Fréttablaðið - 11.01.2005, Qupperneq 44
„Það er eins gott að maður fitni ekkert í þessum
búningi.“
Varnarmaðurinn sterki Pétur Marteinsson við sænska dagblaðið Aftonbladet um
nýjan búning Hammarby-liðsins. Það er ítalski íþróttavöruframleiðandinn Kappa
sem framleiðir búningana sem eru vel þröngir eins og glöggt má sjá á þessari
mynd sem fengin er frá vefsvæðinu hammarbyfotboll.se
24 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Við undrumst...
... að Jaliesky Garcia skuli ekki sýna handboltalandsliðinu og íslensku
þjóðinni meiri virðingu en svo að hann taki frí á sólarströnd með konunni
fram yfir undirbúning með landsliðinu fyrir heimsmeistaramót. Hann fékk
íslenskan ríkisborgararétt fljótt og gat fyrir vikið gerst atvinnumaður í
Þýskalandi. Við segjum bara; „Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.“sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
8 9 10 11 12 13 14
Þriðjudagur
JANÚAR
FÓTBOLTI „Okkur hefur tekist mjög
vel upp í þessari keppni hingað til
og ef heppnin er með þá getum
við alveg velgt Liverpool undir
uggum,“ segir Heiðar Helguson,
sóknarmaður hjá Watford, en lið
hans mætir Rauða hernum í und-
anúrslitum enska deildarbikars-
ins á Anfield í kvöld.
Heiðar hefur staðið sig eins og
herforingi þessa leiktíðina með
liði Watford og vakið verðskuld-
aða athygli fyrir einbeitni og
djörfung sem honum einum er
lagið. Hann er hvergi banginn við
stórlið Liverpool enda hefur
Watford nú þegar skotið úrvals-
deildarliðunum Southampton og
Portsmouth næsta auðveldlega úr
keppninni. Hann segir þó mikið
velta á hvernig liði Liverpool tefli
fram.
„Það er óvíst hvort þeir nota
alla sína bestu menn eða hvort
það verður blanda af jöxlum og
ungum og óreyndari leikmönn-
um og á því veltur hvernig við
mætum þeim þegar leikurinn
hefst. Við erum með fullt lið og
fullir bjartsýni og með heppni
náum við jafntefli og mögulega
sigri.“
Jafntefli yrðu góð úrslit fyrir
Watford því um er að ræða tvo
leiki milli félaganna og fer seinni
leikurinn fram á Vicarage Road,
heimavelli Watford.
„Auðvitað yrði það þægileg
staða að ná jafntefli á Anfield og
eiga heimaleikinn eftir en við
sjáum hvað setur. Liðið er allt
klárt og það er mikið sjálfs-
traust hjá strákunum, mun
meira eiginlega en þegar við
spilum í deildinni og það mun
hjálpa okkur. Einnig er um tals-
verða peninga að ræða hvort
sem við komumst áfram eða
ekki og þar sem félagið er í fjár-
hagsvandræðum þá skipta þess-
ir leikir miklu máli.“
Leikurinn verður sýndur beint
á Sýn í kvöld klukkan 19.50.
albert@frettabladid.is
HEIÐAR Í LEIK Gengi Watford í deildinni hefur vakið vonbrigði aðdáenda en í ensku
deildarbikarkeppninni hafa liðsmenn allir sem einn farið á kostum. Fáir þó meira en
Heiðar sem telur möguleikana gegn Liverpool hreint ágæta.
Engin hræðsla við Liverpool
Heiðar Helguson, sem farið hefur á kostum með Watford í vetur, verður í fremstu víglínu þeirra gul-
klæddu þegar þeir mæta Liverpool á Anfield Road í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.
■ ■ LEIKIR
c 19.15 KR og ÍS eigast við í DHL-
höllinni í 1. deild kvenna í
körfuknattleik.
■ ■ SJÓNVARP
c 19.50 Liverpool og Watford á Sýn.
Bein útsending frá leik liðanna í
undanúrslitum deildarbikarsins.
Hluthafafundur hjá Valsmönnum hf.
haldinn miðvikudaginn 19. janúar árið 2005 kl. 20.00
í Valsheimilinu að Hlíðarenda, Reykjavík.
DAGSKRÁ.
1. Tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum Valsmanna hf. á byggingarrétti á
Hlíðarendareit.
2. Tillögur um heimild til stjórnar Valsmanna hf. um hlutafjáraukningu í félaginu.
Gert er ráð fyrir að forgangsréttur verði ekki virkur nema fyrir hluta aukningarinnar.
3. Önnur mál.
Stjórn Valsmanna hf.