Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 40
28 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Í hugum flestra er Alþýðubanda-
lagið ekki lengur til og þar af leið-
andi engin starfsemi á vegum
þess. Það er þó ekki með öllu rétt
því enn er starfandi að minnsta
kosti eitt Alþýðubandalagsfélag –
Alþýðubandalagið í Neskaupstað.
Kommúnistar, síðar sósíalistar
og enn síðar félagshyggjufólk í
Neskaupstað náði þeim stórmerka
árangri að halda hreinum meiri-
hluta í sveitarstjórn í 52 ár; frá
árinu 1946 til ársins 1998.
Þegar vinstrisinnar í Neskaup-
stað misstu hreinan meirihluta
höfðu þeir haldið völdum þremur
árum lengur en kommúnista-
stjórnin í Kína sem komst til
valda 1949. Vandséð er að þessi
árangur vinstri aflanna í Nes-
kaupstað verði nokkurn tímann
bættur á Íslandi.
Þorrablótsklúbbur
Engin einhlít skýring er á þessum
fágæta árangri en að margra mati
spilar þar stórt hlutverk almenn
þátttaka í félagsstarfi eins og t.d.
þorrablótum Alþýðubandalagsins
í Neskaupstað. Allt frá miðjum
sjöunda áratug síðustu aldar hafa
kommablótin, eins og heimamenn
kalla þau, verið ein fjölmennasta
og vinsælasta skemmtun bæjar-
búa.
Í kvöld verður haldið í Egils-
búð 39. kommablótið og sem fyrr
er það Alþýðubandalagið í Nes-
kaupstað sem stendur að blótinu.
„Starf félagsins í Neskaupstað
breyttist eðlilega þegar Alþýðu-
bandalagið gekk af vegi stjórn-
málanna og í dag er þetta svona
þorrablótsklúbbur,“ segir Smári
Geirsson, forseti bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar.
Pólitískir villingar
Áður en Alþýðubandalagið í Nes-
kaupstað breyttist í þorrablóts-
klúbb var ekki vinsælt ef „póli-
tískir villingar“, fólk úr öðrum
flokkum en Alþýðubandalaginu,
mætti á blótin. Kvóti var á miða-
sölunni og aðeins flokksbundnir
Alþýðubandalagsmenn gátu keypt
tiltekinn fjölda miða. Ef í ljós kom
að félagsmaður var ekki búinn að
greiða árgjöldin þá voru þau snar-
lega innheimt um leið og viðkom-
andi keypti miða á blótið. Fyrir
vikið voru skil á árgjöldum Al-
þýðubandalagsins í Neskaupstað
með eindæmum góð sem styrkti
hið pólitíska starf flokksins í
héraði.
Þorrablótsgestir mynda 15 til
rúmlega 20 manna hópa fyrir blót
og sjá hóparnir um alla matseld
sjálfir. Matnum er komið fyrir í
þar til gerðum trogum sem hóp-
arnir taka með á blótið en það er
ávallt haldið í Egilsbúð. Algengt
er að hver hópur sé með tvö til
þrjú trog og með góðgætinu er
drukkið bæði sterkt og létt; þó
meira af sterku í flestum tilfell-
um.
Að loknum skemmtiatriðum og
miklum söng er farið með trogin
heim en hóparnir koma svo í flest-
um tilfellum saman á ný daginn
eftir blót til að gera matarafgöng-
um skil og fara yfir helstu atburði
blótsins.
Ráðamenn skemmta
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, og Smári
Geirsson, forseti bæjarstjórnar,
hafa um áratugaskeið séð um að
semja og flytja helstu skemmti-
atriðin á blótunum í formi annáls
sem tekur að jafnaði um einn og
hálfan tíma í flutningi. Þar eru
ýmsir máttarstólpar bæjarfélags-
ins teknir fyrir og þó svo að vont
sé að verða með þeim hætti fyrir
barðinu á þeim félögum þá er
verra að vera sleppt. Smári segir
að hann og Guðmundur hafi átt
margar dýrðlegar stundir þegar
þeir hafa komið saman til að
semja annál ársins.
Félagi Smirnoff
„Guðmundur byrjaði að skrifa
annálana löngu fyrir 1980 og ég
kom að því máli árið 1982. Reynd-
ar má segja að höfundar annál-
anna hafi lengi vel verið þrír:
Ég, Guðmundur og félagi Smir-
noff sem létt hefur geð okkar
Guðmundar og aukið okkur hug-
myndaflug á þessum stundum.
Oft hefur ljúfur reykur frá
kúbönskum vindlum fyllt loftið og
til að fullkomna réttu stemning-
una höfum við gjarnan stillt upp í
kringum okkur kaþólskum Jesú-
myndum.“
Smári segir að fyrir tveimur
árum hafi þeim fjölgað um tvo
sem semja og flytja annálinn en
þá bættust Guðmundur R. Gísla-
son og Jón Björn Hákonarson í
hópinn. „Við tókum þessa nýgræð-
inga að okkur og erum að ala þá
upp í annálaritun. Auðvitað þarf
að skóla piltana til en þeir eru
efnilegir.“
Skömmin
Hefð er fyrir því að annállinn
samanstandi af töluðu máli, söng
og hljóðfæraleik. Ágúst Ármann
Þorláksson hefur lengi séð um
tónlistarflutninginn og Helga
Steinsson, skólameistari Verk-
menntaskóla Austurlands, hefur á
undanförnum árum komið að
söngnum. Efni annálsins er hins
vegar alltaf leyndarmál þangað til
kemur að flutningi. „Það eru ótrú-
legustu menn sem reyna að veiða
upp úr okkur efni annálsins en við
erum ætíð þögulir sem gröfin.
Maður tekur eftir því að sumir
eru í góðu spennuástandi þegar
þeir koma í salinn og bíða í ofvæni
eftir því hvort þeir verða teknir
fyrir. Það fylgir því nefnilega
mikil skömm að vera ekki tekinn
fyrir og eitt er víst; við tökum
sjálfa okkur örugglega fyrir enda
úr nógu þar að moða,“ segir
Smári.
Blótsstjóri í ár verður Karl
Jóhann Birgisson og sem slíkur
mun hann meðal annars leiða
þorrablótsgesti í söng. „Það er
mikið sungið á blótunum, mun
meira en gengur og gerist á öðr-
um þorrablótum. Öflugir og radd-
sterkir menn eru gjarnan kallaðir
upp og látnir taka þátt í að leiða
sönginn. Í ár býst ég við mörgum
öflugum söngmönnum á blótið
enda miklir uppgangstímar á
Austurlandi og þá hafa menn hátt.
Mér kæmi ekki á óvart þó að
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar, verði kallaður
upp að þessu sinni. Hann er stór-
söngvari; leitun er að öðrum eins
raddstyrk,“ segir Smári.
Oft hefur heiðursgestum verið
boðið á kommablótið en Smári
segir að það sé þó engin regla.
„Veður eru válynd á þorranum og
stundum hafa heiðursgestirnir
ekki komist á blótin. Í ár verða
engir heiðursgestir en við erum
nú þegar búin að bjóða heiðurs-
gesti á þorrablótið að ári.“ Hver
það er tekur Smári ekki í mál að
upplýsa en hláturinn kraumar í
honum þegar talið berst að næsta
heiðursgesti.
Allir velkomnir
Starfsemi Alþýðubandalagsins í
Neskaupstað í upphafi nýrrar
aldar, sem þorrablótsklúbbs, nýt-
ur stuðnings Norðfirðinga úr öll-
um stjórnmálaflokkum. Tilhlökk-
un og stemning svífur yfir bænum
vikuna fyrir blót og sumir þorra-
blótsgestana ferðast landshorna á
milli til að koma á blótið. Komma-
blótin í Neskaupstað hafa verið
ríkur þáttur í skemmtana- og
menningarlífi Norðfirðinga í hart-
nær fjóra áratugi og ekkert
bendir til annars en þau verði það
áfram. Allir eru velkomnir á
kommablótin í dag og þar geta
allir skemmt sér hlið við hlið;
sósíalistar og samfylkingarfólk,
kratar og kommúnistar, framsókn-
arfrömuðir og frjálslyndir. Meira
að segja íhaldsmenn og aftur-
haldskommatittir. kk@frettabladid.is
Kommablótin í Neskaupstað
STALÍN MESSAR YFIR LÝÐNUM Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar,
sem fæddur í hlutverk harðstjórans.
SÉRA SMÁRI GEIRSSON Þegar líkbíll var keyptur til Neskaupstaðar var sr. Sigurður
Ragnarsson, sóknarprestur Norðfirðinga, svo óheppinn að bjóða eldri borgurum bæjarins
að skoða bílinn. Var það tilefni til þess að Smári fór í prestsbúning á næsta kommablóti
og leyfði gamla fólkinu að máta líkkistu og prófa bílinn.
ÞORLÁKUR FRIÐRIKSSON bóndi á
Skorrastað í Norðfjarðarsveit. Lalli var um
árabil í kvartett sem skemmti blótsgestum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
G
Þorrablót Alþýðubandalagsins í Neskaupstað verður haldið í kvöld. Kommablótin svokölluðu hafa verið haldin frá því á sjöunda
áratug síðustu aldar. Ráðamenn skrifa skemmtiatriðin og njóta liðsinnis félaga Smirnoffs.