Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 54
42 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR Lárétt: 2 ata, 6 jökull, 8 dropi, 9 skálda, 11 einkennisstafir flugvéla, 12 lélegt, 14 lifir, 16 ekki, 17 fljótið, 18 að utan, 20 einkennisstafir, 21 kröftuga. Lóðrétt: 1 vörumerki, 3 veisla, 4 aflið, 5 eignir látins manns, 7 írinn, 10 fyrrum leiðtogi, 13 veitingastaður, 15 væta, 16 viðartegund, 19 komast. Lausn: Það var fyrir sléttri viku sem Alvaro Calvi, verslunarstjóra hjá Sævari Karli, var boðið á einka- sýningu ítalska fatahönnuðarins Giorgio Armani í Mílanó. Armani sjálfur var á staðnum; geislandi mikilúðlegum sjarma; hlýlegur og gestrisinn. „Það var frábært að hitta Armani. Hann tekur vel á móti fólki og ræddi við mig áhuga- samur um Ísland,“ segir Alvaro sem fyrr um daginn sat tvær sýn- ingar á vetrarlínu Armani 2006 til 2006. Um kvöldið var partí á veitingastaðnum Nobu, sem er í eigu Armani. „Við ræddum málin vítt og breitt en mér fannst áberandi hvað Armani var almennilegur og laus við alla stjörnustæla og mont. Ég vona að hann sé þannig við alla. Hann sagðist aldrei hafa komið til Íslands, en vissi að landið liggur að Norðurpólnum. Honum þótti undur og stórmerki að í Reykjavík væri verslun sem selur sérsaumaðan Armani- fatnað, en það gera sárafáar búð- ir í heiminum.“ Það var árið 1983 sem Sævar Karl hóf að selja Armani á Ís- landi, en vinsældir þess vöru- merkis hafa verið miklar og stíg- andi ár frá ári. „Armani hefur átt þessari miklu velgengni að fagna því hann býður alltaf það besta og minnkar aldrei gæðin. Efni, snið og saumaskapur er það flottasta sem fæst í veröldinni. Fötin eru fyrir alla sem vilja líta vel út og eru þægileg, en það leggur Armani út frá. Hann sér ávallt um að kynna sína hönnun sjálfur; jafnvel þótt það þýði sex tísku- sýningar á dag. Þá er Armani þekktur fyrir að hanna mikið sjálfur, þótt auðvitað hafi hann marga hönnuði á sínum snærum „ segir Alvaro sem sjálfur heldur mikið upp á Armani. „Jakkaföt frá Armani kosta frá 88 þúsund og eru alls ekki dýr miðað við gæði, en menn verða að kunna að meta gæðin. Armani klæðir alla og hægt að sérsauma eftir máli þótt menn séu ekki eins og gínur í laginu; við höfum efnin og tökum mál sem við sendum beint til Armani á Ítalíu.“ Alvaro segir ljóst að Armani passi vel upp á línurnar og útlitið, en ítalska goðið var valið eitt af fimmtíu fegurstu manneskjum á jörðinni 1991 og lítur síst út fyrir að vera kominn á áttræðisaldur- inn. „Maður sér að hann passar sig og stundar líkamsrækt. Á honum eru engin aukakíló og hann hefur líkama ungs manns. Armani er auðvitað fagurkeri sem lifir og hrærist í því að láta sér líða vel og líta vel út. Hann er sólbrúnn en eftir nýjustu tækni, eins og allir Ítalir sem vilja líta vel út. Hvort hann hafi svo farið í lýtaaðgerð veit ég ekki, né vil vita,“ segir Alvaro hlæjandi og kærir sig kollóttan. Hann er sjálfur fæddur í Bólivíu en er af ítölskum ættum. „Jú, ætli tískuáhuginn skrifist ekki á ítölsku genin. Ég hef unnið í búðinni hjá Sævari Karli í ára- tug. Þetta er frábært starf og á vel við mig. Svo var bara hreinn plús að hitta Armani.“ thordis@frettabladid.is GIORGIO ARMANI OG ALVARO CALVI Á GÓÐRI STUND Á VEITINGASTAÐ ARMANIS, NOBU Armani bauð Alvaro Calvi, starfsmanni Sævars Karls, á einkasýningu vetrarlínunnar 2005 til 2006 í Mílanó um síðustu helgi. Þeir Alvaro ræddu heima og geima, en Armani hefur enn ekki heimsótt Ísland, sem þó er eitt fárra landa sem selja sérsaumuð Armani-jakkaföt. ALVARO CALVI: NAUT HÖFÐINGLEGS FÉLAGSSKAPAR GIORGIO ARMANI Laus við stjörnustæla Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir: Margt óupplifað Ég hef aldrei upplifað hana. Ég á svo margt óupplifað í lífinu og kveðjustundin er eitt af því. Edda Björgvinsdóttir: Bless í beli Ég hata kveðjustundir!! Hvað getur maður sagt? „Bless í beli“ eins og stúlkan í bakaríinu sagði alltaf í gamla daga? Eða „Eigi skal bogna sagði munkurinn og skeit standandi“ eins og pabbi segir stundum? Hvað með kveðjuorðin: „...erekkibarallirístuði.. ha “ Og svo sjáumst við í leikhúsinu. Guðrún Ásmundsdóttir: Með kveðjufælni Ég er mjög lukkuleg yfir að kveðju- stundin skuli koma einmitt nú, þar sem ég hef nýlokið nám- skeiði í kveðjustundum. Hef ég allt mitt líf verið haldin vissri kveðjufælni. Og sögðu góðir vinir mínir að nú væri kominn prófessor frá Nýja Sjá- landi til landsins og væri hann sér- fræðingur í fjölfælni og væri nú að hefja námskeið í algengustu fælninni sem væri kveðjufælni. Er ég nú að losna úr viðjum allskyns fælni og ætla að nota mér orð meistarans, en þau hrutu af vörum hans okkur til heilla í síðustu viku. „Hafið þið stundina nógu einfalda vinir mínir,“ sagði hann „seg- iði bara bless“. Unnur ÖspStefánsdóttir: Sífelldar kveðjustundir Við erum alltaf að kveðja...kveðja verkefni, kveðja tímabil, kveðja hvort annað. Á kveðju- stund fyllumst við tómatil- finningu og trega en á sama tíma er hún upphaf- ið á einhverju nýju. Ég kveð ykkur nú með von um að kalt hvítvín, grillaður kjúklingur og bjartar sumarnætur taki sem fyrst á móti okk- ur. Umfram allt kveð ég með einlægri von um að við hittumst sem fyrst á næsta horni ;) Með þökkum fyrir ljúfar stundir. Björk Jakobsdóttir: Óþolandi Þoli þær ekki. Ef ég nauð- synlega verð að ganga gegnum þær er best að hafa þær eins stuttar og hægt er. Og ekki kveðja að eilífu. Sjáumst seinna er mín kveðja til ykkar allra. | 5STELPUR SPURÐAR | Kveðjustundin? ... fær Auður Jónsdóttir fyrir bók sína Fólkið í kjallaranum. Auður hlaut í fyrradag Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokki fagur- bókmennta. HRÓSIÐ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2káma,6ok,8tár, 9sem,11tf, 12 slakt,14tórir, 16ei,17ána,18inn,20nk,21 knáa. Lóðrétt: 1boss,3át,4máttinn,5arf, 7keltinn,10maó,13krá,15raki,16eik,19ná. Opið: Laugardag 10-17Sunnudag 11-15 afsláttur af fluguhnýtingaefni í tilboðskassa, yfir 2.000 stk. afsláttur af skotlínum afsláttur LOOP Black line flugustöngum afsláttur LOOP goretex vöðlujakka. afsláttur af öllum LOOP stöngum www.ut iv is togveidi . is Dæmi: 15-20% aukaafsláttur á kassa á mörgum vörum! Örfáar eftir Almenningi er nú boðið að giska á sigurvegara Íslensku tónlistar- verðlaunanna í eins konar veð- banka á visir.is. Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu þann 2. febrúar. Á síðunni er hægt að giska á hver muni vinna í hverjum flokki og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem nær flestum réttum. Vinningshafinn hlýtur ferð til Kaupmannahafnar með Icelandair ásamt gistingu fyrir tvo, miða á tónleika með U2 í Parken og 2.000 krónur danskar í gjaldeyri frá Landsbankanum. Einnig er hægt að taka þátt í kosn- ingu á vinsælasta flytjanda Ís- lands með netkosningu á visir.is. Netkosningin stendur til klukkan 18 að kvöldi 1. febrúar. Daginn eftir hefst svo síma- og SMS-kosn- ing og stendur valið á milli þeirra fimm efstu í netkosningunni. Vinsælasti flytjandi ársins er valinn úr hópi þeirra sem hlutu tilnefningu í Popp- og Rokkflokki og Jazzflokki. Niðurstaðan í vali almennings á vinsælasta flytj- enda ársins 2004 verður svo kynnt í lok útsendingar frá hátíðarsam- komu tónlistarmanna í Þjóðleik- húsinu. Tveir heppnir þátttakend- ur verða dregnir úr potti að kvöldi 1. febrúar og fá miða fyrir tvo á hátíð Íslensku tónlistarverðlaun- anna. ■ Ferð fyrir tvo á U2-tónleika U2 Sá sem kemst næst því að veðja á rétta sigurvegara Íslensku tónlistarverð- launanna á visir.is hlýtur ferð fyrir tvo á U2-tónleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.