Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 8
8 14. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR GENGIÐ Á FLÓÐASVÆÐUM Verstu flóð í Malasíu í áratug hafa valdið sjö dauðsföllum og gríðarlegum skemmd- um í Kelantanfylki í austurhluta landsins. Fimmtán þúsund manns hafa misst heim- ili sitt af völdum flóðanna. HEILBRIGÐISMÁL Ríkislögmanni hefur verið send bótakrafa vegna andláts barns sem tekið var með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í september 2002. Það er lögmaður foreldr- anna, Dögg Pálsdóttir, sem sendi kröfuna og er ríkislögmaður nú með hana til meðferðar. Forsaga þessa máls er að móð- irin kom á Heilbrigðisstofnun til að fæða barn sitt í lok september 2002. Fæðingin gekk með eðlileg- um hætti en þegar líða tók á hana bað móðirin um að fá mænudeyf- ingu. Henni var þá tjáð að svæf- ingalæknirinn væri ekki á staðn- um. Síðan var henni boðin leg- hálsdeyfing, sem hún samþykkti. Hún var ekki upplýst um hvaða áhættu slík deyfing gæti haft í för með sér, svo sem fall í hjartslætti. Samkvæmt fyrir- liggjandi hjartalínuriti datt hjart- sláttur barnsins niður fimm til sjö mínútum eftir að deyfingin var sett upp og kom ekki upp aftur. Hálftíma til 35 mínútum síðan var gerður bráðakeisaraskurður á konunni. Barnið var flutt með sjúkrabíl á Landspítala - háskóla- sjúkrahús, þar sem það lést skömmu síðar. - jss PALESTÍNA, AFP/AP Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og fyrrum forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, þykir næsta öruggur með sigur í forseta- kosningum Palestínu eftir tæpan mánuð. Helsti keppinautur Abbas, Marwan Barghuti sem hafði mælst með álíka mikið fylgi og Abbas í skoðanakönnunum, hefur dregið framboð sitt til baka og eftir það þykir enginn frambjóðendanna sem eftir eru líklegur til að hafa sigur gegn Abbas. Barghuti og Abbas mældust með um það bil 40 prósenta fylgi í skoðanakönnun- um, margfalt meira en næstu menn. Mikill munur er á afstöðu Barg- huti og Abbas til þess hvernig á að berjast fyrir sjálfstæði Palestínu. Barghuti hefur verið einn af helstu hvatamönnunum að fjög- urra ára vopnaðri baráttu Palest- ínumanna gegn ísraelskum yfir- ráðum á Vesturbakkanum og í Gaza. Hann hefur áunnið sér virð- ingu og fylgi fyrir einarða afstöðu sína gegn því að gefa nokkuð eftir af palestínsku landsvæði í samn- ingum við Ísraela. Abbas hefur talað fyrir því að beita friðsamlegum aðgerðum og beitt sér gegn ofbeldisverkum, að mestu þó án árangurs eins og sjá mátti í skammvinnri forsætisráð- herratíð hans. Ólíkt Barghuti hef- ur Abbas áunnið sér traust út fyrir raðir Palestínumanna, þó á kostnað trausts síns meðal Palestínumanna sem álíta margir að hann sé alltof linur í samskiptum við Ísraela. Abbas var útnefndur eftirmað- ur Jassers Arafat sem formaður Frelsissamtaka Palestínu daginn eftir að Arafat andaðist. Hann var einn af höfundum Oslóarsam- komulagsins og varð fyrsti forsæt- isráðherra Palestínu. Því embætti sagði hann lausu eftir aðeins fjóra mánuði vegna deilna við Arafat um stjórn á öryggissveitum. Abbas þykir hófsamur og lagði sig fram um að stöðva árásir herskárra hreyfinga á ísraelska borgara. Hann nýtur meiri virðingar á al- þjóðavísu en heima við. Ísraelar og Bandaríkjamenn geta hugsað sér að eiga samstarf við hann en sum- ir Palestínumenn vantreysta hon- um. ■ Eldsneytisverð: Búast má við lækkun BENSÍNVERÐ Heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði um 16 prósent í nóvembermánuði og fram í byrj- un desember, að viðbættu sigi dollara. Svolítill afturkippur kom í þá þróun nú á síðari dögum, að sögn Runólfs Ólafssonar hjá FÍB. Hann kvaðst ekki gera ráð fyrir að bensínverð hér á landi lækkaði á næstu dögum. Það hefði verið að ganga aðeins niður og væri komið undir hundrað krónur á ódýrari sjálfsafgreiðslustöðum. „Ég á kannski von á því að menn haldi aðeins í sér núna, en annars ættum við að geta búist við verðlækkun á næstu dögum.“ ■ jólagjöf Hugmynd að fyrir hana Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is The North Face flíspeysa Verð kr.7.990 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 BARNASMIÐJAN Grafarvogi Mikið úrval leikfanga barnasmidjan.is Opið til kl.21:00 til jóla HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Barnið var tekið með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnuninni en lést síðan á Landspítalanum. Lögmaður foreldra sendir ríkislögmanni bréf: Bóta krafist vegna barnsláts í fæðingu GAZA, AP Fimm ísraelskir hermenn lágu í valnum eftir árás palest- ínskra vígamanna á ísraelska her- stöð í fyrrinótt. Vígamennirnir grófu göng undir herstöðina, sprengdu öfluga sprengju og réðust síðan á her- mennina vopnaðir hríðskotariffl- um. Fimm ísraelskir hermenn særðust til viðbótar þeim sem lét- ust og tveir vígamenn létu lífið í árásinni. Ísraelar hefndu árásarinnar með því að skjóta flugskeytum á verkstæði í Gaza sem þeir segja Hamassamtökin hafa notað til að útbúa sprengjur. Hamas lýsti ábyrgð á árásinni á hendur sér ásamt samtökum sem tengjast Fatah. ■ ÁRÁSARMENN Í GÖNGUNUM Hamas-samtökin sendu frá sér myndband sem sýndi árásarmennina leggja af stað inn í göngin. Sjö féllu í árás í Gaza: Réðust inn í herstöð ABBAS MEÐ KÚVEISKUM RÁÐAMÖNNUM Mahmoud Abbas fór til Kúveit um helgina og baðst afsökunar á stuðningsyfirlýsingu PLO við innrás Íraka í Kúveit. Hér er hann ásamt Mohammed Abul Hassan, upplýsingaráðherra Kúveit, til hægri og Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, til vinstri. 1935 Mahmoud Abbas fæddist þetta ár, tók síðar viðurnefnið Abu Mazen eftir syni sínum sem fæddist andvana. 1969 Varð framkvæmdastjóri PLO og gegndi því embætti í 35 ár. 1976 Hóf fyrstur framámanna í PLO viðræður við vinstrisinnaða Ísraela. 2003 Varð fyrsti forsætisráðherra Palestínu, sagði af sér eftir fjóra mánuði vegna deilna við Jasser Arafat. Abbas þykir næsta öruggur um sigur Eftirmaður Jassers Arafat, sem leiðtogi PLO, þykir næsta öruggur um að verða forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Helsti keppinautur hans hefur dregið framboð sitt til baka. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.