Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 2
2 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR Öryggiskröfur vegna kosninganna í Írak enn hertar: Útgöngubann lengt og lokað fyrir umferð ÍRAK, AP Á annan tug óbreyttra borgara og íraskra lögreglumanna létust í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær. Þá voru fimm banda- rískir hermenn drepnir í þremur árásum í Bagdad. Uppreisnarmenn súnní- múslima, sem hafa beðið fólk að sniðganga kosningarnar á morgun, hafa hótað hertum árásum og segja að spjótunum verði beint að kjör- stöðum. Vegna þessa á enn að auka öryggiskröfur vegna kosninganna. Útgöngubann hefur verið lengt og landamærum landsins verður lok- að, sem og flugvellinum í Bagdad. Þá hefur enn ekki verið tilkynnt hvar kjörstaðirnir eru. Á kjördag verður lokað fyrir bílaumferð óbreyttra borgara. Stuðningsmenn hryðjuverka- mannsins Abu Musab al-Zarqawi sögðust í gær hafa myrt einn af frambjóðendum á lista Iyad Allawi, bráðabirgðaforsætisráðherra landsins. Í gærkvöldi höfðu þær fréttir ekki verið staðfestar en mennirnir sögðust ætla að birta myndir af morðinu á vefsíðu sinni. Í gær kusu um 280 þúsund Írak- ar búsettir utan heimalands síns utankjörstaðar í fjórtán löndum. ■ Ekki á valdi Símans að koma í veg fyrir snjóflóð segir upplýsingafulltrúinn: Sambandslaust í hættuástandi FJARSKIPTI Það er ekki á valdi Sím- ans að koma í veg fyrir snjóflóð, að sögn Evu Magnúsdóttur, upp- lýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þetta kom fram í svari Símans við fyrirspurn Ómars M. Jóns- sonar, bæjarstjóra í Súðavík, sem hann sendi vegna þess að bærinn varð algjörlega símasambands- laus í óveðri 4. janúar síðastlið- inn. Á sama tíma var ófært á milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Ómar segir að síminn sé mikil- vægt öryggistæki í tilfellum sem þessum þegar hættuástand skap- ast. Sambandið rofnaði aðfara- nótt 4. janúar og kom aftur á um klukkan sex síðdegis. „Á þessum tíma var mikilvægt að vera í sambandi við almannavarna- nefnd á Ísafirði. Einu samskiptin sem við gátum haft voru í gegn- um talstöð björgunarsveitarinn- ar í bænum.“ Ómar sendi Símanum fyrir- spurn vegna málsins og hann seg- ir fyrirtækið hafa brugðist vel við. „Þeir fullvissuðu okkur um að þetta yrði skoðað af mikilli alvöru. Þeir ætla að lágmarka lík- urnar á því að þetta endurtaki sig og það kemur til greina að skipta farsíma- og talsímakerfunum á milli fleiri stöðva. Þá heldur ann- að áfram að virka þó hitt bili.“ – ghg Páll ekki á leið í bæjarmálin 43 konur skráðu sig í Freyju, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, daginn fyrir aðalfundinn. Heimildir herma að verið sé að skapa bakland fyrir Pál Magnús- son. Hann sé á leið í bæjarpólitíkina. Skondin umræða segir eiginkona Páls. STJÓRNMÁL Una María Óskarsdótt- ir, fyrrum aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur, var felld úr stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, á aðalfundi á fimmtu- dagskvöld. Una var varaformaður félagsins. 43 konur höfðu skráð sig í félagið fyrr um daginn með að- stoð Aðalheiðar Sigursveinsdótt- ur. Aðalheiður er kona Páls Magn- ússonar, aðstoðarmanns Valgerð- ar Sverrisdóttur viðskipta- og iðnaðarráðherra. Lögmæti fundarins hefur verið dregið í efa. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins, segir að á fram- kvæmdastjórnarfundi flokksins í gær hafi verið ákveðið að vísa málinu til laganefndar hans. Gagnrýnt hefur verið að félagskonur hafi ekki vitað um fjölgunina í félaginu. Konur hafi skráð sig sem ekki séu með heim- ilisfang í Kópavogi. Meðal þeirra sé Edda Björg Hákonardóttir, eig- inkona Árna Magnússonar félags- málaráðherra, bróður Páls, sem búsett sé í Hveragerði. Aðalheiður segir konurnar hafa farið að lögum Framsóknar- flokksins. Ekkert mæli gegn því að Edda skrái sig í félagið. Aðal- heiður meti stuðning hennar mik- ils. Heimildarmenn segja að með innkomu kvennanna í félagið sé stuðningsmönnum Páls Magnús- sonar fjölgað verulega. Þrjú félög starfi í Kópavogi. Þau kjósi full- trúa inn í fulltrúaráð, sem raði á prófkjörslista og ráði leikreglum hans. Stefnan sé tekin á að Páll Magnússon leiði Framsókn í næstu bæjarstjórnarkosningum. Aðalheiður segir umræðuna skondna. „Ég hef ekki heyrt að Páll sé á leiðinni í framboð í Kópa- vogi. Hann hefur verið á vett- vangi landsmálanna en hann er og verður gríðarlega sterkur í Kópa- vogi.“ Aðalheiður segir markmiðið hafa verið að koma Sigurbjörgu Vilmundardóttur, fyrrum ungliða Framsóknarflokkins, sem settist í bæjarstjórn Kópavogs við fráfall Sigurðar Geirdal, að sem fulltrúa Freyju í næstu bæjarstjórnar- kosningum. gag@frettabladid.is RÓBERT MARSHALL Vill starfa áfram sem formaður Blaða- mannafélagsins. Aðalfundur er í vor. Blaðamannafélag Íslands: Staða for- manns rædd FUNDUR Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur verið boðuð til fund- ar á mánudag til að ræða stöðu mála eftir að formaður félagsins sagði upp starfi sínu á Stöð 2 eftir að fréttastofa stöðvarinnar dró til baka og baðst afsökunar á frétt hans. Róbert lýsti því yfir að hann hygðist áfram gegn formennsku í Blaðamannafélaginu. Arna Schram varaformaður sagðist ekki geta svarað því hvort Róbert nyti trausts til þess enda hefði stjórnin ekki hist. Fundur hefði verið boðaður til að ræða málið á mánudag. - ás ÍTALIR FASTIR Í SKAFLI Átta Ítalir og einn Íslendingur festu bifreið sína í skafli við Berserkjahraun í umdæmi lögreglunnar í Stykkis- hólmi. Hún fékk hjálparbeiðni frá fólkinu um hálf fjögur í gær. Björgunarsveitin Berserkir var kölluð til og kom fólkinu úr skafl- inum um hálfri stund síðar. Ferðamennirnir voru á fáfarinni leið sem er ófær. Ætluðu Ítalarn- ir að kvikmynda landslagið. HRATT KEYRT Á KÁRAHNJÚKUM Fjórir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Kárahnjúkasvæðinu fyrir hádegi í gær. Sá sem hrað- ast ók var á 120 km hraða. Níutíu kílómetra hraðahámark er á veg- inum upp að Kárahnjúkum. NÝR FORSTJÓRI Hildur Dungal lögfræðingur hefur verið skipuð í embætti forstjóra Útlendinga- stofnunar frá og með 1. febrúar. Það er Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sem skipar í stöð- una.Hildur er 33 ára og tekur við embættinu af Georg Kr. Lárus- syni. Vinnumálastofnun: 15 leyfi til viðbótar VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofn- un gaf í gær út 15 atvinnuleyfi til viðbótar við þau 24 sem gefin voru út fyrr í vikunni. Leyfin eru einkum gefin út fyrir Kínverja og Pakistana sem munu starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum. Í næstu viku verður fundur með fulltrúum Impregilo til að fara yfir umsóknir frá fólki á EES- svæðinu og framhaldið metið. Þá hafa verið gefin út nokkur atvinnuleyfi fyrir önnur fyrirtæki, m.a. í þjónustugeiranum. - ghs SPURNING DAGSINS Árni, er verið að grafa undan þér? „Nei, en það hefur skapast tækifæri til að nota þessa ágætu fjölmiðlamenn til að grafa sjálf göngin til Eyja.“ Fréttastofa Stöðvar 2 flutti viðtal við upplýsinga- fulltrúa verktakafyrirtækisins NCC sem sagði að Árni Johnsen færi með rangt mál þegar hann full- yrti að fyrirtækið hefði metið kostnað við gerð jarðganga til Vestmannaeyja. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ STJÓRNSÝSLA UNA MARÍA ÓSKARSDÓTTIR Var varaformaður Freyju en féll úr stjórn fé- lagsins. Lögmæti fundarins verður kannað. AÐALHEIÐUR SIGURSVEINSDÓTTIR Kona Páls Magnússonar segir markmið kvennanna ekki að koma Páli í bæjarmálin. Síminn: Samningar voru felldir KJARAMÁL Símsmiðir og rafeinda- virkjar hjá Símanum hafa fellt kjarasamninga sem Rafiðnaðar- sambandið gerðu við fyrirtækið. Á kjörskrá voru 250 manns en 133 greiddu atkvæði. Rúmlega helm- ingur þeirra, eða 71, greiddi atkvæði gegn samningnum en 61 félagsmaður samþykkti hann. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að símsmiðir hafi verið óánægðir með samninginn. Þeir hafi sett ákveðin grundvallarskil- yrði sem hafi ekki verið uppfyllt. Hann segir að búið sé að boða til samningafundar með Símanum á mánudagsmorgun. - ghg HERMAÐUR FYLGIST MEÐ UMFERÐ Bandarískur hermaður fylgist með um- ferð við Kirkuk í Írak. Öryggisgæsla verð- ur enn hert í dag og á morgun. SÚÐAVÍK Bærinn varð símasambandslaus í óveðri í byrjun mánaðar. Ófært var til Ísafjarðar og einu samskiptin við umheiminn fóru fram í gegnum talstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.