Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 20
Í dag er 77 ára afmæli Slysavarna- félags Íslands, sem stofnað var í Reykjavík 29. janúar árið 1928 árum síðan. Félagið heitir í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg eftir sameiningu við björgunarsveitir Landsbjargar árið 1999. Fyrsti for- maður félagsins var Guðmundur Björnsson landlæknir. „Félagið var stofnað í kjölfar mikillar umræðu í landinu, sérstaklega um sjóslys,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, fjármála- stjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, en hann er að auki fé- lagi í Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík og sagnfræðimenntaður. „Það voru ákveðnir menn sem nefna mætti forkólfa í málinu, svo sem Oddur V. Gíslason í Grindavík. Hann gaf út slysavarnablað sem nefndist Sæbjörg og beitti sér fyrir slysavörnum til sjós.“ Þá segir Þorsteinn að mann- skæð sjóslys í aprílmánuði árið 1906 hafi orðið til þess að umræða um slysavarnir jókst til muna. „Það var ekki síst fyrir Ingólfs- slysið við Viðey þar sem Reykvík- ingar þurftu að horfa upp á menn farast án þess að geta komið þeim til hjálpar,“ segir hann, en kútter Ingólfur fórst eftir að hafa kastað akkeri við Viðey vegna þess að ófært var inn í Reykjavíkurhöfn. Gríðarlegir brimskaflar gengu yfir skipið og tíndu menn útbyrðis einn af öðrum þannig að öll 20 manna áhöfn skipsins fórst. „Þá sáu menn að til þyrfti að vera búnaður til að koma mönnum til bjargar og var þá helst horft til svokallaðs flug- línutækis, þar sem skotið er línu með björgunarstól.“ Samfélags- umræða um nauðsyn þess að koma á fót samtökum sem héldu utan um slysavarnarmál skilaði sér svo að lokum með stofnun Slysavarna- félags Íslands. „Á Alþingi var lagt fram frumvarp til laga um lög félagsins og greinargerð um þau,“ segir Þorsteinn og bætir við að þá- verandi landlæknir, sem varð fyrsti formaður félagsins, hafi verið í forsvari undirbúnings- nefndar um stofnun félagsins. „Þetta er auðvitað hörkusaga sem sjálfsagt væri efni í heila bók.“ ■ 20 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR ALEXANDER SERGEJEVITS PÚSKÍN (1799-1837) lést þennan dag. Stofnað eftir hörmungar TÍMAMÓT: SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS STOFNAÐ „Sælan er fólgin í glasi fullu af tei og sykurmola í munni.“ - Púskín var eitt ástsælasta ljóðskáld Rússa og af mörgum talinn upphafsmaður rússneskra nútímabókmennta. Hann skoraði ástmann eiginkonu sinnar á hólm. Báðir særðust og skáldið lést tveimur dögum síðar. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Hallgrímur Snorra- son hagstofustjóri er 58 ára í dag. Stefán Ólafsson pró- fessor er 54 ára í dag. Eðvarð Þór Eðvarðs- son sundmaður er 38 ára í dag. Arnar Guðlaugsson knattspyrnuþjálfari er 37 ára í dag. Kolbrún Hauksdóttir, sem er 22 ára í dag, tekur á móti gestum á Glaumbar klukkan níu í kvöld. ÞORSTEINN ÞORKELSSON Þorsteinn er fjármálastjóri hjá Slysavarnafélaginu Lands- björgu auk þess að vera félagi í Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík. Austurríska skíðakonan Ulrike Maier, tvöfaldur heimsmeistari í bruni, fórst þennan dag árið 1994 í skíðakeppni sem haldin var í Þýskalandi. Ulrike, sem var aðeins 26 ára gömul, hafði ráð- gert að láta af keppni í lok keppnistímabilsins, en afréð að keppa þennan dag þrátt fyrir slæmar aðstæður í von um að krækja í nokkur stig í keppninni um heimsmeistaratitilinn. Milljónir manna sáu hörmulegt slysið í beinni útsendingu í sjónvarpi. Ulrike hálsbrotnaði eftir að hafa kastast út af brautinni í Garmisch-Partenkirchen á um 105 kílómetra hraða. Talið er að henni hafi hlekkst á eftir að hafa lent í kafla á brautinni með mjúkum snjó. Hún missti vald á öðru skíðinu, missti af sér hjálminn á ísuðum snjón- um, rak höfuðið harkalega í uppistöðu fyrir millitíma- tökutæki og rann síðan á bakinu niður hlíðina. Reyndar voru lífgunartil- raunir á staðnum en hún var svo flutt með þyrlu á sjúkrahús nærri München. Þremur klukkustundum eftir slysið var Ulrike Maier úrskurðuð látin. Áður en keppnin hófst hafði skíðakonan í útvarpsviðtali gagnrýnt aðstæður í Garmisch-Partenkirchen og taldi brautina hættulega vegna ísingar og svells. Í viðtalinu sagði hún að laga þyrfti brautina ef ekki ætti illa að fara. 29. JANÚAR 1994 Ulrike Maier ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1820 Georg III konungur Breta andast geðsjúkur í Windsor-kastala, en í valda- tíð hans voru gerðar bylt- ingar bæði í Frakklandi og Ameríku. 1905 Verulegt tjón verður í Krýsuvík vegna stórs jarð- skjálfta með upptök við Kleifarvatn. 1942 Bandarísku strandgæslu- skipi sökkt undan Garð- skaga. Íslensk skip bjarga 85 mönnum en 28 farast. 1949 Bretar viðurkenna nýtt ríki Ísraels. 1959 95 farast þegar danska far- þegaskipið Hans Hedtoft ferst við strönd Grænlands eftir árekstur við ísjaka. 1961 Körfuknattleikssamband Íslands stofnað. 1996 La Fenice, 204 ára gamalt óperuhús í Feneyjum á Ítalíu, brennur til grunna. Milljónir sáu banaslys í beinni Núna um helgina stendur Fugla- vernd í annað sinn fyrir al- mennri garðfuglaskoðun og hvetur landsmenn til að taka þátt. Markmiðið er að fá sem flesta til þess að skoða fugla í görðum sínum og vekja áhuga á fuglaskoðun og hversu auðvelt það er að stunda hana. Hliðar- markmið er svo að afla upplýs- inga um fugla í görðum lands- manna, hvaða tegundir eru til staðar og í hve miklu magni. Á vef félagsins kemur þó fram að staðið hafi verið fyrir garð- fuglaskoðun frá árinu 1994 en þær hafi félagsmenn annast. Í fyrra stóð Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun dagana 24. og 25. janúar. „Þátttaka var ágæt, fylgst var með fuglum á 40 athugunarstöðum. Í garðfugla- skoðun 2004 sáust 13 fuglateg- undir og alls 3.640 fuglar. Snjó- tittlingur sást í flestum görðum og var jafnframt langalgengasti fuglinn, alls sáust 2293. Starar sáust víða í fyrra og enn fremur skógarþrestir,“ segir í tilkynn- ingu félagsins. Þar kemur jafn- framt fram að Konunglega breska fuglaverndarfélagið, RSPB, hafi staðið fyrir garð- fuglaskoðun allt frá árinu 1979 og að hún sé mjög vinsæl á Bret- landi. Þar munu síðast hafa tekið þátt yfir 400 þúsund manns. Fuglaskoðun fer líka fram í Bretlandi núna um helgina, en upplýsingar um hana er að finna á vefslóðinni: rspb.org.uk/birdwatch/index.- asp. Nánari upplýsingar um garðfuglaskoðunina hér heima er hins vegar að finna á vef Fuglaverndar, fuglavernd.is. ■ FÆDDUST ÞENNAN DAG 1688 Emanuel Swedenborg, heimspek- ingur 1737 Thomas Paine, rit- höfundur 1860 Anton Tsjekov, leikritaskáld 1863 Frederick Delius, tónskáld 1939 Germaine Greer, femínisti og rithöfundur 1940 Katharine Ross, leikkona 1945 Tom Selleck, leikari 1947 David Byron, söngvari Uriah Heep 1949 Tommy Ramone, trommari í Ramones 1954 Oprah Winfrey, leikkona og sjón- varpsþáttastjórnandi 1970 Heather Graham, leikkona 1975 Sara Gilbert, leikkona Allir hvattir til fuglaskoðunar SKÓGARÞRÖSTUR Skógarþrestir sáust víða í görðum landsmanna í garðfugla- skoðuninni í fyrra. ANDLÁT Guðrún Helgadóttir, áður Hvassaleiti 20, Reykjavík, dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund, lést fimmtudaginn 6. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðalsteinn Gíslason, kennari, Kjarrhólma 14, Kópavogi, lést fimmtudaginn 13. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hákon Jónsson, frá Brettingsstöðum í Laxárdal, lést á Húsavík þriðjudaginn 25. janúar. Kristján Ísfeld, Jaðri, Hrútafirði, lést þriðjudaginn 25. janúar. Hjalti Guðmundsson, Bæ, Árneshreppi, lést miðvikudaginn 26. janúar. JARÐARFARIR 11.00 Christian Patt, Malic, GR., Sviss, verður jarðsunginn frá Masans- kirkju í Chur í Sviss. 13.00 Guðrún Brynjólfsdóttir, frá Akur- ey í Vestur-Landeyjum, Njálsgerði 15, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju. 13.30 Steinunn Sveinbjörnsdóttir, frá Vegamótum, Dalvík, verður jarð- sungin frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Björn Kristjánsson, frá Mikla- holtsseli, verður jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju. 14.00 Elín Loftsdóttir, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. 14.00 Elísabet Kristjánsdóttir Hrepp- hólum, Hrunamannahreppi, verð- ur jarðsungin frá Hrepphólakirkju. 14.00 Guðríður Friðgeirsdóttir, Nausti, Stöðvarfirði, verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðarkirkju. 14.00 Haraldur Magnússon, Fjarðavegi 12, Þórshöfn, verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju. 14.00 Hákon Salvarsson, bóndi frá Reykjarfirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Hörður Hermóðsson, Mánagötu 16, Reyðarfirði, verður jarðsung- inn frá Reyðarfjarðarkirkju. 14.00 Jens Karvel Hjartarson, frá Kýrunnarstöðum, Engihjalla 11, verður jarðsunginn frá Hvamms- kirkju í Dölum. 14.00 Karl Þórðarson, Háeyrarvöllum 44, Eyrarbakka, verður jarðsung- inn frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Steinþór Benediktsson, bóndi, Kálfafelli, Suðursveit, verður jarð- sunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug, hlýju og styrk við andlát og útför eginmanns míns, föður okkar og bróður, Jóhanns Ásmundssonar safnstjóra, Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti. Sérstakar þakkir til krabbameinsdeildar 11E og líknardeildar LSH, Kópavogi. Magnea Einarsdóttir Árni Klemensson Einar D. Klemensson Hildur S. Guðmundsdóttir Jenný Ásmundsdóttir Guðmundur Benediktsson Hildur Ásmundsdóttir Gylfi Jónsson Grétar Ásmundsson Kristin Jóhannesdóttir Elskulegur eiginmaður minn, Hjalti Guðmundsson Bæ, Árneshreppi, lést á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 26. janúar. F.h. ættingja, Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér á síðunni má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.