Tíminn - 20.10.1974, Side 11

Tíminn - 20.10.1974, Side 11
iifli ,ií>dö)>io ,0S .•uiasbunnu? Sunnudagur. 20. október. 1974 TÍMINN or 11 Fluttust útlægir húskarlar Guðmundar Arasonar til Ameríku Vestur-íslendingar minnast 100 ára búsetu sinnar i Kanada á næsta ári. Stefán Stefánsson frá Gimli sagði i viðtali i Timanum 20. júli m.a.: „Mesti gallinn, og kannski aðalgallinn, við Is- lendinga hefur þó verið sá, að þeir eiga afskaplega gott með að sameinast við aðra menn. Og þeir vita það. Við höfum menn, sem hafa brotizt hátt i mannfélaginu, og allar bækur sýna það, og við höfum aðra, sem t.d. hafa farið norður 1 óbyggðir, og setzt að með Indiánum, og þeir eru orðnir alveg eins eftir 6 mánuði.” Þessa aðlögunarhæfileika verður að hafa i huga, þegar rætt erum landnám íslendinga á meg- inlandi Ameriku fyrir ferð Kól- umbusar 1492. Huir’s Historical Atlas yfir timabilið 1490 með Hellulandi, Marklandi, Vinlandi og Hvitramannalandi sýnir einnig áhrifasvæði Islendinga inni I Hudsonflóa. Margra alda sigling frá Grænlandi inni i Hud- sonflóa fyrir 1500 virðist augljós, en þessi aðlögun, sem Stefán nefndi, gæti haft töluvert að segja, þegar rekja á sporin um fyrri landnámstilraunir Is- lendinga þar. Brottflutningur stuðnings- manna Guðmundar Arasonar til Grænlands 1209 á fjórum skipum, einnig með Klængi Kleppjárns- syni 1219, og siðast á skipi Auð- Bjarnar 1223? Föðurætt Guðmundar Arasonar var herská i meira lagi. Ari faðir hans féll i Noregi,og Þorvarður bróðir Ara tók virkan þátt I valdastriði þar, og einnig Og- mundur sneis Þorvarðsson. Tveir föðurbræður Guðmundar Arason- ar létust á Grænlandi. Móðir þeirra var afkomandi Ara Más- sonar í Hvitramannalandi. Afdrif Ingimundar fóstra og föður- bróður Guðmundar Arasonar, voru lengi ókunn, eftir að hann hvarf 1189 á skipi sinu Stangarfolanum, og trúlega hefur Guðmundur Arason fengið fregniraf andáti hans hjá Jóni Arasyni Grænlendinga- biskupi,þegar þeir hittust á Aust- fjörðum 1203. Ingimundur hafði fundizt i óbyggð á Grænlandi árið 1200, ófúinn (nýlátinn?), ásamt nokkrum beinagrindum, hjá skipi Ingimundar, Stangarfolanum. Vax var og þar hjá honum og rúnir þær, er sögðu atburð um llflát þeirra. Jón Árnason varð Grænlendingabiskup, þegar Ingi- mundur afþakkaði það embætti. Guðmundur Árason átti i ,,þrjátiuára”-striði við höfðingja og bændur i Skagafirði út af kostnaði vegna mannsafnaðar, er fylgdi Guðmundi Arasyni. í odda skarst með Kolbeini Tumasyni og biskupi, og lét Kolbeinn dæma fjölda af húskörlum biskups útlæga, og hótaði hann þeim líf- láti. Svo fór þó, að Kolbeinn féll, og lagði Guðmundur Arason þung gjöld á bændur i Skagfirði, en hinsvegar bætti Guðmundur Ara- son og ögmundur sneis útlendum mönnum, sem voru i banni vegna samskipta við Kolbein, upp rán, sem menn biskups höfðu framið. Þessi stjórnkænska hefur komið i góðar þarfir, þegar höfðingjar úr öllum landsfjórðungum komu með 700 manna liði norður að Hól- um 1209 og hröktu menn biskups frá Hólum, en hann fór með Snorra til Reykholts. Telja má vlst, að ögmundur sneis hafi þá komið úr landi húskörlum bisk- ups, sem margir hverjir voru á vonarvöl og dæmdir sakamenn. Þetta sama ár hurfu eða rak til Grænlands fjögur skip, — með húskarla biskups? Árið 1218 kom Guðmundur Ara- son út og fór til stóls sins. Dreif þá liö mikið til biskups, og horfði til kostnaðar. Arnór Tumason dró þá lið saman og kom um nótt til Hóla. Tóku þeir biskup i hvilu sinni og drógu hann ofan eftir húsum. Þeir ráku af staðnum allt lið það, er biskupi var hjálplegt. Þeir lögðu biskup á vagar og óku með hann i Ás til bús Arnórs. Vaga var eitt af fáum farartækj- um, fyrir utan sleða, sem Is- lendingar notuðu, og það var al- gengt á sléttunum miklu. Sama má segja um tjald það, sem biskup var geymdur i við Hvitá, tjaldað húðum bæði utan og inn- an,og húðfat hans. 1219 hverfur Klængur Kleppjárnsson mágur ögmundar sneiss til Grænlands? Arið 1222 var Grímseyjarför, og þá voru liðsmenn Guðmundar Arasonar einnig illa komnir, sem orð biskups benda til. Þeir Sig- hvatur létu leggja hendur á biskup, og fór hann á þvi skipi úr eyjunni, er Sighvatur var á. Guð- mundur biskup bað guð hefna sin,” þvi að ég má eigi, vesaling- ur minn.” Auð-Björn, fornvinur Guðmundur Arasonar, gæti hafa lagt liði biskups til skip. 1223 týndist skip Auð-Bjarnar og nær hálfur fimmti tugur manna. Eru Arapaho-Indiánar afkomendur Guðmund- ar Arasonar Hólabisk- ups? Arapaho eru taldir með frum- byggjum á sléttunum miklu i Amériku, sem byggðust tiltölu- lega seint, þar sem frumskilyrði til veiða þar, var notkun hestsins. Talið er að Arapaho hafi haft búsetu við Rauðá, sem fellur norður I Winnipegvatn. Rauðár- dalur er með frjósömustu akur- yrkjuhéruðum N-Ameriku, en þar sem Arapaho stunduðu ekki akur- yrkju, hafa veiðar á sléttunum, með ógrynni af visundum, ráðið þvi, að Arapaho tóku sér búsetu þar. Þegar Evrópumenn hröktu stöðugt fleiri Indiánaþjóðflokka vestur á bóginn fjölgaði veiði- mönnum á sléttunum, en „yfir- völdin” gripu þá til kaldrifjaðra ráöa, með skipulagðri útrýmingu vlsundanna, að svelta Indiánana i hel. Arapaho hafa trúlega mótað hið fábrotna lif, sem einkenndi sléttubúana. Vagan (travois), sama farartæki og notað var i Skagafirði, var aðal farartækið. Trönutjaldið (Tippi), einnig notað á Islandi og i N-Noregi (Lapp- landi), var almennt notað, en þó að mikið samræmi væri á ytra borðinu, skáru Arapaho sig úr i mörgum atriðum. Þeir höfðu ekki ættar- og stéttaskiptingu eða höfðingjavald. Arapaho voru þeir einu, sem jörðuðu lík á sléttunum miklu. Arapaho áttu ekki i ófriði við Evrópumenn,en þeir urðu að horfasti augu við hungurdauðann eins og aðrir sléttubúar, þegar visundunum var útrýmt. Viðbrögð þeirra við þessari ógn urðu þau, að þeir efldust i messi- asartrú. Margt stuðlaði að fækkun Indi- ána: hrakningar, sultur og far- sóttir, þ.á.m. mislingar og bólu- sótt, sem einnig herjaði á byggð Vestur-íslendinga, sem var sett i algjöra einangrun, án læknis- hjálpar og lyfja. Indiánar smygl- uöu lyfjum til Vestur-Islendinga sem björguðu mörgum. Stefán Stefánsson frá Gimli segir i viðtali i Timanum, að aölögunarhæfileikar Islendinga séu það miklir, að það taki þá aöeins 6 mánuði að aðlagast hinum ólikustu lifsvenjum t.d. lifi Indiána. Hann kallar þetta ókosti, að visu með töluverðu stolti. Þetta er e.t.v. ástæðan til góðrar sambúðar við Indiána. lslendingar settust i land, sem Indiánar áttu, i góðri trú, en yfir- völdin „gleymdu” að tilkynna fyrri eigendum um eigenda- skiptin. Nú þegar bætt kjör Indi- ána eru á dagskrá, væri land- náms Vestur-Islendinga vel minnzt, ef þeir notuðu þessa„ókosti” sina, þ.e. að- lögunarhæfileikann, til þess að veita Indiánanum lið til bættra kjara, þó þar sé við mikla for- dóma að fást, á báða bóga. Þó að kjör Indiána séu almennt bág, hafa einstakir komið sér áfram til samjöfnunar við Evrópumenn, t.d. Atsina (Gros Ventres), en þeir eru taldir skyldir Arapaho. ögmundur sneis, frændi og „hershöfðingi” Guðmundar Arasonar, bauð fjárhlut sinn til þess, að sættir yrðu með biskupi og höfðingjunum, og hann hefur ekkert til sparað, að koma dæmdum stuðningsmönnum biskups utan. Það kemur lika i ljós, að fjögur skip „rekur” til Grænl, eftir ósigur biskups 1209 og eftir annan ósigur biskups „drukknar” mágur ögmundar 1219, og eftir lokaósigur biskups 1223 týnist skip Auð-Bjarnar, fornvinar biskups. ögmundur sneis var ekki vel séður i Noregi. Þar hafði hann stutt ræningja- foringjann Jón kuflung, og ófriðarástand var milli Islands og Noregs 1216-’23 útaf hvarfi Páls Sæmundssonar, en hinsvegar voru persónuleg kynni með hæst- ráðanda i Grænlandi og Guð- mundi Arasyni. Þangað hefur ferðinni verið heitið 1209, og hinar fylgt á eftir, Grænland hefur ekki getað hýst lið Guðmundar Arasonar til lengdar, og má þvi gera ráð fyrir, að þeim hafi verið komið til meginlands Ameriku um Hudsonflóa, og að það sé upphaf byggðar Arapaho við Rauðá. Ég tel það öruggt, að stóðið af sléttunum sé upphaflega komið af Isl. hestinum (Indian pony), og hefur trúlega borizt þangað með Arapaho. Vestribyggð tæmdist 1342, og Chippewa (Ojibway) eiga það sameiginlegt með Islending- um, að þeir hafa varðveitt fjölda sagna ekki aðeins af sinum eigin forfeðrum, heldur einnig af öðrum þjóðum. T.d. er The Song of Hiawatha, sem Longfellow orti, saminn eftir frásögn þeirra. Þar er frásögn af viðureign Þórs við Miðgarðsorm og ferð hans til Útgarða-Loka mjög áberandi söguefni. Einnig hefur fundizt töluvert af tökuorðum úr norrænum málum (islenzku) i máli Algonkin-Indiána, sbr. afmælisrit um Stefán Einarsson prófessor. Skúli Ólafsson, Klapparstig 10 VIIlKiXI ÞAÐ ER I SEM ÚRVALIÐ ER rpríD Veljið vegg fóðrið og mólning una á SAMA STAÐ Mayjair IRKiM " eggfóður- og mólningadeild Armúla 38 - Reykjavik Simar 8-54-66 & 8-54-71 Op/ð til 10 á föstudagskvöldum og hádegis á laugardögum Sá mest seldi ár eftir ár Pólar h.f. Einholti 6. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum I dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Muniö Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. JlS-rö N LOFTSSON Hringbrout 121 . Simi 10-600 Ssiig 4 HF. Vlli BIBLÍU' BREFASKÓLINN tilkynnir nýtt námskeið FYRIR UNGT FÓLK sem vill kynna sér Bibliuna. — Það heitir I blóma llfsins. Þetta er ókeypis námskeið, sem samanstendur af 21 bréfi, er i sögu- formi og er mjög spennandi frá upphafi til enda. Væntanlegir þátttakendur sendi eftirfarandi upplýsingar til Bibliuskólans, pósthólf 60, Keflavik. ------------------------------------------3»^---------- Ég óska að fá send til min fyrstu tvö námsbréf hins nýja nám skeiðs, 1 blóma lifsins. Nafn:________ Heimilisfang:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.