Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 42
Sr. Hannes Örn Blandon er 56 ára
í dag. Við hringdum í hann og
spurðum fyrst hvort hann væri
ekki önnum kafinn við að æfa
eitthvert hlutverk hjá leikfélag-
inu í Eyjafjarðarsveit, þar sem
hann er prestur.
„Nei, ég er ekkert með í þessu
núna. Ja, nema þá í einhverju
baktjaldamakki. Ætli þetta séu
ekki bara aldursmerkin, maður
fær ekki lengur hlutverk
prinsanna í ævintýrunum. Ann-
ars er auðvitað verið að æfa leik-
rit hérna, „Taktu lagið Lóa“ en ég
er ekki í hlutverki þar. Nú svo er
auðvitað því við að bæta að í
söngleiknum „Ólíver“ sem verið
er að sýna hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, þá er þó nokkur fjöldi
krakka héðan úr sveitinni sem
tekur þátt í þeirri sýningu.
Hvað búa margir í Eyjafjarð-
arsveit?
„Það eru um 1000 manns.“
Verðurðu var við mikinn
áhuga á sameiningu sveitarfélaga
í Eyjafirði?
„Ég held reyndar að fólkið í
sveitinni sé ekkert upprifið yfir
þessu. Ég veit að það er heilmikill
áhugi á Akureyri en ég held að út
um sveitirnar þyki fólki að við
stöndum bara þokkalega vel og
það er ekki mjög áfram um þetta.
Eyjafjarðarsveit er afskaplega
gróið og gott landbúnaðarhérað,
hér er fimmtungur mjólkurfram-
leiðslunnar í landinu og enginn
bilbugur á bændum.“
Hvað hefurðu svo haft fyrir
stafni um hátíðirnar?
„Það var nú svo merkilegt um
þessi jól, að við þurftum að aflýsa
messum vegna veðurs. Það er
sjaldgæft og nú brosir veðrið við
okkur. Nú við vitum yfirleitt hvað
við höfum að gera um jólahátíð
prestarnir. Hér hjá mér var það
sérstaklega gleðilegt, að unga
fólkið sem er við nám annars
staðar kemur heim í leyfi og
notar þá tækifærið og lætur skíra
börnin sín. Ég framkvæmdi sjö
skírnir um hátíðarnar.“
Hvað um lestur?
„Ég var nú linur við skáldsög-
urnar þessi jól. Las þó „Bella-
donna-skjalið. Annars var ég að
líka að lesa um íslam, bók um
búddisma og svo las ég nýja þýð-
ingu á „Bókinni um veginn“ eftir
Laó Tse eftir Njörð P. Njarðvík.
Þessi þýðing er svolítið öðruvísi
en gamla þýðingin hans Sörens.
Það er kannski við hæfi að kveðja
þig með spakmæli úr þessari sí-
gildu bók: „Sá sem veit talar ekki,
sá sem veit ekki talar. Er þetta
ekki ágætis áminning?“ ■
22 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
ALEXANDER HAMILTON (1755-1804),
fyrsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fædd-
ist þennan dag. Hann féll fyrir kúlu Aarons
Burr í einvígi.
Fær ekki lengur að
leika prinsa
SR. HANNES ÖRN BLANDON ER 56 ÁRA Í DAG:
„Skuldir verða þjóðinni til blessunar ef þær
eru ekki yfirþyrmandi.“
Mynd hans er á 10 dala seðlinum. En þjóð hans hefur aldrei skuldað
meira en nú.
timamot@frettabladid.is
JARÐARFARIR
13.00 Pétur V. Sigurðsson verður jarð-
sunginn frá Langholtskirkju.
13.30 Valgerður Frímann, Suðurbyggð
13, Akureyri, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju.
14.00 Maríus Sigurjónsson, Háteigi 2b,
Keflavík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
15.00 Ingólfur A. Þorkelsson, fyrrv.
skólameistari, Espigerði 4, Reykja-
vík, verður jarðsunginn frá Kópa-
vogskirkju.
15.00 Stefán Þórðarson, Reykjahlíð 10,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
AFMÆLI
Guðmundur Georgsson prófessor er 73
ára í dag.
Bertram H. Möller, fyrrverandi lögreglu-
varðstjóri, söngvarinn „Berti Möller“, er
62 ára.
Guðný Guðmundsdóttir
konsertmeistari er 57
ára.
Jakob Smári sálfræðingur er 55 ára.
Ágúst Einarsson pró-
fessor er 53 ára.
Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi
er 48 ára.
Gunnar Smári Egilsson forstjóri er 44
ára.
Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur er
31 árs.
ANDLÁT
Hulda B. Guðmundsdóttir lést þriðju-
daginn 28. desember. Útförin fór fram í
kyrrþey.
Aðalbjörg Stefanía Jakobsdóttir, Hóla-
braut 15, Akureyri, lést föstudaginn 31.
desember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Ólafur Kristjánsson, Bakkahlíð 39,
Akureyri, lést laugardaginn 1. janúar.
Þórður Jónsson, Norðurbrún 1, lést
miðvikudaginn 5. janúar.
Vildís Jónsdóttir, áður til heimilis í Dals-
gerðI 3b, Akureyri, lést fimmtudaginn 6.
janúar.
Íris Birta Eyjólfsdóttir, Þverholti 14,
Keflavík, lést föstudaginn 7. janúar.
Sigríður Guðmundsdóttir, Skógarbæ,
áður Bárugötu 36, Reykjavík, lést laugar-
daginn 8. janúar.
Þuríður Axelsdóttir sjúkraliði, Marklandi
2, Reykjavík, lést laugardaginn 8. janúar.
SÉRA HANNES ÖRN BLANDON: „Sá sem veit talar ekki,....“
Þennan dag 1928 sendi Jósep Stalín
erkifjanda sinn, Trotskí, í útlegð til Alma
Ata í Mið-Asíu. Lengi hafði verið grunnt
á því góða með þeim byltingarbræðr-
um, Stalín og Trotskí, þótt ekki hafi
kastað tólfunum fyrr en eftir dauða
Leníns. Trotskí var úkraínskur gyðingur
og hét réttu nafni Lev Davidovitsj Bron-
stein. Hann tók þátt í undirróðursstarfi
kommúnista strax fyrir aldamótin 1900
og var dæmdur í útlegð aldamótaárið
en slapp til Englands. Hann notaði
falsað vegabréf með nafninu Leon
Trotskí og gekk undir því síðan. Í
London starfaði hann með Vladimir
Iljitsj Lenín en tók síðan afstöðu með
mensévíkum, gegn Lenin og bolsévik-
um hans. Í byltingunni 1917 sneri hann
heim til Rússlands og var þá í liði með
bolsévikum. Trotskí var einn af leiðtog-
um Rauða hersins og átti stóran þátt í
sigri hans á hvítliðum. Hann var áhrifa-
mikill í miðstjórn flokksins en tapaði í
valdabaráttunni eftir dauða Leníns.
1927 var hann rekinn úr kommúnista-
flokknum, ári seinna sendur í útlegð til
Alma-Ata og loks 1928 gerður útlægur
frá Sovétríkjunum. Hann settist fyrst að
í Tyrklandi, fór svo til Noregs og loks til
Mexíkó. Þá hafði ofsóknaræði Stalíns
náð hámarki og eftir eitt misheppnað
banatilræði tókst loks útsendara Stalíns
að myrða Trotskí, á hryllilegan hátt,
seint í ágúst 1940. Morðinginn var
spænskur kommúnisti, Ramon
Mercader að nafni.
TROTSKÍ: SENDUR Í
ÚTLEGÐ ÞENNAN DAG
1928
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1897 Leikfélag Reykjavíkur stofnað.
1918 Bjarndýr ganga á land í
Núpasveit í Öxarfirði.
Næstu daga gengu þau á
land um allt Norður- og
Austurland.
1927 Eignir Charlie Chaplin kyrr-
settar vegna skilnaðar hans
við Litu Grey Chaplin.
Chaplin bjó í 42 ár í
Bandaríkjunum en var
aldrei bandarískur þegn.
1937 Óeirðir brjótast út í verkfalli
í verksmiðju General
Motors í Flint í Michigan.
Verkfallinu lauk með sigri
verkalýðsfélaganna.
1944 Togarinn Max Pemberton
ferst út af Snæfellsnesi
með allri áhöfn, 29 manns.
1945 Vopnhlé tekur gildi í gríska
borgarastríðinu.
1989 Ronald Reagan flytur
kveðjuræðu sína sem for-
seti Bandaríkjanna.
Stalín sendir Trotskí í úlegð
Tilkynningar um merkisat-
burði, stórafmæli, andlát
og jarðarfarir
í smáletursdálkinn hér á
síðunni má senda á net-
fangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 8. janúar. Jarðar-
förin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. janúar kl. 14.00.
Skarphéðinn Agnars, Birna Skarphéðinsdóttir, Margrét Skarp-
héðinsdóttir, Þórður Ingimarsson, Jónína Skarphéðinsdóttir,
Ólafur V. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Ólöf Björnsdóttir
Garðvangi, Garði, áður til heimilis að Hringbraut 67,
Keflavík,
Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir og bróðir,
Jóhann Ásmundsson
safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar,
Hnjóti, Örlygshöfn,
lést þann 31. desember síðastliðinn á líknardeild LSH, Kópavogi.
Magnea Einarsdóttir, Árni Klemensson, Einar Dagfinnur Klemensson,
Hildur Sonja Guðmundsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur
Benediktsson, Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Benedikt
Grétar Ásmundsson og Kristín Jóhannesdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Inga Jónasína Pálmadóttir
Vestursíðu 2a, Akureyri,
lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi laugardaginn 8. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. janúar
kl. 13.30.
Guðmundur L. Blöndal, Ingólfur Freyr Guðmundsson, Herdís Ívars-
dóttir, Sunna Guðmundsdóttir, Hrefna Fönn Guðmundsdóttir,
Hlín Guðmundsdóttir og barnabörn.