Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 8
29. janúar 2005 LAUGARDAGUR Bæjarstjóri Garðabæjar segir sérsamninga tækifæri til framþróunar: Hyggst semja á ný við kennara SVEITARSTJÓRNARMÁL Garðabær ætl- ar að sérsníða kjarasamning fyrir grunnskólakennara sem koma til með að vinna í Sjálandsskóla. Ásdís Halla Bragadóttir bæjar- stjóri segir nýtt ákvæði í kjara- samningi Kennarasambandsins og sveitarfélaga gefa ráðrúm til breyt- inganna. Sérsamningurinn sé til- raun til að fara nýjar leiðir í kjara- málum starfsfólks Garðabæjar. „Sú reynsla verður að hjálpa okkur í að meta hvaða framtíðar- skref við tökum,“ segir Ásdís. Hvort gefa eigi öðru starfsfólki Garðabæjar tækifæri til að leggja sitt mat á sérsamninga og hvort það hafi áhuga á að fara í tilrauna- samstarf með sveitarfélaginu. Ásdís segir ekki hafa komið til tals hjá bæjarstjórninni að enda sam- starf við launanefnd sveitarfélag- anna, sem semur um kjör starfs- manna þeirra. Garðabær hafi stutt þá kjarasamninga sem launa- nefndin hafi gert. „En okkur finnst hins vegar spennandi að prófa nýjar leiðir. Sérstaklega í þessum skóla sem leggur áherslu á einstaklingsmiðað nám og mikinn sveigjanleika,“ segir Ásdís. - gag Alþingi og heimilisofbeldi: Mikið rætt en lítið gert HEIMILISOFBELDI Allar líkur eru á því að frumvarp Kolbrúnar Halldórs- dóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að auka valdheimildir lögreglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum sínum dagi upp í allsherj- arnefnd í annað sinn, þrátt fyrir að um þennan málaflokk virðist ríkja þverpólitísk sátt. Fréttablaðið ræddi við fimm stjórnarþingmenn sem fæstir mundu eftir málinu eða efnis- atriðum þess, meðal annars þeir sem sátu í allsherjarnefnd sem hafði málið til umfjöllunar og treysti enginn sér til þess að taka efnislega afstöðu gagnvart þessu frumvarpi sem slíku. Flestir sögðust þó hlynntir því að bæta réttar-stöðu fórnarlamba heimilisofbeldis. Kolbrún Halldórsdóttir segir að meðferð þessa máls sé einkennandi fyrir það áhugaleysi sem gæti gagn- vart frumvörpum þingmanna stjórnarandstöð-unnar, þrátt fyrir að um þau ríki þverpólitísk sátt og séu þau frekar látin daga uppi í nefndum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta og segir áhugaleysi stjórnarþingmanna á þessum mála- flokki undarlegt. - bs Deilt um túlkun Halldórs á 1441 Stjórnarandstæðingar telja Halldór Ásgrímsson rangtúlka lykilályktun öryggisráðsins með því að segja að hún snúist um að velta Saddam. Aðstoðarmaður Halldórs segir orð hans mistúlkuð. STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði harða hríð að Össuri Skarphéðinssyni, for- manni Samfylkingarinnar, á Al- þingi á dögunum og sakaði hann um vanþekkingu: „Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var sam- þykkt í öryggisráðinu í nóvember 2002? Man hann ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýsting- ur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, meðal annars Þjóðverjar?.... Það var verið að byggja upp mik- inn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Saddam Hussein færi frá völd- um.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki hægt að skilja þessi orð Halldórs á annan veg en hann telji að ályktun 1441 fjalli um að koma Saddam frá völdum. „Eins og allir vita laut 1441 að því að leita af sér allan grun um tilvist gereyðingar- vopna í Írak. Til þess að hefja inn- rás með samþykki Sameinuðu þjóðanna hefði þurft að sam- þykkja aðra ályktun í öryggisráð- inu.“ Ekki náðist í Halldór Ásgríms- son vegna málsins en aðstoðar- maður hans, Björn Ingi Hrafns- son, segir að Halldór hafi alls ekki verið að vísa til álykt-unar 1441 þegar hann hafi nefnt þrýsting um að „Saddam Hussein færi frá völdum“. Hins vegar stendur eftir að hugsun ráð- herrans hvað þetta varðar er mjög óljós og vandséð er að það fáist staðist að Þjóðverjar hafi tekið þátt í að mynda þrýsting á að Saddam léti af völdum. Eitt er þó víst, að engin gereyð- ingarvopn hafa fundist í Írak. Þá girðir stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir að aðildarríki reki ríkisstjórn annars ríkis frá völd- um í umboði samtakanna enda væri þar með fullveldi ríkis rofið. Í ályktun 1441, sem samþykkt var í nóvember 2002, var Írökum hótað „alvarlegum afleiðingum“ ef þeir leyfðu ekki aðgang vopna- eftirlitsmanna og er ályktunin eitt helsta þrætueplið í alþjóðastjórn- málum samtímans. a.snaevarr@frettabladid.is ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Bæjarstjóri Garðabæjar segir sérsniðna kjarasamninga kennara Sjálandsskóla, leið til að leyfa sérstöðu starfa að njóta sín betur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N MINNISVARÐI UM HEIMILISOFBELDI Kolbrún Halldórsdóttir segir áhugaleysi ríkja gagnvart þessum málaflokki þrátt fyrir þverpólitíska sátt. ÖSSUR OG HALLDÓR Halldór vændi Össur um vanþekkingu í utanríkismálum og túlkaði ályktun 1441 á frumlegan hátt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.