Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 18
Raforkureiði Óhamingju Framsóknar verður flest að vopni. Strandir hafa löngum þótt öruggt vígi flokks- ins en útlit er fyrir að það sé að breytast ef marka má skoðanakönnun á vefsíðunni strandir.is. Þar kvarta menn sáran yfir 40% hækkun á raforku. Spurningarnar eru með nokkuð öðrum hætti en tíðkast fyrir sunnan en þær tala sínu máli og sama gildir um svörin: Framsóknarflokkurinn? Hef aldrei kosið Framsókn 28,1%. Áfram Kristinn! 27,8%. Styð Fram- sókn aldrei framar 12,2%. Áfram Halldór! 9,9%. Styð flokkinn minn við súrt og sætt 9,1%. Áfram Valgerður! 1,1%. Slæmt að hafa fjórðung af fylgi Framsóknar í Reykjavík en Valgerður er jú ekki úr þessu kjördæmi. Bræður munu berjast Spunalæknar Framsóknarflokksins, Björn Ingi Hrafnsson, Pétur Gunnarsson og Stein- grímur Ólafsson, hafa gripið til vopna gegn blaðamannastéttinni og sýnist ýmsum þeir vera formanni sínum engir skapbetrungar. Eitt sinn stóð skrifað bræður munu berjast og má það til sanns vegar færa í erjum spunastofu Framsókn- ar gegn blaðamönnum. Spunastof- an er skipuð þekktum fjölmiðlung- um: Björn Ingi var ungur munstr- aður háseti á Eintaki af Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra 365, sem nú stýrir Stöð 2 og útgáfu Fréttablaðsins og DV, Pétur var fréttastjóri Fréttablaðsins og Steingrímur einn helsti frétta- haukur Stöðvar 2. Tímarnir breytast og mennirnir með. Undarleg málalok Litið er á yfirlýsingu forsætisráðherra eftir þá Steingrím Ólafsson og Björn Inga Hrafnsson sem einhverja harkalegustu árás á blaða- mannastéttina í heild sem sést hefur í langan tíma. Sú undarlega staða virðist nú vera kom- in upp að Þórólfur Árnason verði eina fórnar- lamb olíumálsins og Róbert Marshall eina fórnarlamb Íraksmálsins.... 18 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR M erði Árnasyni, alþingis-manni Samfylkingarinn-ar, er vandi á höndum. Vinir hans til margra ára – ef ekki áratuga – Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir munu næstu fjóra mánuði takast á um pólitískt líf eða dauða. Mörður hefur átt frumkvæði að því að fá landsfundi flokksins flýtt enn meir en orðið er og segir að jafn- vel þótt kosningabaráttan yrði stytt um mánuð væri það til vinn- andi: „Það yrði á hvorugt þeirra hallað“. Mörður hefur enn ekki gert upp hug sinn og segist ekki munu gera það fyrr en nær muni draga. Margar Samfylkingarfjöl- skyldur eru klofnar í afstöðu sinni. Og allir eru sammála um að sá klofningur eigi eftir að aukast. Mörður bendir á að þarna sé tekin mjög tilfinningaleg afstaða: „Það er mjög erfitt að sjá ákveðna hópa fylkja sér undir merki frambjóðendanna eftir tilteknum straumum, aldri, kyni, búsetu og alls ekki eftir því hvar menn voru í gömlu flokkunum.“ Óskar Guðmundsson blaða- maður er sérfróður um málefni vinstrihreyfingarinnar og hann talar um klofning við eldhúsborð- ið. Hann bendir á úr hve líku um- hverfi Ingibjörg Sólrún og Össur séu sprottin og á þá ekki aðeins við að makar þeirra Árný og Hjörleifur Sveinbjörnsbörn séu systkini: „Þau voru bæði leiðtogar róttækra stúdenta og hafa meira eða minna verið í sömu kreðsum þótt þau hafi ekki orðið flokks- systkini fyrr en tiltölulega ný- lega.“ Það er ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að boðið sé fram á móti sitjandi formanni í stjórn- málaflokki. Langoftast hefur það gerst í Alþýðuflokknum og oft var það varaformaður sem hjólaði í formann sinn þótt ekki væri það regla. Þannig steypti Kjartan Jó- hannsson Benedikt Gröndal, Jón Baldvin Kjartani og Jóhanna Sig- urðardóttir reyndi að leika sama leikinn við Jón Baldvin, að ekki sé minnst á uppgjör Hannibals Valdi- marssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar og svo Hannibals og Haraldar Guðmundssonar. Í hinum helsta forvera Sam- fylkingarinnar, Sósíalistaflokki, og síðar Alþýðubandalagi tíðkað- ist ekki að bítast um formanns- embætti. „Formaður mátti bara sitja tvö kjörtímabil í Alþýðu- bandalaginu og það leysti vandann að hluta,“ segir Óskar Guðmunds- son, höfundur sögu Alþýðubanda- lagsins. Engu að síður varð Ólafur Ragnar Grímsson formaður eftir hatramma baráttu gegn Sigríði Stefánsdóttur – fulltrúa „flokks- eigendaklíkunnar“ – og Margrét Frímannsdóttir arftaki hans eftir afdrifaríkan kosningasigur gegn Steingrími J. Sigfússyni. Þetta kom ekki upp á af eðlilegum ástæðum í formannslausum Kvennalista Kosningin á milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er hins vegar fyrsta kosning á milli for- manns og varaformanns í íslensk- um stjórnmálaflokki í hálfan annan áratug. Óskar Guðmundsson bendir á að ekki sé jafn langsótt og ætla mætti að bera þessar kosningar saman: „Davíð Oddsson og Þor- steinn Pálsson voru vinir og komu úr sama hópi í flokknum, rétt eins og Össur og Ingibjörg Sólrún.“ Og raunar er það ekki einsdæmi að kosið sé á milli venslaðra vina og nægir að horfa til Danmerkur. Þar vék Poul Nyrup Rasmussen ekki aðeins úr leiðtogasæti jafnað- armanna fyrir Mogens Lykketoft heldur vék einnig fyrir honum í hjónarúminu því Lykketoft tók saman við fyrri konu forvera síns. Lykketoft á nú á brattann að sækja í kosningabaráttunni í Danmörku, sem stendur aðeins í mánuð. Bar- áttan í Samfylkingunni mun að óbreyttu standa í fjóra mánuði og þar er ást við innbyrðis jafnt í fjöl- skyldu sem stjórnmálaflokki. a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Víglína þvert yfir eldhúsborðið Svilfólkið Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir háir sitt fyrsta einvígi í formannskosningu Samfylkingarinnar í kvöld á Akureyri. Mikill ótti er við átök í flokknum á næstu mánuðum. nánar á visir.is VIKA Í PÓLITÍK ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, „Á Alþingi er Össur í essinu sínu, fastagestur í kvöldfrétt- unum, standandi í ræðustól þingsins, stórsöngvaralegur í fasi, ryðjandi út úr sér stóryrðum um ríkisstjórn og ráð- herra meðan forseti Alþingis leikur undir á bjölluna sína.“ Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknar- flokksins, Tímanum 21. janúar 2005. „Yuschenko stakk verulega í stúf við mannfjöldann í Evrópu- ráðinu því hann er ennþá áberandi grænn í framan...“ Siv Friðleifsdóttir á heimasíðu sinni 25. janúar 2005. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 Útsölulok Síðasti dagur útsölunnar, allt að 50% aflsáttur. Þegar fingurinn bendir á tunglið.... Guðni Ágústsson kveikti mikla elda á dögunum þegar hann endurtók gömul ummæli sín um að Davíð og Halldór hefðu einir tekið ákvörðun um að setja Ís- land á lista hinna vígfúsu þjóða. Málið vakti athygli enda allt hey í harðindum á fréttaþyrstum íslenskum fjölmiðlum á sunnudögum. Hvort spunalæknar Hall- dórs Ásgrímssonar ráðlögðu honum að reyna að slökkva þennan sinueld með bensínbrúsa á mánudegi veit ég ekki. Hitt er víst að yfirlýsing hans daginn eft- ir var klaufaleg og virtist þjóna þeim tilgangi einum að slá Guðna Ágústsson utan undir og vekur það vissulega spurningar um hvort ótti varaformannsins við mótframboð á væntanlegu flokksþingi eigi við rök að styðjast. Hins vegar er ljóst að Halldóri hefur enn einu sinni mistekist að hafa stjórn á atburðarásinni. Yfirlýsingar hans og röksemdafærsla um Íraks-stríðið er nán- ast óskiljanleg og sumt fær alls ekki staðist. Sá sem þessi orð skrifar kvittar að vísu ekki upp á allan fréttaflutning um þetta mál og sýnist fleiri en framsóknar- menn ekki sjá skóginn fyrir trjánum, svo fastir sem menn eru í formsatriðum og dagsetningum. Svo uppteknir sem Halldór og félagar eru í átökum sínum við fjölmiðlamenn yfirsést þeim að það er enginn reykur án elds. Eins og yfirlýsti friðarsinninn Guðni Ágústsson benti á í viðtali við Fréttablaðið á dögunum barðist hálfur Framsóknarflokkurinn um áratugaskeið gegn veru bandaríska hersins á Kefla- víkurflugvelli. Og það á þeim tíma sem Bandaríkin voru sannarlega útvörður lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda í heiminum. Nú eru breyttir tímar og hver læs maður veit að Bandaríkjastjórn treður mannréttindi fótum jafnt heima fyr- ir sem erlendis, fangelsar fólk án dóms og laga og stundar blygðunarlaust pynt- ingar í Írak í stríði sem háð er í nafni vígfúsra þjóða, þar á meðal okkar Íslend- inga. Íslendingar hafa skömm á George Bush og utanríkisstefnu hans. Það eru ekki orð höfuðóvina Halldórs Ásgrímssonar í íslenskri blaðamannastétt heldur vara- formanns hans Guðna Ágústssonar. Íslenskum blaðamönnum verður á í mess- unni eins og öðrum: Errare humanum est og því miður hefur einn af okkar betri fréttamönnum ákveðið að taka pokann sinn uggandi um að eiga sér annars ekki viðreisnar von í því gjörningaveðri sem seiðkarlar Halldórs Ásgrímssonar hafa hótað að magna upp gegn honum og vinnuveitendum hans. En í þessu Íraksmáli ættu spunalæknar Halldórs að hafa hugfast (þótt hon- um sé kannski ekki viðbjargandi úr því sem komið er): Þegar fingurinn bendir á tunglið horfir fíflið á fingurinn. Íslenskir fjölmiðlar eru ekki vandamál Halldórs í Íraksmálinu, heldur óútskýrður viðsnúningur hans átjánda mars þar sem hann gerbreytti áratugagamalli stefnu flokks síns í utanríkismálum á einni nóttu og misbauð kjósendum sínum með því að ganga til liðs við þá sem reyna að grafa undan Sameinuðu þjóðunum. Fjölmiðlar eru aðeins að spyrja þeirra spurninga sem 84% íslensku þjóðar- innar og 80% kjósenda Framsóknarflokksins spyrja sjálf sig: hvernig gat Halldór tekið svo örlagaríka ákvörðun í hugsunarleysi og hvers vegna reynir hann að kæfa alla umræðu og gagnrýni með hroka, hótunum og dónaskap? Halldór get- ur horft á fingurinn benda á tunglið eins lengi og honum sýnist og lamið á ís- lenskum blaðamönnum með til- styrk gamalla félaga þeirra. En Halldór Ásgrímsson og spuna- læknar hans ættu ekki að hrósa sigri þótt þeir hafi fengið Marshall- aðstoð. Það kemur dagur eftir þennan dag. HELMINGUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS BARÐIST GEGN HERNUM Hér sést Hjálmar Árnason ganga gegn hernum. INGIBJÖRG OG ÖSSUR Ekki aðeins fjölskyldur þeirra tveggja heldur margra annarra klofna í formannskjörinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.