Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 2

Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 2
TÍMINN Sunnudagur. 20. október. 1974 Sunnudagur 20. október 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það er hætt við þvi, að gamalt heilsufarsvanda- mál skjóti aftur upp kollinum, og það er liklegt, að afkastagetan liði fyrir þetta. Einnig má vera, að þú mætir einhverju skilningsleysi i sambandi við heilsufarið frá þeim, er sizt skyldi. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Nýir samningar og nýtt fyrirkomulag vekja ugg og kviða, en þú skalt fara að öllu rólega og ekki láta bilbug á þér finna, þvi að ekki er allt sem sýnist i fyrstu. Umræður um þetta og annað eru mjög til bóta og þar er lausnina að finna. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þú skalt vera hvetjari og vaki til góðra hluta, og þú mátt vera viss um það, að aðrir verða þér hliðhollir. Þú skalt af einurð reyna að lægja ó- ánægju innan fjölskyldunnar, og umfram allt endurskoða fjárhagsáætlunina. Nautið (20. april—20. maí) Þetta verður ánægjulegur dagur hjá þér, og allír umhverfis þig eru ákaflega samvinnufúsir. Þá er það ekki til að spilla fyrir, að þeir, sem eitt- hvað hafa að segja i umhverfi þlnu, eru þér held- ur en ekki hliðhollir. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það má vel vera, að einhver nákominn þér verði þér öfugur og snúinn, en þú skalt láta sem ekkert sé. Það er liklegt, að þú fáir óvanalegt boð. Ferðalög vlkka sjóndeildarhringinn, og það er alltaf timabært að hugsa um slikt. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þetta er afskaplega ánæjgulegur dagur, sér- staklega eru fjölskyldumálin I góðu gengi, og ættingjar þinir og vinir eru þér einkanlega hjálplegir I alla staði, ef þú þarft til þeirra að leita, en á þvi gætu orðið nokkrar likur. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Heimilishagir þinir eru nú ákaflega góðir, en það er rétt eins og þú hafir nóg að gera. Þú skalt halda áætlanir þinar þannig að engin hætta sé á, að þú dragist aftur úr. Þú skalt ekki vera hrædd- ur við að eyða i þarflega hluti. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það er einhver taugaspenna I þér I dag, og lik- lega er þér heppilegast að leita einveru eða taka þátt i andlegum umræðum til þess að losa um. Það er þó nokkuð sterk aðstaða til að þróa sam- band, sem byggist á samúð og skilningi. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það er engu likara en nú sé bjartara yfir fjár- málum þinum en verið hefur um langt skeið, og hætt við að þú freistist til að fara út og eyða meiru en góðu hófi gegnir. Ef þú gerir það 1 kvöld, áttu ánægjustund meðal kunningjanna. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það er ekkert vist að aðstæðurnar séu heppileg- ar hjá þér i dag, en engu að siður er hætt við þvi, að vinir þinir og kunningjar reikni með þvi, að þú 'hjálpir þeim. Sé um fjárfestingu að ræöa, skaltu segja þeim afdráttarlaust eins og er. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum of- reyna þig I dag, þvi nú reynir á að þú notir kraft- ana skynsamlega. Það verður leitað til þin, og þú skalt bregðast umsvifalaust við. Þá er og hagstætt að ganga frá samningum eða kaupum. Steingeitin (22. des.-19. jan) Fjármál þin og einkamál verða að likindum til umræðu meðal þinna nánustu, og verði svo, taktu eftir þvi, að skynsamlegasta lausnin kem- ur frá þeim, sem sizt skyldi. Þú skalt taka málið til athugunar og gera þetta, hvaö sem hver seg- ir. Dönsku gullsmiftirinir Helga og Bent Exner DANSKIR GULLSMIÐIR í NORRÆNA HÚSINU DÖNSKU gull- og silfursmiðirnir, hjónin HELGA og Bent Exner, sýna skartgripi sina í bókasafni Norræna hússins 19.-25. október. Exnerhjónin eru talin I röð fremstu listamanna Dana, og skart þeirra hinir mestu dýrgrip- ir. „Skart er skúlptúr”, segja þau, og þau smiða aldrei tvo gripi eins. Smiðisgripir þeirra hafa verið á fjölda mörgum listsýningum i Danmörku og viðar, til dæmis á Heimssýningunni I Montreal 1967, Victoria og Albert Museum 1968, Helsinki 1968, Moskvu 1969, Japan 1970, Munchen 1971 og 1972 og Hamborg 1973. Þau hafa hlotið fjölda verðlauna fyrir smiðisgripi sina. Exner hjónin selja aðeins gripi sina frá eigin verkstæði, aldrei i verzlunum. Hjónin verða á sýningunni i Norræna húsinu dag- lega og veita þar allar upplýsing- ar. Nokkrir skartgripanna munu verða til sölu. Sýningin er opin frá kl. 14.00-19.00 dag hvern til föstu- dgasins 25. okt. Fjallað um akstur fatlaðra barna í skóla BH—Reykjavik. —A fundi borgarráðs i siðustu viku var lagt fram bréf nefndar um stjórn kennslu hreyfilamaöra og fjöl- fatlaðra barna, varöandi akstur barna f og úr skóla, svo og um dagvistunarpláss. Erindi þessu var visaö til umsagnar fræðslu- stjóra og félagsmálastjóra og fær vonandi skjóta afgreiðslu, jafn þarft mál. JOHANNES UR KÓTLUM: LJOÐA- SAFN Ný útgáfa af Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum. Bí bí og blaka Álftirnar kvaka -k Eg læt sem ég sofi Samt mun ég vaka * Hrímhvíta móðir Hart er í heimi -K Mannssonurinn Eilífðar smáblóm -k Sól tér sortna Sóleyjarkvæði -k Annarlegar tungur Hlið hins himneska friðar HEIMSKRINGL Laugavegi 18. Auglýsltf í Tímanum HLUTA- VELTA í Breiðholtsskóla í dag kl. 2 GEYSILEGT ÚRVAL EIGULEGRA MUNA sumir að verðmæti um 10—20 þús. kr. ALLIR FÁ VINNING Ekkert happdrætti ENGIN NÚLL Karlakór Reykjavikur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.