fararstjóri á Spáni komu stundum blaðamenn með mökum sínum og ástandið var sjúklegt á þessu fólki; berandi út á sundlaugar- bakka ferðatæki með langbylgju til að ná fréttum. Ég hef aldrei verið svo fárveikur af þessari bakteríu en auðvitað leynist hún þarna. Ég er allavega tilbúinn að skoða með jákvæðum huga að fara aftur í sjónvarp og þessi ofsalega hlýju viðbrögð jólagestanna hafa aukið mér bjartsýni á að gera eitthvað meira seinna. Þá mundi ég vilja gera eitthvað á mínum forsendum, því ég hef alltaf þóknast öðrum. Jólaþátturinn var liður í því þótt ég saknaði þess að hafa ekki gesti í skálanum til að fá viðbrögð við atriðunum. Ég vildi samt alls ekki hafa hann eins og Hemma Gunn í gamla daga; húllum- hæ og hasar, enda var þá miklu meiri sprellikall í manni. Ég er orðinn rólegri og þroskaðri maður,“ sagði Hemmi íbygginn og bætir við að hann sverji ekki af sér að eitthvað meira þokist í áttina á nýju ári, þótt enn hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. ■ KAMELLJÓNIÐ HEMMI GUNN Hefur snert flesta fleti fjölmiðlunar en langar mest aftur í sjónvarpið. SUNNUDAGASKÓLINN: PERSÓNA ÚR DISNEY Í BIBLÍUSÖGUNUM Jesús á baki Eyrnaslapa Dótið? Útisjónvarp Sem er? Sjónvarp sem hægt er að nota úti – hvort sem er í rigningu eða sól. Útisjónvarpið er 20.1“ stórt sérstaklega hannað með það í huga að nota utandyra og eru myndgæðin stillt eftir því. Það er að öllu leyti eins og venjulegt sjónvarp, þar sem hægt er að tengja það við myndbandstæki, DVD-spilara eða leikjatölvu, Sérstaklega hönnuð vifta er í tæk- inu sem heldur því þurru og heldur á því rétt- um hita auk þess sem allir kaplar úr því eru vatnsheldir. Upplausn skjásins er 800x600 pixlar og áferð hans slík að hann er vatnsheldur og þolir drullu, rispur og jafnvel skordýr. Allir aðgerð- artakkar eru einnig vatnsheldir sem og fjar- stýring. Gallar? Þótt útisjónvarpið þoli regn og sól þolir það ekki nema takmarkaðan kulda. Þannig þarf sérstakan innbyggðan hitara þegar hætt er við því að hitinn fari niður fyrir -20˚. Fari kuldinn mikið niður fyrir það verður að taka sjónvarpið inn. Þó verður að gæta þess að panta hitarann með um leið og sjónvarpið er keypt, því erfitt getur reynst að setja hann í eftir á. Kostar? Útisjónvarpið fæst meðal annars á heimasíðunni backyardstuff.com. Eins og gefur að skilja kostar það sitt eða um 2.300 dollara. Þar sem gengi dollarans er frekar lágt um þess- ar mundir kostar sjónvarpið því tæpar 150 þús- und krónur. Kaupa þarf innbyggða hitarann, sem setja þarf í sjónvarpið ef kuldinn er mikill, sérstaklega og kostar hann 150 dollara eða tæp- ar tíu þúsund krónur. Það má því gera ráð fyrir því að sjónvarpið kosti um 160 þúsund krónur áður en tollar, sendingargjald og annar kostnað- ur bætist við. ■ DÓTAKASSINN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fá Hafnfirðingar fyrir að smíða stærstu ljósaperu í heimi, að eig- in sögn, í tilefni af því að hund- rað ár eru liðin frá því að Jó- hannes Reykdal opnaði virkjun í Hamarskotslæk. Virkjunin var sú fyrsta sem reis hér á landi og lýsti upp sextán hús. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Bandarísk vændiskona rekur tvö hótel í miðbæ Reykjavíkur EYRNASLAPI Á LEIÐ TIL JERÚSALEM Flettimyndabókin góða hefur heillað börn í kirkjum landsins. Fleiri myndskreyttar bækur eru væntanlegar. Lárétt: 2 fljót í Þýskalandi, 6 tveir eins, 8 þreyta, 9 slöngutegund, 11 einkennisstafir skipa, 12 árás, 14 fullgerður, 16 kvæði, 17 yf- irgefin ( lesið afturábak!), 18 gyðja, 20 ónefndur, 21 illgresi. Lóðrétt: 1 hljómsveit sem var, 3 tveir eins, 4 atvinnugrein, 5 trjátegund, 7 kunngerðir, 10 kraftur, 13 arða, 15 skrika til, 16 reykja, 19 tveir eins Lausn Lárétt: 2 elbe, 6bb, 8lúi, 9boa, 11gk, 12að- för, 14alger, 16óð, 17nie, 18sif, 20nn, 21 arfi. Lóðrétt: 1abba, 3ll, 4búgrein, 5eik, 7boð- aðir, 10 afl, 13 ögn, 15 renn, 16 ósa, 19 ff. Langar í sjónvarp á sínum forsendum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.