Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 11.01.2005, Qupperneq 14
14 Rannsóknir sýna að drengjum líður hvorki vel né ná þeir nógu góðum árangri í grunn- skólanum. Gunnar Einarsson, forstöðu- maður fræðslu- og menningarsviðs Garða- bæjar, segir að drengjamenning verði skoð- uð á ráðstefnu í febrúar og þá verði farið sérstaklega í það hverjar ástæðurnar eru. Er það skólinn? Er það námsefnið? Er það einhver sérstök drengjamenning eða sam- blanda af þessu öllu? Við höfum m.a. fengið til okkar ástralska fræðimenn sem skoðuðu það fyrir áströlsku ríkisstjórnina hvers vegna drengir sýna ekki betri árangur til grunnskóla og hvers vegna afstaða þeirra til námsins er ekki jákvæðari en raun ber vitni. Og hver er ástæðan? Þetta er sambland margra þátta. Það hefur m.a. verið bent á það að heili drengja og stúlkna starfar á mismunandi hátt. Svo má velta fyrir sér hvort námsefni, skólagerðin og skólakerfið sé með þeim hætti að það stuðli ekki að vellíðan og árangri drengja í skólum. Það þarf líka að skoða samskipti kynjanna og stöðu stúlkna. Þó að stúlkur nái betri námsárangri en drengir þá er ekki víst að stúlkur séu ákveðnar og sjálfstæðar eftir grunnskólanám. Það má vera að skólakerfið og skólagerðin dragi úr mögu- leikum stúlkna til að ná góðum árangri at- vinnulega, t.d. í viðskiptalífi. Þetta þarf að skoða líka. Hefur vanlíðan drengja aukist? Námsárangur drengja hefur versnað. Það má vera að drengjum hafi ekki liðið vel fyrir nokkrum áratugum, við bara vitum það ekki nógu vel. GUNNAR EINARSSON Heili kynjanna er mismunandi FRAMMISTAÐA DRENGJA Í SKÓLUM SPURT OG SVARAÐ Klórverksmiðja Mjallar-Friggjar í Vestuvör í Kópavogi hefur valdið ugg á meðal íbúa á svæðinu. Bæjarráð Kópavogs mun í vikunni fjalla um beiðni fyrirtækisins um starfsleyfi til framleiðslu gassins en um lyktir málsins er ekki útséð. Er klórgas hættulegt? Klórgas er eiturgas, um það er ekki deilt. Þannig var gasið notað í fyrri heimsstyrjöld sem efnavopn enda veldur það verulegum öndunar- erfiðleikum sem að lokum geta dregið mann til dauða. Þegar rúmmál gassins í andrúmsloftsinu fer yfir 0,0001 prósent er það banvænt. Því er ekki að undra að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sagði í umsögn sinni á sínum tíma um málið að slíkt gas væri „mjög hættulegt, ætandi og eitrað gas.“ Hins vegar er fnykurinn af gasinu slíkur að fólk verður þess vart löngu áður en magn þess fer yfir hættumörk. Er hættan af klórverksmiðju mikil? Í áðurnefndri umsögn sinni bendir slökkviliðið á að slík verksmiðja eigi að vera „sem fjærst íbúðarhúsnæði, öðrum húsum og starfsemi,“ en íbúðabyggð er örskammt frá Vesturvör og skóli innan við kílómetra í burtu. Ef leki kemur að stóru klórgashylki er talið lífshættulegt að vera á svæði í 275 metra radíus frá lekanum en rýma þarf mun stærra svæði enda getur fólk í talsverðri fjarlægð orðið fyrir eitrun. Á hinn bóginn eru líkurnar á að slys geti átt sér stað taldar litlar. Réttur íbúanna? Eðlilega eru íbúar á svæðinu uggandi yfir þessum nýja nágranna sínum enda eru áhrifin af eitruninni langt í frá skemmtileg. Þótt slysa- hættan sé lítil þá er hún vissulega til staðar. Hvað ásættanlegt er í þessum efnum er erfitt að segja en benda má á að hið opinbera kaupir hús á svæðum þar sem veruleg hætta er á snjóflóðum og öðrum hamförum. Klórverksmiðja hefur ekki jákvæð áhrif á fasteigna- verð í hverfinu þannig að íbúarnir gætu beinlínis orðið fyrir fjár- hagstjóni verði starfsleyfi veitt. Réttur fyrirtækisins? Hins vegar er það réttmætt sjónarmið að fyrirtæki eiga að geta sinnt starfsemi án afskipta yfirvalda svo fremi sem hún er lögleg og sé ekki heilsuspillandi. Sýni forsvarsmenn Mjallar-Friggjar fram á að að hættan af verksmiðjunni sé hverfandi þá er ekki víst að bæjaryfirvöldum sé stætt á að synja fyrirtækinu starfsleyfis. Óvelkominn nágranni enda baneitraður FBL GREINING: KLÓRVERKSMIÐJA Í KÓPAVOGI 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Leiðin til friðar er löng og ströng Mahmoud Abbas hefur verið kjörinn forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Palestína er ekki sjálfstætt ríki en hefur lengst af verið bitbein annarra þjóða. Stríðsástand hefur ríkt í Palestínu síðustu ár en vonir manna standa til að nýr leiðtogi geti greitt fyrir langþráðum friði. Þótt aðeins séu fáein ár síðan Palestína öðlaðist einhvers konar þjóðréttarlega stöðu er landið ævafornt. Íbúar landsins lutu ýmsum valdhöfum allt fram á síðustu öld þegar Bretar stýrðu svæðinu að lokinni fyrri heims- styrjöld. Gyðingar áunnu sér samúð um allan heim eftir hel- förina í síðari heimsstyrjöldinni og því ákváðu Sameinuðu þjóð- irnar að leggja blessun sína yfir stofnun Ísraelsríkis fyrir botni Miðjarðarhafs. Það varð að veru- leika árið 1948. Landnám gyð- inga hafði þó hafist mun fyrr þannig að þegar hér var komið sögu taldist drjúgur hluti íbúa svæðisins til gyðinga. Strax í kjölfarið hófst skammvinnt stríð Ísraels við nágrannaríki sín sem lyktaði með því að gyðingar fengu enn stærri hluta landsins í sinn hlut en þeir höfðu haft og tugþúsundir Palestínumanna lentu á vergangi. Árið 1967 kom til svonefnds sex daga stríðs á milli Ísraela og arabalandanna og hertóku þeir fyrrnefndu meðal annars Gazaströndina og Vesturbakkann í þeim átökum. Allar götur frá stofnun ríkis- ins hafa Gyðingar og Palestínu- menn eldað grátt silfur. Árið 1993 brá þó svo við að deilendurnir ákváðu að slíðra sverðin og setj- ast að samningaborðinu. Ári síð- ar var Óslóarsamkomulagið svo- kallaða samþykkt. Það markaði ákveðin straumhvörf því þar mátti greina fyrsta vísinn að stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna. Í samkomulaginu fólst að Palestínumenn skyldu hafa forræði yfir eigin málum og fengju heimastjórn ekki seinna en að fimm árum liðnum. Tveim- ur árum seinna, 1996, fengu Palestínumenn sitt eigið löggjaf- arþing og fyrstu þingkosningarn- ar voru haldnar. Það ár var Ara- fat kjörinn forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Það skipti ekki síst máli í þessu ferli að á þessum tíma sýndu Bandaríkja- menn aukinn áhuga á að leiða deiluna farsællega til lykta. Sæl- an var þó skammvinn því með uppgangi harðlínuafla í ísraelsk- um stjórnmálum var ljóst að frið- urinn yrði senn úti. Landnám gyðinga á herteknu svæðunum færðist mjög í aukana og nú eru hundruð landnemabyggða á Vest- urbakkanum og nokkrir tugir á Gazaströndinni. Landnámið er að vonum mikill þyrnir í augum Palestínumanna og er ásamt rétti flóttamanna til að snúa aftur til síns heima helsti ásteytingar- steinninn. Árið 2001 skarst enn í alvar- lega brýnu á milli Palestínu- manna og Ísraela og síðan þá hefur verið róstusamt fyrir botni Miðjarðarhafs. Alþjóðasamfé- lagið hefur af veikum mætti reynt að koma á friði til fram- búðar. Árið 2003 fékk svonefnd- ur kvartett, það eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússland, deilendur til að samþykkja svonefndan vegvísi til friðar, en lokatakmark hans er stofnun sjálfstæðs og fullvalda ríkis Palestínumanna. Erfiðlega hefur gengið að fylgja vegvísinum eftir; tortryggni ríkir á báða bóga og ofbeldisverk beggja aðila og aðskilnaðarmúr Ísraela eru þrándur í götu. Vonir standa þó til að nýkjörin ríkis- stjórn Palestínumanna fái svig- rúm til að koma á stöðugleika og fylgja vegvísinum enda er al- menningur bæði í Ísrael og Palestínu orðinn langþreyttur á ófriðnum. Sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna skiptist í meginatriðum í Vesturbakkann og Gazaströnd- ina. Íbúar Vesturbakkans eru rúmar 2,3 milljónir en 1,3 millj- ónir búa á Gaza. Tæpur helming- ur þessa fólks býr í flóttamanna- búðum. Stærstu borgirnar á Vesturbakkanum eru Hebron og Nablus, hvor um sig með um 140 þúsund íbúa, en Betlehem og Jeríkó eru talsvert minni. Palest- ínumenn búa flestir við þröngan kost. Ríflega helmingur þeirra er atvinnulaus og sextíu prósent lifa undir fátæktarmörkum. Þeir sem á annað borð hafa eitthvað að starfa fást við léttan iðnað eða landbúnað en hvorugt gefur mik- ið af sér enda er hagvöxtur nei- kvæður um tuttugu prósent í landinu. bergsteinn@frettabladid.is sveinng@frettabladid.is Skemmtilegu jazzballett og freestyle nám- skeiðin okkar hafa aldrei verið vinsælli. Nú skráum við í: JazzballettFreestyle Innritun í síma 553-0786 eftir kl. 14.00 Dugguvogi 12 *Leið 4 stoppar stutt frá • 5-7 ára • 8-10 ára • 11-13 ára • 14-16 ára • 17 ára og eldri - dansandi í 10 ár Palestínsk sjálfstjórnarsvæði Ísraelskar borgir og þéttbýliskjarnar, landnemabyggðir VESTURBAKKINN OG GAZASTRÖNDIN Með nýjum leiðtoga eygja menn von um að frið- vænlegra verði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þótt Palestínumenn hafi fikrað sig nær sjálfstæði á síð- ustu árum er enn talsvert í land. Lífið í þessu tví- skipta ríki er enginn dans á rósum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.