Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 32
Spákaupmannaangur Spákaupmenn á íslenska markaðnum eru lítið hressir með tilraunir Sigurðar Einarssonar, stjórnar- formanns KB banka, til að tala niður gengi krón- unnar. Margir spákaupmenn telja að krónan muni halda áfram að styrkjast og eru ófeimnir við að gera samninga með það í huga. Skjálfti fór því um suma vegna ummælanna. Þeir benda á að augljósir hagsmunir KB banka séu af þessu tali. Bankinn hafi meirihluta tekna í erlendum myntum, þá vilji KB bankamenn gjarnan halda gengi bankans ró- legu fram að ára- mótum. Á erlend- um markaði gæti tortryggni vegna mikilla hækk- ana og KB banki vilji dreifa hækkun bankans á þetta og næsta ár. Sagt er að bankinn vilji þrengja stöðu þeirra sem fjármögnuðu hlutabréfakaup í bankanum með erlendum lántökum og vilji losa sig við spákaupmenn. Ekki skal fullyrt um hvort fótur sé fyrir þessu. Alþjóðavæðingin ratar ekki heim KB banki hefur verið á hraðri braut alþjóðavæðing- ar að undanförnu og ekki farið leynt að stjórnend- ur bankans horfa ekki sérstaklega til þeirrar skil- greiningar að hann sé íslenskur banki. Í einu útibúi bankans voru tveir erlendir viðskiptavinir að skipta evrum í dollara og gekk það seinlega. Ástæðan var að viðskiptavinirnir töluðu ekki ensku og reyndu að gera sig skiljanlega á því ágæta heimsmáli frönsku. Starfsmanni í útibúinu brást þolinmæðin og spurði hvað fólk sem ekki kynni ensku væri eig- inlega að þvælast um heiminn. Vitnum að þessu ofbauð heimóttarskapurinn og höfðu á orði að al- þjóðavæðing bankans og hugsunarháttur alþjóða- væðingar hefði greinilega ekki ratað heim í útibú bankans í henni Reykjavík. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.334 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 202 Velta: 2.448 milljónir +0.77% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Eignarhaldsfélagið Sam- vinnutryggingar hefur eignast 30,26 prósent í Vátryggingafé- lagi Íslands. Hlutabréfamarkaðir í Þýska- landi, Bretlandi og Japan hækk- uðu í gær. FTSE í Lundúnum hækkaði um 0,91 prósent, hin þýska DAX hækkaði um 1,07 pró- sent og í Tókíó hækkaði Nikkei um 0,3 prósent. KB banki gaf í gær út eigna- verðsvísitöluna. Heldur hægði á hækkun eignarverðs í október frá því fyrr á árinu en í Hálf fimm fréttum í gær kemur fram að hækkunin í ár sé töluvert meiri en hún var árið 2000. Gengisvísitala krónu hækk- aði í gær um 0,18 prósent og gengið hefur því veikst sem þessu nemur. 20 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hagkerfið hefur vaxið um 7,4 prósent frá sama tíma í fyrra. Mikil aukning í út- flutningi kemur á óvart. Samneyslan vex mun hægar en aðrar stærðir í hagkerfinu. Hagvöxturinn á milli þriðja árs- fjórðungs í ár og í fyrra var 7,4 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Tölur Hagstofunnar, sem eru til bráðabirgða, benda til þess að vöxtur í útflutningi hafi verið um- talsvert meiri en áætlað var. Útflutningur hefur aukist um ellefu prósent frá því á sama tíma í fyrra en innflutningur hefur vaxið um 7,3 prósent. Það er miklu minni hækkun en undanfarin misseri en innflutningur hafði vaxið um meira en tíu prósent milli ára næstu fimm ársfjórðunga á undan. Hagvöxtur er mældur sem vöxtur í útgjöldum þjóðarinnar auk mismunar á innflutningi og út- flutningi. Þjónustugreinar hafa aukið gjaldeyristekjur sínar og er aukningin því rakin til bættrar tíðar í ferða- mennsku og flugrekstri. Fylgst er með breytingum í e i n k a n e y s l u , fjárfestingum, birgðabreyting- um og útgjöld- um hins opin- bera. Allir þætt- ir, nema verð- mæti birgða, hækka en mestu munar um aukn- ingu í einka- neyslu og fjárfestingum. Vöxtur í samneyslu hefur undanfarið verið mun hægari en önnur útgjöld þjóð- arinnar. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að aukinn vöxtur á útflutningi veki athygli en gera þurfi þann fyrirvara á tölum Hagstofunnar að ekki sé gert fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Um þróunina í útgjöldum hins opin- bera segir Björn Rúnar að sam- neyslan sé á „ágætu róli“. Hann segir að þótt ekki beri að lesa of mikið út úr þessum nýjustu tölum þá sé ljóst að mikill vöxtur sé í hagkerfinu. Um framhaldið segir Björn Rúnar að miklu ráði hvernig rekstur ríkissjóðs gangi, sérstaklega á næsta ári þegar end- urskoðun kjarasamninga liggi fyr- ir. „Þetta verða spennandi tímar á næsta ári og miklu skiptir hvort ríkissjóði takist að halda fjárlaga- afgangi,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,20 +1,60% ... Bakkavör 24,20 +0,83% ... Burðarás 12,00 +0,84% ... Atorka 5,75 - ... HB Grandi 7,30 -2,14% ... Íslandsbanki 11,05 -0,45% ... KB banki 440,00 +0,69% ... Landsbankinn 12,00 +1,69% ... Marel 48,40 -0,41% ... Medcare 5,99 +0,17% ... Og fjarskipti 3,10 +1,64% ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 10,90 -2,68% ... Straumur 9,80 +2,62% ... Össur 76,00 +1,33% Tangi 6,51% Straumur 2,62% Landsbankinn 1,69% Samherji -7,89% Marel -5,12% Össur -4,31% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Landsbankinn orðaður við Írland Times telur Landsbankann líklegan kaupanda á írskum banka. Í herbúðum Lands- bankans er ekki sagður fótur fyrir frétt Times. Breska blaðið Times telur að Landsbankinn sé líklegastur til þess að kaupa National Irish Bank á Írlandi. Times segir að á miðvikudag komi í ljós hvaða norræni banki muni vera í viðræðum við National Australian Bank um kaup á eignarhlut í írska bankan- um. Times veðjar á Landsbankann sem muni hugsanlega njóta stuðnings KB banka við kaupin. KB banki hefur eftir heimildum Times ekki hug á að kaupa írska bankann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Landsbankinn ekki í viðræðum um kaup á írska bankanum. Í herbúðum Lands- bankans er líklegasta skýring fréttarinnar talin sú að nafn bankans hafi komið upp í við- ræðum um kaup á fjármálafyrir- tækjum, síðast verðbréfafyrir- tækinu Numis. Þrálátur orðróm- ur er um að Landsbankinn leiti fjármálafyrirtækja, bæði í Bret- landi, á Norðurlöndunum og í Lettlandi, þar sem talið er að áhugi sé á Parex-bankanum í Riga. Ekkert mun þó enn sem komið er fast í hendi um hugsan- leg kaup bankans erlendis, en stjórnendur og eigendur bank- ans hafa lýst því yfir að hugað sé að vexti erlendis. - hh LEITAÐ FANGA Sigurjón Árnason og eig- endur Landsbankans hafa boðað að leitað verði fanga erlendis í stækkun bankans. Innan Landsbankans hafna menn því að bankinn sé við það að kaupa National Irish Bank á Írlandi. Aukning er í öllum þáttum flugstarfsemi Flugleiða í október miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting virðist einnig batna. Farþegum í áætlunarflugi Flug- leiða fjölgaði um rúm fimmtán prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra. Frá áramótum er fjölgunin tæp átján prósent og hafa Flugleiðir flutt tæplega 1.200 þúsund far- þega á fyrstu tíu mánuðum ársins. Fjölgun varð einnig í innan- landsflugi Flugfélags Íslands og nam hún 10,5 prósentum í október miðað við sama mánuð í fyrra. Sama gildir um fraktflug, en þar var aukningin 12,7 prósent milli tímabilanna. Svipuð aukning varð einnig í leiguflugi. Í morgunkorni Íslandsbanka er kvartað yfir því að Flugleiðir hafi ekki birt tölur um sætanýtingu síðan í maí. Greining Íslands- banka segir að í níu mánaða upp- gjöri Flugleiða hafi komi fram að sætaframboð hafi aukist um þrettán prósent frá áramótum og sætanýting batnað um sex pró- sent. Greining Íslandsbanka segir að þessar nýjustu tölur frá Flug- leiðum bendi til þess að eftirspurn hafi vaxið hraðar en sætaframboð og því hafi sætanýting félagsins verið betri í október í ár en í fyrra. - hh Betri sætanýting FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN Greining Íslandsbanka segir tölur Flugleiða benda til þess að eftirspurn eftir flugsætum aukist hraðar en framboðið sem þýðir betri sæta- nýtingu. Mikill hagvöxtur frá sama tíma í fyrra VÖRURNAR FLUTTAR ÚT Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands hefur landsframleiðsla aukist um 7,4 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Mikil aukning á verðmæti útfluttrar vöru ræður miklu. BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Hagfræðingur í greiningardeild Landsbanka Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.