Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 31
Með aðskilnaði ríkis og kirkju nálgumst við jafnrétti það, sem allir vegsama í orði, en flest kristin guðmenni óttast - því miður. Trúleysingjar fagna skrifum um trúmál Hinn snjalli pistlahöfundur, Þrá- inn Bertelsson, sem Fréttablaðið á ómældar vinsældir og áhrif að þakka, hleypti nýverið af stokk- unum fjörugri trúmálaumræðu. Hann reiddi þar svo hátt til höggs, að ekki var þörf annarra svara en þeirra að vekja athygli lesanda á nokkrum æpandi fjarstæðum og gífuryrðum, sem sérhver heiðar- legur, heilvita maður áttar sig á, að eru bara skaplæti Þráins, og segja ekkert um trúleysingja. Ég kaus því að svara honum þannig, en það gerði ég þó sumpart vegna þess að fyrir liggja gömul endem- isskrif af sama toga frá biskupi íslensku ríkiskirkjunnar, sem ég veit ekki til að hafi hlotið verðskuldaða athygli. Þannig taldi ég mig eiga tvöfalt erindi með svargrein þessari. Grein mín getur varla talist innihalda önnur gífuryrði en þau, sem sótt eru beint í umrædd skrif. Þess í stað hvatti ég bara þá, sem því nenna, að lesa með at- hygli allt, sem guðmennin rita um trúleysingja. Slíkt svar nægir!. Spaugilegt er það, að Þráinn skuli þ. 6. des. við pistil sinn, „Friður“, hnýta afsökunarbeiðni vegna „hugarangurs“, sem hann segist óttast, að skrif hans um „trúarofstæki trúleysingja“ hafi valdið saklausu fólki. En hverjir eru þetta „saklausa fólk“, sem Þráinn vill biðja afsökunar. Varla eru það SAMTarar (þ.e. trúleysingjar). Þeir fagna öllum skrifum um trúmál, þar sem þau fyrst og síðast kveikja trúleysi með ungu fólki. Sakleysingjarnir, sem hann nefnir, hljóta því að vera þeir fáu, sem ekki kveðja kirkjuna við fermingu, enda snú- ast áhyggjur Þráins um smæð þess hóps. SAMTarar treysta því að sér- hver umræða um trúmál stuðli að aðskilnaði ríkis og kirkju og senda Þráni þakkir fyrir frum- kvæði hans. Með aðskilnaði ríkis og kirkju nálgumst við jafnrétti það, sem allir vegsama í orði, en flest krist- in guðmenni óttast – því miður. Höfundur er SAMTari og fyrrver- andi menntaskólakennari í stærðfræði. 19ÞRIÐJUDAGUR 14. desember 2004 Flóttamenn Ég er þeirrar skoðunar, að vinna beri að því að stemma stigu við straumi flótta- manna með því að leggja hið besta af mörkum til að bæta ástandið í löndum þeirra, það er stuðla þar að friði, bætt- um lífskjörum og almennri menntun. Dugi slíkar ráðstafanir ekki verða stjórn- völd í hverju ríki fyrir sig að taka á mál- efnum hælisleitenda í samræmi við landslög og alþjóðasamninga. Það er gert hér á landi og á vegum Útlendinga- stofnunar er unnið að þessu viðkvæma verkefni af þeirri alúð, sem ber, þegar hagur og réttindi einstaklinga eiga í hlut. Björn Bjarnason á bjorn.is Einkareknir skólar sveltir R-listinn er að svelta einkareknu grunn- skólana og heyrst hefur að þeir ætli sér jafnvel að taka yfir rekstur einhverra þeirra. Undanfarin ár hefur þróun í greiðslum til skóla verið með þeim hætti að fjármunir fylgja í auknum mæli hverjum nemanda. Slíkt greiðslufyrir- komulag auðveldar áætlanagerð og get- ur komið á samkeppni. Því ber að fagna. Hins vegar er það ekki þannig hjá R-list- anum að sama fjárhæð fylgi hverjum reykvískum nemanda né heldur að tryggt sé að einkareknir skólar standi við sama borð og opinberir. Kristinn Már Ársælsson á sus.is Eldur sinnar kynslóðar Á undanförnum árum hafa einstaka frjálshyggjumenn gagnrýnt þjóðskáldið Halldór Laxness vegna þess að á vissu tímaskeiði ævi sinnar aðhylltist hann einhvers konar útgáfu af kommún- isma.[...] Málflutningur frjálshyggju- manna er löngu farinn að hljóma sem tómt bergmál innan í holri gröf efnis- hyggjunnar. Það er kominn tími til þess að spyrja spurningarinnar: Hver var Halldór Laxness í raun og veru? Stað- reyndin er sú að Halldór Laxness var logandi eldur sinnar kynslóðar. Ingibjörg E. Björnsdóttir á kistan.is Axli ábyrgð Lykillinn að velgengni við þær aðstæður og hlutverkaskipan sem nú tíðkast er að viðskiptalífið og stjórnmálin spili saman. Framsóknarmenn hafa lagt mikið upp úr stöðugleika og líta á hann sem grunn vaxtar og þróunar í samfélaginu, bæði hvað varðar rekstur fyrirtækja, heimila og hins opinbera. Við þessar aðstæður veltur framhaldið á, að viðskiptalífið axli þá ábyrgð sem nýju og útvíkkuðu hlut- verki þess fylgir. Nú mun reyna á virkni hins frjálsa fjármagnsmarkaðar annars- vegar og hagstjórnar- og eftirlitstæki hins opinbera hinsvegar. Sameiginlegt markmið allra hlýtur að vera að treysta stöðugleikann og halda þróuninni áfram. Ragnar Þorgeirsson á timinn.is Hvað er hið rétta? Framtak Þjóðarhreyfingarinnar er verð- ugt framtak enda löngu ljóst hversu illa ráðamenn okkar fara með nafn Íslands á alþjóðavettvangi. Þeim virðist líka ekki lengur sjálfrátt. Síðastliðinn miðvikudag fjallaði Múrinn um frammistöðu Halldórs Ásgrímssonar í Kastljósi ríkis- sjónvarpsins og hvernig hann reyndi að skálda upp skýringar þegar honum hentaði. Það þurfti síðan ekki að bíða nema fram til föstudagsins eftir því að forsætisráðherrann væri kominn með nýja útleggingu á staðreyndum Íraks- stríðsins. Í umræðum á Alþingi talaði Halldór um að ríkisstjórnin hefði fjallað um málið á fundi sínum 18. mars og bandaríska sendiráðinu hefði þá þegar verið tilkynnt um stuðninginn. Í Kast- ljósinu sagði Halldór hins vegar að ríkis- stjórnin hefði ekki gert neina formlega samþykkt um málið. Hvað er hið rétta í þessum efnum? Huginn Freyr Þorsteinsson á murinn.is JÓN HAFSTEINN JÓNSSON FYRRVERANDI MENNTASKÓLAKENNARI UMRÆÐAN TRÚ OG TRÚLEYSI ,, SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.