Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 5

Tíminn - 20.10.1974, Qupperneq 5
Sunnudagur. 20. október. 1074 TÍMINN 5 ★ ★ Gleymdi að tilkynna um skilnaðinn Susan Hampshire, sem þekkt er hér á landi meðal annars fyrir leik sinn I sjónvarpsþáttunum um Forsyte-ættina skildi við mann sinn, en gleymdi að láta hann vita! Þetta er sennilega af þvi, að hjónakornin hafa biiið I sitt hvoru landinu, meðan þau voru gift. Helgar-hjónaband endist ekki lengi. Það tók Susan Hampshire sjö ár að komast að þvl. Hjónaband hennar og franska kvikmyndastjórans Pierre Granier-Deferre, hefur veriö eitt af þeim allra undarlegustu af mörgum undarlegum hjóna- böndum, hjá fólki innan skemmtanaiðnaðarins. Siðan þau giftu sig, 1967, hafa þau t.d. alltaf búið sitt I hvoru lagi. Susan bjó i London. Pierre bjó i Paris. Bæði stunduðu þau sina vinnu, án þess að láta hjóna- bandið hafa áhrif á bilsetu sina. Um helgar flaug Susan til Parisar og nokkrum sinnum heimsótti Pierre hana til London. A þessum sjö árum hafa þau orðið þekktustu andlit- in á flugvöllunum við Orly og Heathrow. Allt benti til a þetta tækist með ágætum og að báðir aðilar væru ánægðir. Susan sagði áður: Þetta er dýrleg lausn á sambúð. Ég er alltof sjálfstæð til að geta verið eiginkona sjö daga vikunnar. En eins og við höfum haft það, þá þarf ég aðeins að vera góð viö Pierre þrjá daga um helgar. Eg myndi aldrei geta verið góð eiginkona ef við ættum að búa alltaf saman. Fyirir fjórum árum eignuðust hjónin son, Christopher, en það breytti engu um hjónabandið. Þegar Susan langaði til, tók hún soninn undir höndina og skrapp til Parisar. En nú er þessu merkilega hjónabandi lokið, með ennþá merkilegri skilnaði. Pierre vissi ekkert um skilnaðinn Susan gleymdi að segja honum það! Jafnvel eftir að opinber til- kynning hafði veriö gefin út i London um skilnaðinn, var Pi- erre i Paris og neitaði að trúa þvi. — Þetta er tóm vitleysa sagði hann við blaðamenn. Allt er i finu lagi milli min og konu minnar. Hún og Christopher koma til min um næstu helgi eins og venjulega. En i London, staðfesti Susan, að skilnaðurinn væri staðreynd. — Ég er hrædd um að ég hafi gleymt aö segja Pierre frá þessu — sagði hún. Spurningin er, hvað olli skilnaðinum? í fyrra misstu hjónin stúlku-barn, sem lifði að- eins I nokkra tima eftir fæðing- una. Susan fékk taugaáfall og einhvernveginn fór svo að hún kenndi Pierre um þetta. Mikið annriki var svo hjá henni næstu mánuðina, svo að hún komst ekki eins oft til Parisar og áður 4 LÍKAR — EDA HVAÐ? Hún heldur liklega að hún sé Marilyn Monroe, sögðu öfund- sjúkar vinkonur Söndru Dickinson, þegar hún fór i leikskóla fyrir nokkrum árum. Óneitanlega liktist hún stór- stjörnunni nokkuð i útliti. Til þessa hefur Sandra, sem nú er 25 ára gömul, ekki fengið önnur hlutverk en að brosa fallega i tannkremsauglýsing- um, en nú hefur hún fengið stóra tækifærið. Hún leikur Marilyn Mo roe I nýju leikritijsem sýnt verður i London á næstunni. Það heitir Þjóðsagan og fjallar um þrjá siðustu mánuöina I lifi Marilyn Monroe. Sandra er bandarisk, en býr i Bretlandi með manni sinum, sem er háskólakennari. Myndirnar eru af þeim leikkonunum Söndru og Marilyn, og fer vist ekki milli mála hvor er hvor, þótt þær séu að vissu leyti likar I útliti. 4 ★ ★ ★ ★ I IPIÉÍ ÉÉÉl - ■ ðnrii -: ■ ■ ■ ' hafði verið. En nú er áátandið þannig, að Susan fer af og til að heimsækja sinn fyrrverandi eiginmann og hann kemur til London, en þetta gera þau aöeins vegna sonarins, Christopher. Þannig að raunverulega er ekkert breytt á milli þeirra, nema að þau eru ekki gift lengur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.