Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 47
ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005
In GoodCompany
od
any
In Good
Company
*Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum • Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Klikkaður útsölu-leikur!
Allir
sem taka þá
tt
fá glaðning!
Aðal-
vinnin
gur er
MEDI
ON XX
L
tölva
með 1
7”
flatsk
já!
Það er gömul skemmtan að ríða
gæðingum á ís og gömlu menn-
irnir töldu engar aðstæður jafn-
góðar til að kenna hestum skeið.
Fáir notfæra sér ís lengur til að
gera hesta vakra en nú er í tísku
að ríða svokallað „ístölt“, innan-
dyra sem utan. Fyrir nokkrum
árum fékk snjall maður þá hug-
mynd að færa upp keppni í ístölti
í Skautahöllinni í Reykjavík.
Hestamót þetta varð feikivinsælt
og fleiri skautahallir fylgdu for-
dæminu, ekki bara hér heima
heldur líka í útlöndum, og eru nú
stórar sýningar á íslenskum hest-
um á ís haldnar í skautahöllum er-
lendis, vestan hafs sem austan.
Það er þó engan veginn sam-
bærilegt að ríða á skautahallar-
svelli og náttúrulegum ís á stöðu-
vatni eða í fjarðarbotni. Náttúru-
legur ís hefur fjöðrun og mýkt en
ís í skautahöll er aðeins þunnt lag
ofan á steinsteyptu gólfi – er
„dauður“ og harður og sennilega
ekki mjög hestvænn af þeim sök-
um. En ístöltið innan dyra hefur
orðið til þess að vekja áhuga fólks
á hinni fornu íþrótt og nú keppast
menn við að finna áhugaverða
staði úti í náttúrunni, ísi lögð vötn,
til að halda á ísmót að vetrarlagi.
Mývatn open hefur fest sig í
sessi og nú keppast Freyfaxa-
menn á Héraði við að markaðs-
setja ístölt á Lagarfljóti, nánar til-
tekið í Egilsstaðavíkinni. Fyrstu
verðlaun þar eru að sjálfsögðu
Ormsbikarinn, í höfuðið á hinum
dulúðuga Lagarfljótsormi, sem
ýmsir hafa séð en engum hefur
tekist að sanna að sé til. Þeir Frey-
faxamenn héldu ísmót í fyrra og
það næsta er dagsett 19. febrúar.
Fræknir knapar hafa boðað þátt-
töku, til dæmis Olil Amble, Berg-
ur Jónsson og Vignir Siggeirsson.
Ekki má heldur gleyma að Hans
Kjerúlf og Ragnheiður Samúels-
dóttir eru þarna á heimavelli.
Bergur Már Hallgrímsson, for-
maður Freyfaxa, segist búast við
góðri aðsókn á mótið, bæði af
keppendum og áhorfendum. Gata
keppenda frá afskekktari stöðum,
eins og Reykjavík og nágrenni,
verður greidd hvað varðar flutn-
ing á hrossum og gistingu fyrir
menn og hesta.
Mikill og þykkur ís er nú á Lag-
arfljóti og segja heimamenn að
engin hláka fái haggað honum
næstu vikur og mánuði. Já, ísreið
er aftur höfð í hávegum og er það
vel. Reiðmennska er ein helsta
þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og
að taka hest til kostanna á ísi
lögðu vatni undirstrikar sérstöðu
íslenska gæðingsins. Vonandi
gleyma Freyfaxamenn ekki skeið-
inu. ■
JENS EINARSSON FJALLAR UM HESTA OG HESTAMENNSKU
Á HESTBAKI
Ísreið á Lagarfljóti
GUÐRÚN ÁSDÍS EYSTEINSDÓTTIR Ríður tölt á ís en þessi forna íþrótt hefur sótt í sig
veðrið á undanförnum árum.
14 stöðvar
Ha s a r m y n d a -hetjan Jet Li
hefur tjáð sig opin-
berlega eftir að hafa
rétt sloppið frá flóð-
bylgjunum í Asíu í síð-
asta mánuði. „Öldurn-
ar komu mjög hratt.
Ég hélt á dætrum mín-
um og hljóp af
stað. Ég var
rétt lagður af
stað þegar
sjórinn var
kominn upp
að mitti.
Ég hélt
áfram að
hlaupa og sjórinn var kominn
upp að munni,“ sagði Li, sem
nýverið gaf tæpar tíu milljónir
króna til hjálparstarfs á svæð-
inu.
FRÉTTIR AF FÓLKI