Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 11
11LAUGARDAGUR 29. janúar 2005 MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.655 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 351 Velta: 7.083 milljónir +0,75% MESTA LÆKKUN vidskipti@frettabladid.is Actavis 41,10 -0,96% ... Atorka 5,95 +2,59% ... Bakkavör 25,10 +0,80% ... Burðarás 12,85 +0,78% ... Flug- leiðir 13,45 +1,13% ... Íslandsbanki 11,50 +1,77% ... KB banki 497,50 - 0,30% ... Kögun 46,50 – ... Landsbankinn 14,00 +6,06% ... Marel 53,20 -0,56% ... Medcare 5,85 – ... Og fjarskipti 3,40 +1,49% ... Samherji 11,25 -0,88% ... Straumur 10,15 +1,50% ... Össur 82,00 +0,61% Landsbankinn 6,06% Atorka 2,59% Síminn 2,50% Austurbakki -4,05% Hampiðjan -1,69% Actavis -0,96% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 71 73 1/ 20 05 Reykjavík • Kópavogi • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is 499 kr. Heilsársseríur útsala fimmtudag-su nnudags Verðsprengja 10 ltr. gróður- mold 249 kr. 40% 799 kr. 10 túlipanar Orkideur afsláttur af öllum pottaplöntum 999 kr. Breyting hjá Íslandsbanka Björn Björnsson, aðstoðarfor- stjóri Íslandsbanka, hefur óskað eftir því að láta af störfum af heilsufarsástæðum. Björn hefur verið einn af forystumönnum bankans frá því að hann var stofn- aður. Hann var áður bankastjóri Alþýðubankans, sem var einn þeirra banka sem stóðu að stofnun Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir Björn hafa verið lykilmann í uppbyggingu bankans. „Hann hefur átt stóran þátt í að móta þann fyrirtækja- brag sem einkennist af heilindum og fagmennsku.“ Björn hefur stýrt lánaeftirliti og lögfræðisviði og munu þeir þættir nú heyra undir Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Þá mun starfs- mannasvið heyra undir Bjarna Ármannsson, forstjóra bankans. - hh Sexföldun hagnaðar Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku nam tæpum 2,9 milljörð- um króna í fyrra, sem er um sexfalt meiri hagnaður en árið áður. Hagnaður fjórða ársfjórð- ungs var 419 milljónir króna. Forsvarsmenn félagsins telja rekstrarárangur á fjórða ársfjórð- ungi góðan þegar litið sé til þess að hlutabréfamark- aður á Íslandi lækkaði verulega á fjórðungnum. Afkomuna þakka þeir fyrirtækja- verkefnum. Atorka hefur fjárfest nokkuð á erlendum mörk- uðum að undanförnu, en helstu eignir fyrirtækisins hér á landi eru Jarðboranir og lyfjafyrirtæk- ið Líf. - hh Kaupir í Flugleiðum Baugur tvöfaldaði hlut sinn í Flugleiðum í gær úr rúmum þremur prósentum í rúm sex pró- sent. Seljandi bréfanna var Ís- landsbanki. Bréf Flugleiða hafa hækkað mikið frá áramótum og segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi, að menn hafi trú á því sem félagið sé að gera. Baugur átti um tíma stóran hlut í félaginu sem var seldur á síðasta ári. Flugleiðir keyptu í vikunni flugvélar fyrir 40 milljarða króna og hyggst fyrirtækið efla þá starf- semi sem lýtur að viðskiptum með flugvélar. Gengi bréfa Flugleiða hefur hækkað um rúm 36 prósent frá áramótum. - hh Hagnaður viðskiptabankanna þriggja á síðasta ári nam tæpum fjörutíu milljörðum króna. Lands- bankinn og Íslandsbanki birtu upp- gjör sín í gær og voru þau yfir vænt- ingum greiningardeilda. Landsbank- inn kom meira á óvart og var hagn- aður hans tæpum þremur milljörðum meiri en spáð var. Hagnaður Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi nam 1,3 milljörðum og hagnaður ársins nam 11,4 milljörðum króna. Tap varð af tryggingastarf- semi hjá Íslandsbanka upp á rúmar 650 milljónir á fjórða ársfjórðungi. Hagnaður Landsbankans á fjórða ársfjórðungi nam rúmum milljarði og varð hagnaður ársins 12,7 millj- arðar króna. KB banki hagnaðist um 15,8 millj- arða og er því samanlagður hagnaður bankanna tæpir fjörutíu milljarðar. Íslandsbanki greiðir hluthöfum sín- um hæstan arð, 4,5 milljarða króna, auk þess sem starfsfólk bankans fær 207 þúsund krónur í kaupauka vegna afkomunnar. Landsbankinn greiðir 1,6 milljarða og KB banki 3,3 millj- arða króna til hluthafa. - hh Hagnaðurinn fjörutíu milljarðar Afkoma bankanna var gríðarlega góð á síðasta ári. KB banki setti Íslandsmet og hinir eru ekki langt undan. HAGNAÐUR Í MILLJÖRÐUM KRÓNA: KB banki 15,8 Íslandsbanki 11,4 Landsbankinn 12,7 Samtals 39,9 FRÁBÆRT ÁR Það er létt yfir stjórnendum viðskiptabank- anna, en hagnaður þeirra hefur aldrei verið meiri, var tæpir 40 milljarðar króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SEXFALDUR HAGNAÐUR Gott ár er að baki hjá Styrmi Þór Bragasyni, fram- kvæmdastjóra Atorku. Hagnaður félagsins sexfaldaðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.