Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 29. janúar 2005 31
Farðu á 2 Meistaradeildarleiki fyrir 10 krónur!
Arsenal – Bayern München
Chelsea – Barcelona
og
Dregið úr öllum seldum röðum
– því fleiri raðir því meiri möguleiki.
Allir sem tippa fyrir klukkan 2 í dag geta unnið
ferð, gistingu og miða fyrir 2 á Chelsea – Barcelona
og Arsenal – Bayern Munchen 8. og 9. mars.
Upplifðu Meistaradeildina í návígi!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Aftur á byrjunarreit
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var ekki sáttur
við sína menn eftir tapleikinn gegn Rússum.
HM Í HANDBOLTA Þau voru þung
sporin hjá landsliðsþjálfaranum
Viggó Sigurðssyni eftir leikinn
enda ljóst að hann nær ekki því
markmiði í Túnis að lenda í einu
af sex efstu sætunum.
„Mér fannst þessi leikur tapast
í huga leikmanna í síðari hálfleik.
Mér fannst liðið ekki trúa því að
það væri með þessa fínu stöðu í
hálfleik eftir mjög slaka byrjun.
Við förum illa með dauðafæri og
lykilskyttur bregðast. Við sköpum
fín færi sem við misnotum gegn
miðlungsmarkverði sem ver eins
og heimsmeistari og það er okkur
að þakka en ekki honum,“ sagði
Viggó, sem kann fáar skýringar á
slökum byrjunum í síðari hálfleik.
„Við erum að gera ótrúlega ein-
föld byrjendamistök í vörninni og
erum hreinlega á byrjunarreit
aftur. Það er langt frá því að okk-
ar markmið náist hér í Túnis. Ég
er mjög ósáttur við spilamennsk-
una hjá liðinu,“ sagði Viggó en
hver er ástæðan fyrir þessu
gengi?
„Það er erfitt að meta það
núna. Ég þarf að skoða leikina bet-
ur en það er ljóst að það vantar
allan stöðugleika í liðið. Við meg-
um svo ekki við því að vera án Óla
annan leikinn í röð. Það er alveg
ljóst. Svo er vörnin bara ekki nógu
góð og það vantar klárlega varn-
armola í vörnina,“ sagði Viggó og
bætti við að gott hefði verið að
hafa Sigfús Sigurðsson með í
þessu móti. ■
VIGGÓ SIGURÐSSON Kennir lélegri vörn
um tapið gegn Rússum.
Ólafur Stefánsson:
Spilum ekki
um verðlaun
HM Í HANDBOLTA Ólafur Stefánsson
lét óvenjulítið að sér kveða í leikn-
um og þegar hann er ekki betri en
hann var í gær á Ísland litla
möguleika á að leggja Rússa.
„Vörnin var alls ekki nógu góð
í síðari hálfleik. Liðið hefur gott
af því að komast í millriðil svo
menn geti náð sér í reynslu en það
er ljóst að við munum ekki leika
um verðlaunasæti. Það er ekki
möguleiki,“ sagði Ólafur, sem var
augljóslega mjög svekktur.
„Auðvitað er þetta sárt því með
sigri hefðum við átt möguleika á
að fara með þrjú stig í milliriðil.
Ég var að berjast og leggja sálina
í þetta og ég held að allir hafi
verið að því. Ég nenni ekki að
svekkja mig á þessum leik því ég
var búinn að svekkja mig nóg
eftir Slóvenaleikinn því þar var
ég að klikka.“ ■
FJÖGUR AF FIMM Ólafur Stefánsson
skoraði úr fjórum af fimm vítum sínum
gegn rússneska markverðinum Kostygov,
sem varði eins og berserkur í leiknum.