Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 49

Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 49
Regnhlífarnar í New York er heiti á nýjum þætti um bók- menntir í umsjón Þorsteins J. Nýjum þætti um bækur og bók- menntir verður hleypt af stokkun- um hjá RÚV annað kvöld, mið- vikudaginn 13. janúar og verður útsendingartími klukkan 21.15. Þátturinn ber heitið „Regnhlíf- arnar í New York“ og fjallar um bækur í öllum regnbogans litum. Umsjónarmaður þáttarins er hinn góðkunni blaðamaður Þorsteinn J. Vilhjálmsson en honum til full- tingis við ritstjórn á þættinum er annar og ekki síðri fjölmiðla- maður, Sigurður Valgeirsson. Þorsteinn segir fyrsta þáttinn fjalla um ævisögur. „Meðal annars verðum við með nýútkomna ævi- sögu breska leikarans, Johns Thaw, sem var frægur fyrir túlkun sína á tveimur persónum, Inspect- or Morse og Cavanagh lögmanni. Síðan verður Coletta Björling í þættinum hjá okkur en hún er að keppast við að ljúka þýðingu á Kleifarvatni eftir Arnald Indriða- son, svo eitthvað sé nefnt.“ Grundvallarhugmyndina að þættinum segir Þorsteinn vera þá að vera með vikuna í bókum. „Það er að segja, gera grein fyrir því helsta sem er að gerast í bók- menntum í hverri viku. Okkur finnst alveg eins sjálfsagt að tala um bækur hvenær sem er ársins, rétt eins og hvað annað – til dæm- is leiki dagsins eða vikunnar í boltanum.“ Þættirnir sem eru hálftími að lengd verða sendir út vikulega á miðvikudagskvöldum – og er þetta sannarlega gleðiefni fyrir þá sem vilja fá fréttir af bókmenntum – sem eru að gerast alla daga rétt eins og veðrið og boltinn. Þorsteinn segir ekkert afmarkað þema verða í þáttunum. „Við velj- um efnið út frá því sem er að frétta af bókmenntum og skáldskap þann daginn og það getur komið alls staðar að úr heiminum, eins og tit- illinn bendir til – en hann er sóttur í ljóð eftir Óskar Árna Óskarsson. Sigurður Valgeirsson er í rit- stjórninni með mér sem er ómet- anlegt – því við erum að leita að efni í hverri viku og betur sjá augu en auga. Hann hefur gríðarlega reynslu og við erum ólíkir, sem er kostur. Þriðji aðilinn sem kemur að þættinum vikulega er síðan Þóra Arnórsdóttir fréttamaður. Hann verður því fjölbreyttur og skemmtilegur. ■ ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 2005                        !      "    "    # $      %&'()   *   +  ,,,,,,,,,, -       $        #   $             "    .   $   /   $  %&'()  ,    -      $     *  $    '    01 # 02 # 03  4   2567 , 0)567  +8 +           , /  $  "        " 97 777         4 : :   ; "5 <33 =979 > 5 <33 =)77  ?     Kr. 24.180 Flugsæti með sköttum í valdar brottfarir, sjá www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú bein flug til Bologna og Trieste í allt sumar á hreint frábærum kjörum og opna þér dyrnar að töfrum Ítalíu. Tryggðu þér fargjöld frá aðeins 24.180 krónum og tryggðu þér jafnframt bestu bílaleiguverðin á Ítalíu í sumar. Ítalíuveisla Heimsferða frá 24.180 kr. í sumar Vikuleg flug í sumar. ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON Eins sjálfsagt að tala um bækur eins og hvað annað – til dæmis leiki dagsins í boltanum. Vikulegar fréttir af skáldskapnum Tosca í Íslensku óperunni Í Íslensku óperunni eru æfingar hafnar á Toscu eftir Puccini, sem frumsýnd verður 11. febrú- ar. Tosca er stærsta verkefni Íslensku óperunnar á vormiss- eri 2005 en fimmtán ár eru liðin frá því að Íslenska óperan sýndi Toscu síðast. Nú er aftur komið að því að Íslendingar fá tæki- færi til að sjá þessa vinsælu óperu á sviði Óperunnar. Með helstu hlutverk fara Elín Ósk Óskarsdóttir, sem syngur titilhlutverkið, Toscu. Hlutverk Cavaradossi er í höndum Jóhanns Friðgeirs Valdimars- sonar og Ólafur Kjartan Sigurð- arson fer með hlutverk Scarpia. Bergþór Pálsson syngur hlut- verk Cesare Angelotti, Davíð Ólafsson er kirkjuvörðurinn og Snorri Wium fer með hlutverk Spoletta. Leikstjóri er Jamie Hayes og hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. Þórunn María Jónsdóttir hannar búninga, Will Bowen leikmynd og Björn Berg- steinn Guðmundsson lýsingu. Óperan Tosca er í dag ein allra vinsælasta ópera Puccini. Tónlistin er margslungin og grípandi og persónusköpunin kemur ljóslega fram í tónlistinni í gegnum allt verkið. Í tvísöng elskendanna, söngkonunnar Toscu og málarans Cavaradossi speglast ljóðræn fegurð á móti hörku lögregluforingjans Scarpia, sem reynir að ná ástum Toscu með brögðum. ■ TOSCA OG CAVARADOSSI Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson fara með aðalhlutverkin. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Erlingur Erlingsson sagn- fræðingur flytur erindi á hádegis- fundi Sagnfræðingafélags í Nor- ræna húsinu. Þar fjallar hann um þjóðríki og valdbeitingu – hernað frá Clausewitz til Creveld.  20.00 Davíð Bjarnason, doktors- nemi í mannfræði við Háskóla Ís- lands, heldur erindi sem kallast “Menning, tækni og farsímar - Hnattrænar tengingar og stað- bundnar túlkanir” í fyrirlestraröð Mannfræðifélagi Íslands. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Þriðjudagur JANÚAR Rauð tónleikaröð #3 HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR KL. 19.30 György Ligeti ::: San Francisco Polyphony Joseph Haydn ::: Sjö síðustu orð Krists Hljómsveitarstjóri ::: Ilan Volkov Upplestur ::: Pétur Gunnarsson Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Tvö ólík og afar spennandi verk „Volkov færði sig yfir í aðra vídd og tók hljómsveitina með sér. Hann mótaði einhvern magnaðasta tónlistarviðburð sem ég hef upplifað.“ (the herald í glasgow). Betri umsögn getur stjórnandi vart óskað sér. Volkov heimsækir Íslendinga í annað sinn, nú með tvö spennandi en ólík verk í farteskinu. Pétur Gunnarsson rithöfundur les valda kafla úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á milli þátta

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.