Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 1
FÍKNIEFNI Tæplega þrítugur Ung-
verji situr í gæsluvarðhaldi eftir að
hann var tekinn í Leifsstöð með
tæpt kíló af kókaíni innvortis þegar
hann kom til landsins í lok síðasta
mánaðar. Er þetta mesta magn sem
vitað er til að maður hafi komið
með innvortis hingað til lands.
Nígeríumaður var handtekinn í
Reykjavík síðastliðinn fimmtudag í
tengslum við málið.
Ungverjinn gleypti efnin, sem
pakkað hafði verið í rúmlega átta-
tíu hylki, á Kanaríeyjum þar sem
hann er búsettur. Frá Kanaríeyjum
flaug maðurinn til Madridar, þaðan
til Parísar og loks til Íslands. Á ferð
sinni tókst honum ekki að halda
fíkniefnapakkningunum innvortis
og skilaði um þriðja hluta efnanna
út úr líkamanum á leiðinni. Hann
lét það hins vegar ekki á sig fá held-
ur skolaði af hylkjunum og gleypti
aftur. Í Leifsstöð vaknaði grunur
tollvarða um að maðurinn hefði
fíkniefni í fórum sínum og var hann
sendur í röntgenskoðun þar sem
grunur tollvarðanna var staðfestur.
Meltingarvegur Ungverjans var
stútfullur af fíkniefnum. Á
gamlárskvöld hafði Ungverjinn náð
að skila öllum pakkningunum úr
líkamanum. Hann var úrskurðaður
í þriggja vikna gæsluvarðhald.
Fíkniefnapakkningarnar reynd-
ust vera ótraustar þegar þær byrj-
uðu að skila sér og vöknuðu áhyggj-
ur meðal lögreglumanna um að þær
myndu bresta. Rannsókn málsins
beinist meðal annars að því hverjir
voru væntanlegir kaupendur
kókínsins hér á landi.
Nígeríumaðurinn kom til
Íslands á miðvikudaginn fyrir
tæpri viku síðan og var hann hand-
tekinn daginn eftir og úrskurðaður
í tveggja vikna gæsluvarðhald á
föstudag. - hrs
Með metmagn
efna innvortis
Þrítugur Ungverji situr í gæsluvarðhaldi fyrir að flytja inn tæpt kíló af
kókaíni innvortis. Hann skilaði hluta efnanna frá sér á leið sinni til landsins
en skolaði þau og gleypti aftur. Nígeríumaður situr einnig í gæsluvarðhaldi.
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
ÞJÓÐRÍKI OG VALDBEITING
Erlingur Erlingsson sagnfræðingur flytur
erindi á hádegisfundi Sagnfræðingafélags
í Norræna húsinu þar sem hann fjallar um
þjóðríki og valdbeitingu – hernað frá
Clausewitz til Creveld. Fyrirlesturinn hefst
klukkan 12:05.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
11. janúar 2005 – 9. tölublað – 5. árgangur
ALVARLEGAR ATHUGASEMDIR
Verkfræðistofa gerði alvarlegar athuga-
semdir við starfsemi klórverksmiðju Mjallar-
Friggjar í haust. Í skýrslum hennar kemur
meðal annars fram að búnaði verksmiðj-
unnar hafi verið ábótavant sem og áhættu-
mati. Sjá síðu 2
MIKIÐ VERK FRAMUNDAN
Mahmoud Abbas vann yfirburðasigur í
palestínsku forsetakosningunum. Nú liggur
fyrir honum að semja frið við Ísraela og fá
palestínska vígamenn til að láta af ofbeldi
gegn Ísraelum. Kjöri hans var fagnað inn-
anlands og utan. Sjá síðu 6
RÁÐUNEYTIÐ ÞARF TÍMA ASÍ bíður
eftir viðbrögðum félagsmálaráðuneytisins
við greinargerð um gagnrýnina á Impregilo.
Vonast er eftir viðbrögðum eða fundi í dag.
Fjallað verður um málið á miðstjórnarfundi
á morgun. Sjá síðu 8
Kvikmyndir 30
Tónlist 28
Leikhús 28
Myndlist 28
Íþróttir 24
Sjónvarp 32
VÍÐA ÉL EÐA SNJÓKOMA Síst þó
suðvestanlands. Frost 1-7 stig kaldast til
landsins. Hvessir í kvöld einkum suð-
austan- og austan til. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
VIÐSKIPTI Danska símafyrirtækið
TDC, sem áður hét Tele Danmark,
hugleiðir hvort það eigi að koma að
kaupum á Símanum þegar hann
verður einkavæddur á þessu ári.
Aðstoðarforstjóri TDC, Torben
Holm, kom til landsins síðastliðinn
fimmtudag og átti fundi með inn-
lendum aðilum áður en hann hélt
utan á föstudag. „Það liggur hins
vegar ekkert fyrir um það hvort
við munum hafa áhuga á að taka
þátt í kaupum á fyrirtækinu,“
segir Torben Holm. Hann segir að
þótt TDC hafi þekkt vel til Símans
fyrir þremur árum þegar fyrir-
tækið skoðaði alvarlega kaup á
kjölfestuhlut, þá gildi sú þekking
ekki lengur. Hann vill ekki gefa
upp hverja hann hitti og segir
vangaveltur um aðkomu TDC
ótímabærar.
Talið er að hópur undir forystu
Meiðs muni bjóða í Símann. Meðal
þeirra sem eru að skoða aðkomu að
hópnum eru VÍS og Straumur, en
fjárfestar vilja lítið gefa út um fyr-
irtætlanir sínar, enda hvorki ljóst
hver verðhugmynd seljanda er, né
hvaða kvaðir munu fylgja kaupum.
Morgan Stanley er ráðgjafi
einkavæðingarnefndar við söluna.
Búist er við því að fyrsta hluta
ráðgjafavinnunnar ljúki í lok
febrúar og þá hefjist eiginlegt
söluferli. - hh/sjá síðu 20
DAGAR EFTIR AF
JANÚARTILBOÐI TOYOTA
Corolla Sedan, 1,4 l
Tilboðsverð
1.709.000 kr.
MEÐ EINN VÆNAN Á LOFTI Óskar Guðmundsson sýnir ljósmyndara vænan þorsk sem hann veiddi inni í Kollafirði í gær. Óskar gerir
út á Sigrúnu RE, 11 tonna netabát.
Miltisbrandur í jörðu:
Fjöldi staða
talinn sýktur
HEILBRIGÐISMÁL Yfirdýralæknis-
embættinu hafa borist tilkynning-
ar um 80 staði
á landinu þar
sem grunur
leikur á að
miltisbrandur
sé í jörðu. Talið
er nokkuð víst
að 50 til 60
staðanna séu
sýktir en meiri
vafi leikur á
svæðunum 20
til 30 sem eftir
eru. Staðirnir eru dreifðir um allt
land, þó svo að flestir séu á Suð-
vestur- og Vesturlandi.
Sigurður Sigurðarson, dýra-
læknir sauðfjár- og nautgripa-
sjúkdóma hjá Yfirdýralæknis-
embættinu, vinnur að skráningu
staða þar sem grunur er um sýk-
ingu, en miltisbrandur hér er rak-
inn til innflutnings á stórgripa-
húðum frá Afríku í kringum alda-
mótin 1900.
Sjá síðu 4
Netaveiðar færast fram:
Vorboðinn
snemma
SJÁVARÚTVEGUR „Rauðmaginn, vor-
boðinn, er snemma á ferðinni og
við höfum verið að fá mikið af
honum,“ sagði Óskar Guðmunds-
son útgerðarmaður. „Við erum
farnir að fá rauðmaga í desember.“
Óskar segir hrogn í fiskinum,
sem nú sé verið að veiða allt upp í
fjöru, og bætir við að hann komi
fyrr inn til hrygningar en áður.
„Fiskurinn hér inni í Kollafirði
hefur verið að elta æti sem vestan-
áttin um áramótin bar inn,“ sagði
hann og kvað viðbúið að hann færði
sig út aftur, en þá eltu menn bara.
Óskar taldi ekki ólíklegt að
hlýnun sjávar hefði þessi áhrif á
göngur fiska, en áður fyrr var
algengt að ekki væri byrjað á neta-
veiðum fyrr en í febrúar eða mars.
- óká
Aðstoðarforstjóri TDC fundaði á Íslandi:
Danski Síminn hugleiðir
kaup á þeim íslenska
Heilsublaðið:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Fylgir Frétta-
blaðinu í dag
Björn Bragi Arnarson:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Einbeitir sér að
náminu í vetur
● nám
Hugleikur Dagsson:
▲
SÍÐA 30
Velur bestu mynda-
sögurnar 2004
● fékk frið fyrir íslenskum karlmönnum
Kate Winslet:
▲
SÍÐA 34
Skemmti sér
í Reykjavík
● heilsa ● líkamsrækt ● mataræði ● grant morrison toppar með viðbjóðnum
SIGURÐUR
SIGURÐARSON
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA