Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 49
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Andrei Rúbljov eftir Andrei Tarkov-
skí í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafn-
arfirði.
■ ■ TÓNLEIKAR
15.00 Tvíeykið Hinir koma fram á
hiphop tónleikum í Smekkleysu
Plötubúð ásamt Mezzo.
16.00 Alina Dubik mezzósópran
og Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari flytja söngva slavneskra tón-
skálda, Chopin, Karlowitz og
Tschaikowsky, auk íslenskra laga í
Salnum í Kópavogi.
22.00 Hljómsveitirnar Skátar og
Brite Light blása til sameiginlegrar
útgáfuveislu í Stúdentakjallaranum
við Hringbraut. Aðgangseyrir eru litlar
250 kr.
22.00 Brain Police og Driver Dave
verða með tónleika á Dillon.
23.00 Kántríblús-hljómsveitin
Dandalion, sem er afsprengi reggí-
sveitarinnar Hjálma, spilar á Grand
Rokk. Lára Rúnarsdóttir hitar upp.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Leikfélag M.H. sýnir Martröð
á jólanótt í Loftkastalanum.
■ ■ LISTOPNANIR
14.00 Álfheiður Ólafsdóttir opnar
sýningu í Saltfisksetrinu, Hafnargötu
12a Grindavík. Sýninguna kallar hún
Fjallið mitt.
15.00 Tvær sýningar verða opnaðar
í Listasafni Íslands. Önnur nefnist Ís-
lensk myndlist 1930-1945, en hin
er sýning á verki Rúríar, Archive-
Endangered Waters sem sýnt var á
Feneyjartvíæringnum 2003.
16.00 Tvær sýningar verða opnaðar
í Safni, Laugavegi 37. Stephan
Stephensen sýnir nýjar ljósmyndir í
seríu sem kallast AirCondition og
Jóhann Jóhannsson verður með
innsetningu sem tengist tónverki
hans „Virðulegu forsetar“.
17.00 Menntamálaráðherra, Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir, opnar
sýninguna „Frá fútúrisma til mögu-
legrar framtíðar í ítölskum nútíma
arkitektúr“ í Klink og Bank, Brautar-
holti 1.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Fimm á Richter leikur fyrir
dansi á Classic Rock, Ármúla 5.
23.00 Hljómsveitin Í gegnum tíð-
ina leikur á Kringlukránni.
Trúbadorinn Junior skemmtir gest-
um Búálfsins í Hólagarði.
Sálin hans Jóns míns í Sjallanum á
Akureyri.
Stuðmenn skemmta í Klúbbnum við
Gullinbrú.
Dúettinn Acoustic spilar í Ara í Ögri.
Áki Pain og Nonni 900 á Pravda.
Gleðisveitin Tvöföld áhrif verður í
dúndurstuði á Odd-vitanum, Akur-
eyri.
Þröstur 3000 á Sólon.
Hin þokkafulla María dansar
Bollywood dansa í litríkum klæðum
og sýnishornum af Bollywood kvik-
myndahefðinni verður varpað upp á
vegg á Kaffi Kúlture í Alþjóðahúsinu.
Indverskir réttir verða á sérstöku til-
boði og indverskt te verður á
boðstólum.
Addi M. spilar og syngur á Catalinu.
Benni á 22.
Atli skemmtanalögga og Erpur Ey-
vindar snúa skífum á Kaffi Akureyri.
Hljómsveitin Vítamín heldur uppi
dúndrandi stemmningu í Vélsmiðj-
unni á Akureyri.
■ ■ FYRIRLESTRAR
14.00 Ítalski arkitektinn Livio
Sacchi heldur fyrirlestur í Norræna
húsinu um sýningu á ítölskum nú-
tíma arkitektúr sem opnuð verður í
Klink og Bank í dag.
■ ■ FUNDIR
16.00 Arnar Jónsson, Karen María
JÓnsdóttir og Viðar Eggertsson
fjalla um fastráðningar listamanna
við leikhúsin á málfundi um leikhús í
borgarleikhúsinu.
16.30 Grikklandsvinafélagið
Hellas efnir til fundar í Kornhlöðunni
við Bankastræti þar sem fjallað verð-
ur fjallað um þjóðflokkinn Herúla
sem fyrr á tímum áttu sér heimkynni
við strendur Svartahafs en eiga sam-
kvæmt kenningum fræðimanna á
síðustu öld að vera forfeður Íslend-
inga. Freysteinn Sigurðsson jarð-
fræðingur flytur framsöguerindi.
■ ■ SAMKOMUR
14.00 VIMA, vináttu- og menning-
arfélag Miðausturlanda, efnir til
fundar á Kornhlöðuloftinu í Banka-
stræti þar sem Mörður Árnason al-
þingismaður segir frá upplifun sinni,
reynslu og lærdómi af VIMAferð til
Líbanons og Sýrlands haustið 2003
og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
dagskrárgerðarmaður segir frá þrem-
ur vinsælum arabískum söngkonum
og spilar geisladiska með söng
þeirra.
17.00 Þorsteinn frá Hamri,
Guðmundur Andri Thorsson,
Kristján Eiríksson, Svanhildur Ósk-
arsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og
Margrét Eggertsdóttir lesa kvæði
eftir Hallgrím Pétursson í suðursal
Hallgrímskirkju.
19.00 Þorrablót Styrks, samtaka
krabbameinssjúkra og aðstandenda
þeirra, verður í húsi Krabbameins-
félagsins, 4. hæð.
■ ■ SÝNINGAR
20.00 Franski sirkusflokkurinn Oki
Haiku Dan sýnir „Hreyfa ekki hreyfa“
þar sem unnið er með líkamshreyf-
ingar innan hárnákvæmra forma.
■ ■ SÖNGLEIKIR
Ball með hljómsveitinni Buff á Gauk
á Stöng.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
LAUGARDAGUR 29. janúar 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
26 27 28 29 30 31 1
Laugardagur
JANÚAR