Tíminn - 20.10.1974, Page 31

Tíminn - 20.10.1974, Page 31
Sunnudagur. 20. október. 1974 TIMINN 31 Einokunar-umboðsmenn og vellystingahljómsveitír Roof Tops: t.f.v. Jón Pétur Jónsson, Guömundur Haukur Jónsson Gunnar Guöjónsson, Ari Jónsson og Gunnar Ringsted. Loksins eftir ianga biö, er Roof Tops platan komin á markaö. 1 allt sumar og ailt haust hefur veriö beöiö eftir þessari LP-plötu þeirra félaga meö mikilli eftirvæntingu. Einatt hefur útkomu plötunnar þó veriö frestaö... og frestað. .1 síöustu viku var okkur tjáö, á umboösskrifstofu Amunda Ámundasonar, — aö einhverjir væru komnir I verkfali á einhverjum flugvelli, og þaö myndi seinka plötunni. Hijómsveitin Roof Tops fór fyrir tæpu ári tii Noregs til aö hljóörita þessa piötu. Allt efni á plötunni er eftir þá félaga sjálfa, után „Itock me”, sem er eftir Gunnar Þóröarson, en hann aö- stoöaöi þá viö upptökuna. Roof Tops er meöai elztu hljómsveita landsins, og hefur hún stööugt aukiö hróöur sinn hér heima, enda hefur kjarni hljóm- sveitarinnar haldizt óbreyttur i háa herrans tiö. Meö þessari nýju plötu sannar Roof Tops aö hún er meöal beztu rokkhijóm- sveita á íslandi. Þaö er sannarlega ástæöa til aö óska þeim til hamingju. Auglýsið í Tímanum þeim fjölgar sem fara i sólarfri i skammdeginu FLUGFÉ.LAG LOFTLEIDIR /SLA/VDS r^'Snjó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÖLNINGU Sendum í póstkröfu SÓXiXTXNG BE Nýbýlaveg 4 • Síml 4-39-88 góð snjó-mynstur Kópavogi I.G. skrifar MARGAR eru þær hljómsveit- ir hér á landi, sem athygli blaöanna hefur litið beinzt að, og hygg ég, að ástæða sé að miklu leyti áhugaleysi poppskrifara dagblaðanna á ungum hljómsveitum. Engu aö slöur eru margar af þessum hljómsveitum sem skotið hafa upp kollinum á siðustu árum og litla eftirtekt vakið, — harla merkilegar. Þaö er hart I ári hjá smá- fuglunum, er oft sagt, og það er öruggt, að flestar þessar hljómsveitir búa við mjög þröngan kost og lifa ekki i þeim vellystingum sem „upp- hafsmenn” fslenzka poppsins þekkja svo gjörla. Þótt vegur islenzkra popphljómsveita hafi alltaf verið þyrnum stráður, og leiðin til að ná sæmilegri afkomu nokkuð erfið, hygg ég, að aldrei fyrr hafi skógurinn veriö jafn þéttur, leiðin aldrei jafn tor- veld. Einokunar-umboðsmenn vilja engin afskipti hafa af þessum hljómsveitum. Þær berjast þvl fyrir tilverurétti sinum með þeim einu vopnum, sem tiltæk eru, þ.e. tónlist sinni. En einokunar-umboös- menn hafa ekki áhuga á tónlist þeirra, nenna ekki að hlusta á þá, og gefa þessum hljóm- sveitum aldrei tækifæri til að sýna, hvað i þeim býr. Dans- húsagestir — alla vega flestir — hafa heldur ekki áhuga á tónlist þeirra, nema hún sé nær bein stæling á vinsælum erlendum lögum. Margir reyna þó að flytja frumsamið efni, en þá heyrist aöeins óánægjukurr I salnum, og beir veröa aö leika „Sjúgarbeibi- lof” i fjórtánda skipti það kvöldiö. Innbyrðis rikir strið. á milli þessara hljómsveita, þvi hver biti er dýrmætur. Yfirleitt eru þessir bitar þó ekki stórir. Helzt væri hægt að lýsa ástandinu þannig að ein- okunarumboðsmaður út- deilir ákveðnum fjölda hljómsveita öllum beztu „djobbunum”, en leyfir svo hinum hljómsveitunum fyrir náð og miskun að sleikja diskana og hiröa mylsnuna. Hitt vita þeir, er vilja vita, að i þessum ungu hljómsveit- um, er ég nefni svo, er mikið af góðum hljóðfæraleikurum, efnilegir tónsmiðir, og það sem kannski er merkilegast: sumar þessara hljómsveita standa vellystingahljóm- sveitunum fyllilega á sporði.Þær eru sumar jafn- okar hinna á flestum sviöum, — nema þær vantar aö sjálf- sögðu þá margra ára reynslu, sem hinir hafa. Nú er ég ekki aö halda þvi fram, að allar ungar hljóm- sveitir séu góöar, — það er af og frá. Hins vegar eru þar inn- an um hljómsveitir, sem eru athygíisveröar og þess viröi, að þeim sé verulegur gaumur gefinn. Min skoðun er sú, að ein- okunumboðsmanna á islenzku poppi sem verzlunarvöru standi þróun þess verulega fyrir þrifum. Sú stund mun koma, að peningahús þessara „poppjöfra”, sem verzla með þessa tegund tónlistar eins og hvern annan varning með það eina i huga að græöa, — muni hrynja, og það mun verða Is- lenzku poppi og islenzkum popptónlistarmönnum fyrir beztu. I.G. Tónlistarsiðan þakkar I.G. bréfið, og viö tökum svo sannarlega undir það með honum, að „ungar” hljóm- sveitir eiga of sjaldan upp á pallborðið hjá islenzkum poppblaðamönnum. Við tök- um eina unga hljómsveit fyrir i dag: hljómsveitina Birtu, sem er um margt athyglisverð hljómsveit. Um aðrar skoðanir bréf- ritara ætlum viö ekki að tjá okkur. Hins vegar væri fróð- legt að heyra álit lesenda á skoðunum I.G., og munum við fúslega birta allt um þaö, — og einnig sérhvert bréf um tón- listarlegt efni, sem okkur berzt. Utanáskriftin er: Timinn, c/o Gsal, Edduhúsinu v/Lindargötu. Rvik. Vegna sifellt aukinna viðskipta og langrar reynslu okkar á Kanaríeyjum getum við boðið ferðir þangað á besta fáanlega verði. Þannig kostar 2ja vikna ferS nú frá krónum 28.800 og 3ja vikna ferð kostar frá krón- um 31.400. Við bjóðWn einnig hópafslátt, sem* nemur 2.500 krónum á mann ef um er að ræða 30 manna félagshóp eða stærri. Þetta hagstæða verð gildir jafnt fyrir alla okkar viðskiptavini. Upplýsingar um Kanaríeyjaferðir hjá skrifstofum flugfélaganna og umboðsmönnum þeirra Electrolux

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.