Tíminn - 20.10.1974, Síða 20

Tíminn - 20.10.1974, Síða 20
20 TÍMINN fundinum sem við héldum, komu fram um áttatiu mismunandi afbrigði af dalium. — Er dalian einær jurt? — Hún er svokallað hnýði. Margir kalla hana lauk, en það er ekki alls kostar rétt. Hún þolir ekki frost, og svipar að þvi leyti mikið til kartöflunnar. Blöð dali- unnar þola alls ekki meira frost er kartöflugras, jafnvel heldur minna. Annars sprettur dalian vel, ef þess er gætt að setja hana ekki of snemma út á vorin og ef hlynnt er vel aðhenni að sumrinu. — En er okkar islenzka sumar þá nógu langt? — Hér verður forræktun að koma til. Það verður að setja daliurnar i potta eða kassa fyrst á vorin og alls ekki láta þær út i garð, fyrr en maður er nokkurn veginn viss um að öll frosthætta sé um garð gengin. Forræktun á sér einnig stað i nágrannalöndum okkar. Kristinn Helgason. Timamynd Gunnar. EINN ER sá félags- skapur i Reykjavik, sem litið hefur látið á sér bera utan hrings þess áhugafólks, sem að honum stendur, og hefur mestan part helgað sig þvi markmiði að veita félagsmönnum sinum gleði og lifsfyllingu. Þetta er Daliuklúbbur- inn. Nú er ekki óliklegt, að ein- hverjir lesendur reki upp stór augu og spyrji: Daliuklúbbur? Hvað er það eiginlega? Já, það er nú einmitt það, sem við ætlum að fræðast ofurlitið um i eftirfarandi greinarkorni. Þess vegna höfum við fengið hingað Kristin Helga- son, formann félagsins, og ætlum að biðja hann að fræða okkur, sem sum hver vitum sjálfsagt varla, hvað dalia er. Fyrstu sporin — Hvenær var þessi félags- skapur stofnaður, Kristinn? — Hann var stofnaður 15. marz 1967. Tildrögin voru þau, að þennan vetur hafði verið ákveðið i Garðyrkjufélagi Islands, en ég var þá formaður þess félags- skapar, að efna til kynningar á dalium, sem þá voru nokkuð farnar að ryðja sér til rúms i göðrum hér. Ég hafði gert nokkuð aö þvi að rækta þessi blóm, og nú kom það i minn hlut að halda ræðustúf, þegar daliurnar voru kynntar. Það kom á annað hundrað manna til þessarar daliukynningar, og það var miklu fleira en við höfðum gert ráð fyrir, svo að upp úr þvi fór mér að detta i hug, hvort ekki væri grundvöllur fyrir þvi að stofna daliuklúbb, en hér á landi hafði ekki verið neitt starfandi sér- blómafélag. Og er ekki enn, utan þetta eina. — Voru ekki félagsmenn fáir fyrst I stað? — 1 upphafi skrifuðu 27 menn sig á lista i þvi skyni að gerast stofnfélagar. Og siðan var félagið stofnað, eins og ég sagði áðan, um miðjan marz 1967. Fyrsta árið var Vilhjálmur Bjarnason for- stjóri formaður félagsins. — Hver voru fyrstu verkefnin, sem félagið beitti sér fyrir? — Fyrstu árin fóru að mestu leyti til þess að kynna ræktun dalia hér á landi, en i þvi efni urðum við aðallega að læra hvert af öðru. Fundir voru aðallega haldnir á veturna, þvi að á sumrin höfðum við nóg að gera við ræktunina. Við tókum snemma upp þann hátt að halda fund einhvern tima að haustinu, um það leyti sem blómatimanum var að ljúka, og að koma þá með bióm úr görðunum okkar, sem við sýndum hvert öðru og bárum þannig saman bækurnar. — Eru daliur ólikar innbyrðis? — Já. Þær eru i fyrsta lagi eitt- hvert litskrúðugasta blóm, sem til er, en auk þess er stærð þeirra og lögun mjög mismunandi. Ég minnist þess, að á fyrsta blóma- „Þegarblóm Ibrekku oghlfðum /brosa, hvarsem litið er....’ Frakkar ætluðu að rækta daliu til manneldis • —- Er dalian ekki eingöngu skrautblóm? • — Ekki er nú hægt að kalla hana nytjajurt, en þó er hægt að leggja sér laukinn til munns, og það hefur verið gert, en að visu ekki hér á landi. A dögum Napo- leons átti að reyna að nýta daliuna sem matjurt I Frakk- landi, en sú tilraun fór út um þúfur. Jurtin þótti ekki nógu ljúf- feng til þess að vera manna- matur. • — Vita menn, hvenær byrjað var að rækta daliuna hér á landi? ■ — Já. Ragnar heitinn Ásgeirs- son ráðunautur ræktaði fyrstur manna daliu hér. Það var árið 1922, og afbrigðið sem hann reyndi, hét Impricate Splendens, og var svokölluð pompon-dalia, eða boltadalía. Það er mjög gaman að vita með vissu, hvenær þessi ræktun hófst hér á jandi, og svo vel vill til, að hér fer ekkert á milli mála, þvi að Ragnar sagði mér þetta sjálfur. Seinna komst ég I gamlan verðlista yfir þessa tegund, og þar kom allt heim og saman við lýsingu Ragnars á jurtinni. • —Hefur ræktun daliunnar færzt I vöxt eða breiðzt út, siðan þið stofnuðuð félag ykkar? ■ — Já. alveg tvimælalaust. Þessi jurt er orðin mjög vinsæl hér á landi, en þvi miður finnst mér nokkur misbrestur vera á þvi að fólk rækti hana á þann hátt, sem hentar henni bezt. Ðalian getur skotið mörgum öngum upp úr hnýði sinu, en það þýðir ekki að láta hana hafa meira en einn, eða I mesta lagi tvo, sprota, hina verður að brjóta af. Ef hnýðið er látið hafa of marga stilka að fæða, má alveg eins búast við þvi að enginn þeirra nái að blómstra. Enn er þess að geta, að daliur biómstra mjög mismunandi fljótt, það getur munað allt að tveim mánuðum. Við höfum ekki efni á þvi að rækta jurtir, sem ekki bera blóm fyrr en undir haust, þegar næturfrost eru I þann veginn að gera vart við sig. Þess vegna þarf að hugsa vel um innflutninginn, að ekki sé verið að flytja inn afbrigði, sem ill a henta okkar aðstæðum. Innflutningur og tollamál — Hafið þið reynt að hafa áhrif á innflutninginn? — Við höfum undanfarin ár flutt okkar laukjurtir inn sjálf, og þá jafnan með það fyrir augum, að þær séu fljótblómstrandi, fremur en að keppa að þvi að flytja endi- lega inn ódýrustu tegundirnar. — Hvaðan hafið þið flutt inn? — Það er mest frá Hollandi. Hollendingar eru manna snjall- astir á þessu sviði og framleiða mest, enda eru laukjurtir yfirleitt ódýrari hjá þeim en öðrum. Hins vegar eru Bretar orðnir skæðir keppinautar Hollendinga i þvi aö koma fram með ný afbrigði. Enda höfum við reyndar lika flutt inn þaðan. Ég hef það á tilfinning- unni, að við gerum of litið að þvi að kynna okkur það sem Skotar gera á þessu sviði. Hvort tveggja er, að við getum ýmislegt af þeim lært, og svo er veðurfar landanna að mörgu leyti áþekkt. Sunnudagur. 20. október. 1974 Sunnudagur. 20. október. 1974 TÍMINN 21 Ég hef verið i Skotlandi og talað við marga ágæta ræktunarinenn þar, og ég hef ekki getað betur séð, en að þeir eigi við mörg sömu vandamál að striða og við, hvað veðurfarið snertir. — Er ekki mikill tollur af þessari vöru, hvort sem hún er flutt inn frá Hollandi eða Skot- landi? — Þeir hlutir hafa sem betur fer breytzt mikið. Sú var tiðin, að daliur voru flokkaðar með lúxus- vöru, tollurinn var hvorki meira né minna en áttatiu af hundraði, og hafði verið það siðan á striðs- árunum. En laukræktendur undu þvi heldur illa að þurfa að greiða svo háan toll af dalium á sama tima og tollurinn af rósastilkum og öðru sliku var ekki nema fjörutiu af hundraði. Við fórum þvi á stúfana, gengum á fund ráðherra og fengum mjög góðar undir- tektir. Það er svo ekki að orð- lengja, að i nýju tollalögunum, sem tóku gildi á þessu ári, er dalium skipað á bekk með öðrum innfluttum jurtum, hvað tollinn snertir. Við höfðum bæði gagn og gaman af Skotlandsferðinni • — Þú sagðist áðan hafa talað við ræktunarmenn á Skotlandi. Eru slikar kynnisferðir kannski liður i starfsemi ykkar? —- Ekki vil ég nú segja að það sé fastur liður. Ég held, að það hafi verið dálitið nýstárlegt, þegar við nú i ár fórum i hópferð til Skotlands og Norður- Englands. Við vorum 27, félagar i Daliuklúbbnum, og gestir þeirra, og fórum gagngert til þess að skoða sýningar, sem þar voru á þessum tima. Við vorum átta daga i ferðinni, skoðuðum gróðrarstöðvar og ræddum við fjölda fólks. Enn fremur sáum við hvernig blóm verða bezt upp sett til skreytingar. Allt var það unnið af áhugafólki, og yfirleitt má segja hið sama um það sem fyrir augun bar þar sem við komum. Bæði sýningarnar og annað var flest unnið af áhugafólki. Yfirleitt voru ekki þarna verk lærðra garðyrkjumanna, nema i auglýsinga-skyni, og þó i smáum stil. Þessi ferð tókst i alla staði vel, og það var gaman að veita þvi athygli, að flestir sem þátt tóku I henni voru öruggari eftir en áður, enda er það sannast mála, að við þurfum ekki að dragnast með neina minnimáttarkennd, þótt við búum á norðlægari slóðum. Gróðasjónarmiðið er ekki viðurkennt — Er ekki hagkvæmt fyrir þá, sem áhuga hafa á garðrækt að ganga i félag ykkar? — Jú, vist er það hagkvæmt fyrir þá, sem verulegan áhuga hafa á þessum málum. Það er alltaf ávinningur að þvi að kynnast þeim sem lik áhugamál hafa, og læra af annarra reynslu. En ef einhver gengur i félagsskap okkar til þess eins að hafa af þvi fjárhagslegan ábata, þá er alveg eins gott fyrir þann hinn sama að láta það ógert. Félagið er ekki stofnað i gróðaskyni, og við ætlum ekki að leyfa neinum gróðasjónarmiðum að festa þar rætur. Við höfum aldrei fengið neinn styrk frá borg eða rfki, og viljum hann ekki heldur. Ef við getum orðið hvert öðru að liði án þess, þá er það gott og blessað, en meiri kröfur gerum við ekki. — Veiztu, hversu margt manha er I félaginu núna? — Við erum rétt um fimmtiu. Sú tala hefur verið nokkuð stöðug og jöfn undanfarin ár, en þó er hún vitanlega ekki á neinn hátt bindandi. Ef á fjörur okkar rekur gott fólk, þá sláum við auðvitað ekki hendinni á móti þvi — siður en svo. Við lengjum sumarið — Er ekki nauðsynlegt fyrir þá, sem stunda ræktun af þessu tagi, að koma sér upp gróðurhúsi? — Það er að minnsta kosti ákaf- lega æskilegt, og það er einmitt Blómasýning. það, sem mörg okkar hafa gert. Islenzka sumarið er stutt, eins og við vitum öll, að þvi ógleymdu, að það er svalara en i flestum nálægum löndum. En ef við eigum litið glerhús fyrir plönt- urnar okkar, jafnvel þótt það sé óupphitað, þá getum við lengt sumarið um að minnsta kosti tvo mánuði, — og það er satl að segja stór hluti hins íslenzka sumars. — Og þið bætið auðvitað framan við sumarið— að vorinu — en reynið ekki að teygja það fram á haustið? — Já. Við lengjum það með þvl að setja niður inni snemma vors og hafa plönturnar tilbúnar, þegar okkur þykir timi til kominn að taka þær úr glerhúsinu og setja þær út I garð. Enda blómstra þær miklu fyrr með þvi móti. Það er satt að segja átakanlegt að sjá fólk vera að kaupa lauka, einhvern tima i máimánuði, i þeirri veiku von að þeir beri blóm á þvi sumri, sem er næstum úti- lokað, nema að skilyrði séu einstaklega hagstæð, til dæmis ef sett er niður i miklu skjóli við húsvegg, eða annað sllkt. Dalia, sem sett er niður seint I mai, ber varla blóm fyrr en i september, — ef lauf hennar er þá ekki þegar fallið i „frostnóttinni fyrstu”. — En hvenær er heppilegast að setja niður á vorin, ef menn hafa gróðurhhús, vel að merkja? — Bezti timinn er um mánaða- mótin marz og april. Eini gall- inn við að byrja svo snemma,er sá, að þá hættir plöntunni til þess að spira upp. Margir hafa kvartað undan þvi hér, hve plönturnar verði hávaxnar, en það stafar mest af forræktuninni. Bezta ráðið við þvi er að topp- stýfa plöntuna, þvi að i fyrsta lagi nær hún þá aldrei þeirri hæð, sem hún annars hefði náð, en auk þess brýtur hún sig þá frekar, eins og það er kallað. Það er að segja, hún greinist, en það stuðlar aftur að betri og fljótari blómgun. Önnur verkefni — Hefur félagsskapur ykkar ekki sinnt öðru en þessu eina blómi, sem hann dregur nafn af? — Jú, ekki er þvi að neita. Fyrir tveimur árum fóru að heyrast raddir um það, að þetta væri of þrögt svið. Þá brugðum við á það ráða að skipa nefnd til þess að velja þrjár til fimm tegundir af skrautrunnum, sem lítt eða ekki hefur verið reynt að rækta hér á landi, i þvi skyni að flytja þá inn og gera tilraun með tæktun þeirra, en hér á landi er þvi miður ekki til neinn garður, sem eingöngu helgar sig tilraunum i þessa átt,þótt vissulega sé okkur mikil nauðsyn á að vita, hvaða tegundir er hægt að rækta hér og hverjar ekki. — Við minntumst áðan á inn- flutning. En seljið þið ekki blóm? — Nei. það gerum við ekki. Við skiptumst aðeins á blómum inn- byrðis. Hins vegar selja blóma- búðir hér mikið af blómlaukum og hnýðum, meðal annars daliur. — Er þér kunnugt um að félags- skapur hliðstæður þessum ykkar, sé starfandi viðar en hér á landi? — Já, já, daliuklúbbar eru til út um allan heim. Sjálfur er ég félagsmaður i brezka dalíusam- bandinu, og nú i haust var hér á ferðinni formaður danska daliu- klúbbsins, ákaflega fróður maður, sem gaman var að hitta og fræðast af. Hvild og upplyfting — En borgar þetta sig? Fær fólk nokkurn tima endurgoldið allt það erfiði, sem það útheimtir, að „annast blómgaðan jurta- garð”? — Já, sannarlega borgar það sig. Það er alltaf lifrænt og upp- byggjandi að vera innan um gróður, hvort sem þar er um að ræða lítil blóm eða hávaxin tré. Þaö getur enginn trúað þvi, nema sá sem reynt hefur, hversu mikil hvild það er að ganga um garðinn sinn, þegar maður kemur heim eftir erilsaman vinnudag. Og sá maður, sem á annað borð hefur lært að veita gróðri jarðar athygli, er alltaf að kynnast einhverju nýju. Þar þarf engum að leiðast. —VS Þessi dalla kefur klotið verftlauu, eins og sjá má. Verðlaunabikarinn steudur kið ncsta henni. Þær eru ekki dónalegar þessar, sem Kristinn er hér með i fanglnu, enda unir hánn félagsskapnum sýnilega harla vel.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.