Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 40
Átti að verða skáldsaga, varð síðan smásaga sem þróaðist yfir í ljóð-prósa. Mótmæli með þátttöku – bítsaga eftir Kristian Guttesen er ein af þeim bókum sem farið hafa hljótt þessa vertíðina en er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Form sög- unnar er nokkuð nýstárlegt, þar sem hvorki er hægt að flokka hana sem skáldsögu, smásögu né ljóð. Efniviðurinn er einhvers konar ferð, óræð og stefnulaus en samt mjög skýr. En kannski felst lykill- inn að henni í undirtitlinum, sem er „bítsaga“. „Í raun og veru er þetta bara orð sem ég greip til vegna þess að fólki sem las bókina yfir fannst þetta hvorki vera ljóð né smásögur, þannig að kannski er þetta alveg nýtt,“ segir höfundurinn Kristian Guttesen. Mótmæli með þátttöku segir Kristian vera vísun í póstmódern- isma í íslenskri ljóðagerð „Menn eins og Dagur og Einar Már fóru að yrkja um hluti sem þeir voru á móti – og kannski líka Megas. Dag- ur notaði til dæmis ekki rafmagns- tæki en gat nýtt þau í skáldskapn- um. Hann sagðist vera á móti slík- um apparötum – er mér sagt. Ég þekkti hann ekki sjálfur.“ Kristian segist ekki beinlínis vera að kallast á við aðra höfunda, þótt einhverjar vísanir séu í bók- inni, til dæmis í Hannes Pétursson þar sem hann minnist á rauða- myrkrið. „En formið á að vera óháð vegna þess að þetta er dálítið til- raunakennd bók,“ bætir hann við. „Það var mjög skemmtilegt að vinna bókina. Formið tók af mér völdin. Ég hefði ekki getað sagt fyrir fram að ég ætlaði að skrifa bók sem liti svona út – þannig að það var bara skemmtilegt að hún skyldi þróast svona.“ Hvað ferðalagið í sögunni varð- ar, segir Kristian bókina tvískipta. „Annars vegar eru sögur af sjálf- um mér og síðan er þessi bílferð, sem er í gegnum alla bókina. Hug- myndin er að hún tákni einhvers konar tripp, sýrutripp eða eitthvað. Það er sterklega gefið til kynna að þetta eigi við eiturlyf.“ Bókin endar á kafla, eða sögu, sem ber heitið „fáein orð um geð- veiki.“ Er hún áfangastaður. „Það sagði við mig maður einu sinni að allt svona brölt með vímu- efni leiði annaðhvort til geðveiki eða dauða, stundum hvors tveggja. Þetta er svona vægt daður. Það fer eitthvað úrskeiðis í sögupersón- unni. Það er til fyrirbrigði í geð- veikinni, sem kallað er Jesúfóbía. Í þessari sögu er ég að snúa þessu við. Sögupersónan er með blandaða Lennonfóbíu, sem þróast yfir í Chapmanfóbíu. Í rauninni er þetta mikil skírskotun í það sem gerðist með morðingja Lennons á sínum tíma. Hann ruglaði sér saman við Lennon og það var ekki pláss fyrir tvær persónur í lífi hans. Í lokin er svo gefið til kynna að hann sé læknaður - en það er samt ljóst að við getum aldrei verið viss. ■ 28 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Þrátt fyrir nafnið er Léttsveit Reykjavíkur hvorki hljómsveit né heldur sérstaklega smá í sniðum. Léttsveitin er þvert á móti stór og mikill kvennakór þar sem vel á annað hundrað kvenraddir fara létt með að lyfta þakinu á hvaða tónleikasal sem er. Í kvöld verða þær stadd- ar í Bústaðakirkju og halda þar jólatónleika undir yfirskriftinni „Kveikt er ljós við ljós“. „Við verðum með jólalög af ýmsum toga, bæði létt og skemmtileg lög og svo líka hátíðleg lög. Þau eru öll sungin á íslensku,“ segir Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, sem hefur sungið með kórn- um í níu ár. Stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir, en um hljóðfæraleik sjá þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari, Tómas R. Einarsson bassaleikari og Wilma Young fiðluleikari. Kórinn heldur upp á tíu ára afmæli sitt um þessar mundir og hefur haldið upp á það með ýmsu móti í ár. „Svo er verið að gera kvikmynd um kórinn sem verður heimildar- mynd í fullri lengd. Hún verður sýnd í vetur, einhvern tíma eftir ára- mótin eða í vor.“ Léttsveit Reykjavíkur hefur haldið tónleika víða um lönd, en undan- farin ár hefur myndast sú hefð að hún syngur á Þorláksmessukvöld í útimessu í Austurstræti sem miðborgarpresturinn, Jóna Hrönn Bolladóttir, hefur séð um. Kl. 12.10 - 12.40 Hádegisleiðsögn um Listasafn Íslands með Dagnýju Heiðdal listfræðingi. menning@frettabladid.is Jólastemning í Bústaðakirkju Handan blæjunnar Vesturlandabúum verður tíðrætt um trúarofstæki og kúgun kvenna í Arabalöndunum svokölluðu, en höfum við nógu mikla þekkingu á málinu? Höfum við skoðað það sem leynist undir blæjunni? Ný bók Jóhönnu Krist- jónsdóttur gefur okkur færi á að gera einmitt það. Síðastliðið ár hefur hún tekið viðtöl við fjölda kvenna í fjórum löndum – Sýrlandi, Egyptalandi, Óman og Jemen – og birtir í Arabíukonum. Hún spyr konurnar um aðstæður og uppruna, og hvert ferð þeirra sé heitið. Hún innir þær eftir skoðunum á stöðu kvenna í heimalandinu og hinni margumtöluðu kúgun. Einnig fáum við upplýsingar um löndin sjálf, samblöndu af staðreynd- um og tilfinningu höfundar fyrir ástand- inu. Í bókinni kemst sú ábending Jóhönnu skýrt til skila að Arabaland sé ekki það sama og Arabaland. Konurnar eru jafn mismunandi og þær eru marg- ar, afstaða þeirra til kvenréttinda sömu- leiðis. Þó heyrum við sterkan samhljóm þeirra á milli, sérstaklega finnst mér merkilegt að lesa um afstöðu kvenna til blæjunnar, þessa ógurlega kúgunar- tækis (að okkar mati). Flestar þeirra kvenna sem tala í bókinni líta ekki á blæju sem tákn um kúgun, finnst hún jafnvel ekkert hafa með kvenréttindi að gera. Sumar líta á blæjuburð sem and- stöðu yngri kynslóða við ofríki vest- rænnar menningar. Arabakonur hafa í ýmsu annan þankagang en vestrænar kynsystur þeirra, en á bakvið blæjuna býr kona með sömu langanir og þrár og vér frónskar; menntun, frami, ást, börn, kærleikur, dans og söngur. Sögur kvennanna í bókinni eru skýrt fram settar, einlægar og lýsa breiðri flóru. Viðtalsaðferð Jóhönnu Kristjóns- dóttur er þeim kostum búin að í spurn- ingum hennar endurspeglast viðhorf sem við vesturlandabúar þekkjum. Hún spyr þeirra spurninga sem við hefðum viljað spyrja og myndar þannig brú milli menningarheima. Við fáum í bók henn- ar að skyggnast á bakvið blæjuna. Þessi skýra og skorinorða bók er líkleg til að stuðla að meiri skilningi og umburðar- lyndi. Þarft mál og brýnt. ■ Getum aldrei verið viss BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Arabíukonur - samfundir í fjórum löndum Höf.: Jóhanna Kristjónsdóttir Útg.: Mál og menning ! ■ KVIKMYNDIR  20.00 Jólamynd Kvikmyndasafns Íslands í ár er danska meistara- verkið Babettes gæstebud eða Gestaboð Babette eftir danska leikstjórann Gabriel Axel eftir samnefndri skáldsögu Karen Blixen. Myndin verður sýnd í Bæj- arbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ TÓNLEIKAR  20.30 Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika í Bústaðakirkju. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Aðal- heiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Wilma Young á fiðlu. ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Þórarinn Blöndal líffræðing- ur ver doktorsritgerð sína frá raunvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um hitaþolin ens- ím í sameindalíffræði og erfða- greiningum. Athöfnin verður í Há- tíðarsal Háskóla Íslands, Aðal- byggingu og er öllum opin. ■ FUNDIR  19.00 Einar Már Guðmundsson rithöfundur les úr Bítlaávarpinu á jólafundi hjá Kvenfélagi Breið- holts, sem haldinn verður í Safn- aðarheimili Breiðholtskirkju. hvar@frettabladid.is Fim. 30.12 20.00 Uppselt Aukasýning mið. 29.12 kl. 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan er opin frá 14-18, lokað á sunnudögum Mán. 27. des. kl. 20Þri. 14. des. kl. 20 Mið. 15. des. kl. 16.00 og 20.00 Fös. 17. des. kl. 12.00 Lau. 18. des kl. 14.00 Sun. 19. des. kl. 18.00 og 20.00 Mán. 20. des. kl. 16.00 Þri. 21. des. kl. 14.00 og 20.00 Mið. 22. des. kl. 16.00 Fim. 23. des. kl. 14.00 og 20.00 Jólin syngja Mið. 22. des. Tónleikar: Ragnheiður Gröndal með hljómsveit HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Þriðjudagur DESEMBER KRISTIAN GUTTESEN Sögupersónan er með blandaða Lennonfóbíu, sem þróast yfir í Chapmanfóbíu. JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR Hundrað og tuttugu kvenraddir halda uppi jólastemningunni í Bústaðakirkju í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.