Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 39
eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda samsteypustjórn þá er tekist á um hin ýmsu málefni innan stjórnar- innar, enda er hugmyndin sú að flokkarnir haldi sjálfstæði sínu og verði ekki eins heldur leiti að mála- miðlun, samnefnara, í flóknum málum. Davíð og Halldór hafa reynst hvor öðrum vel í stjórnar- samstarfinu og á þann hátt hafa þeir reynst samfélaginu vel. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi ekki snúið bökum saman í fjöl- miðlamálinu og ég fæ ekki betur séð en Halldór hafi stutt Davíð af fullum heilindum þótt ég væri ekki hissa á því að hann hefði á köflum viljað að Davíð bæri sig svolítið öðruvísi að. Hann var ekki að kóa með Davíð einsog Hallgrímur segir í greininni. Hann var að vinna með honum af heilindum einsog góðir leiðtogar flokka í samsteypustjórn gera á erfiðum tímum. Kosningasjóðir stjórnmálaflokka Fjórða dæmið um málflutning Hallgríms er umfjöllun hans um samráð olíufélaganna. Í millifyrir- sögn spyr hann: „Hvar eru blaða- mennirnir sem geta sagt okkur hvað samráðsfurstarnir borguðu mikið í sjóði olíuflokkanna tveggja sem aldrei fást til að opna sitt eðla bókhald?“ Hér er hann að gefa í skyn að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi á ein- hvern hátt verið keyptir af þeim sömu forstjórum olíufélaganna sem stóðu að samráðinu. Hann bendir ekki á neinar röksemdir þessu til stuðnings. Honum finnst sjálfsagt að hann þurfi ekki á því að halda vegna þess að innst inni er hann sammála mér um að markmið hans með greininni sé að vera eins ábyrgðarlaus og kostur er á. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þegar kemur að bók- haldi stjórnmálaflokkanna þá hafa þeir allir, ekki bara þeir tveir fyrrnefndu, tilhneigingu til þess að loka þegar þeim hentar, jafnvel fyrir sjálfum sér. Það var fyrir alþingiskosning- arnar árið 1999 að stjórnendur Ís- lenskrar erfðagreiningar ákváðu að ef stjórnmálaflokkarnir leituðu til fyrirtækisins um stuðning yrði hann veittur upp að ákveðnu, hóf- legu, marki. Daginn eftir kosning- arnar birtist í Degi grein eftir Stefán Jón Hafstein þar sem hann hélt því fram að undirritaður hefði beyglað lýðræðið í landinu með því að bera fé á Sjálfstæðisflokk- inn. Staðreyndir málsins eru hins vegar þær að til okkar leitaði Sam- fylkingin, bað um fé, fékk það og gekk heldur illa í kosningunum. Vinstri grænir leituðu til okkar og fengu og gekk vel í kosningunum, það gerði líka Framsóknarflokkur- inn, en gekk illa. Sjálfstæðisflokk- urinn leitaði hins vegar ekki til okkar og gekk vel í kosningunum. Þetta er athyglisvert af ýmsum ástæðum. Ein er sú að fjárframlög Íslenskrar erfðagreiningar höfðu greinilega engin áhrif á úrslit kosninganna. Önnur er sú að þótt Stefán Jón Hafstein hafi stjórnað kosningabaráttunni fyrir Sam- fylkinguna í Reykjavík og sjálf- sagt átt greiðan aðgang að bókum flokksins, og því átt að geta séð að flokkurinn hafði þegið stuðning af Íslenskri erfðagreiningu, þá kaus hann að hafa bækurnar lokaðar. Í huga Stefáns Jóns bauð moðreyk- urinn einfaldlega upp á skemmti- legra skítkast en staðreyndir og að því leyti virðast þeir Hallgrímur vera af sama toga. Öll stríð eru vond Fimmta dæmið er afstaða Hall- gríms til hugmyndar Þjóðarhreyf- ingarinnar gegn stríðinu í Írak að kaupa auglýsingu í New York Times til þess að tjá afstöðu hennar. Nú vil ég leggja áherslu á að ég hef andúð á stríðinu í Írak og skil ekki al- mennilega hvernig Bandaríkja- menn réttlæta þessa vitleysu fyrir sjálfum sér því mér finnst harla ótrúlegt að þeir trúi sjálfir þeim skýringum sem þeir gefa opinber- lega. Það er svo annað mál hvenig menn tjá þessa afstöðu. Það sem skyggir á hugmyndina að kaupa auglýsingu í NYT er til dæmis sú staðreynd að í gegnum tíðina hafa flestir einræðisherrar heimsins gert hið sama til þess að tjá skoðan- ir sínar og réttlæta það hvernig þeir níðast á þegnum sínum. Þeir sem koma ekki málum sínum að á annan hátt gera það gjarnan með því að kaupa sér auglýsingar. Það sem maður gerir ekki Síðasta dæmið sem ég ætla að taka um klaufaskapinn í grein Hallgríms, sem er kannski svo- lítið meira en klaufaskapur, er umfjöllunin um sjúkleika forsæt- isráðherra. Henni kemur hann fyrir í kafla sem hann kallar „Frí frá Davíð“. Davíð Oddsson lenti inni á spítala og var greindur ekki með eitt krabbamein heldur tvö. Hann reyndist vera með tvo lífshættulega sjúkdóma. Og hvernig lýsir Hallgrímur því: „Við þurftum öll á því að halda að fá frí frá Davíð. Og landið líka.“ Og síðan: „Vonandi tækist lækn- um að skera af honum mestu gallana.“ Ég á erfitt með að koma orðum að þeim hugsunum sem svona sóðaskapur vekur hjá mér og þar sem hugsanir eru ekki til án orða þá er fullt eins líklegt að það sem þessi sóðaskapur Hallgríms framkalli hjá mér séu ekki hugsanir heldur bara tilfinn- ingar einsog leiði og sorg. Svona talar maður ekki um sjúkdóma nokkurs manns nema það sé eitt- hvað að hjá manni, eitthvað mikið að hjá manni. Ég ætla hins vegar ekki að halda því fram að Hallgrímur sé geðveikur einsog hann gerði um Davíð, fyrst og fremst vegna þess að ég held ekki að hann sé það. Ég hef því leitað skýringar á þessu vanda- máli í áhrifum umhverfis á Hall- grím og hún hljómar svona: Þrátt fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, sem Davíð Oddsson studdi dyggilega sem borgarstjóri, verðum við fyrir töluverðum áhrifum af veð- urfari hér á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir voru svalir tveir síðustu mánuðir ársins 2004 með mörg- um frostköldum dögum og þegar maður er búinn til höfuðsins einsog Hallgrímur Helgason er hætt við því að svona tíð skilji eftir sig kalbletti á heilaberkin- um sem geta leitt til þess að menn glati allri tilfinningu fyrir því hvað er við hæfi í samfélagi siðaðra manna. Þessi grein var ekki skrifuð í reiði út í Hallgrím Helgason heldur til þess að lýsa andúð minni á málflutningi af þeirri gerð sem hann notar í greininni umræddu og markast af per- sónulegum árásum, tilraunum til þess að meiða, óbilgirni og skorti á virðingu fyrir þeim gildum sem gera íslenskt samfé- lag að góðum stað. En nú er nóg sagt í bili og finnst sjálfsagt flestum bera í bakkafullan læk- inn og ég ætla að fara í Þjóðleik- húsið að sjá leikrit sem heitir Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Baltasars sem er snillingur. Þeir vinna svo vel saman félagarnir. Og ég hlakka til. ■ LAUGARDAGUR 29. janúar 2005 27 Einn af þessum kaupsýslumönnum, af yngri kynslóðinni, sem hafa nýtt sér þetta frelsi er Jón Ásgeir í Baugi og það er mikil synd að Davíð Odds- son og hann hafi ekki borið gæfu til þess að vinna sam- an. Þeir eru báðir gáfaðir og hugmyndaríkir menn, hvor á sínu sviði, og það eru lítil takmörk fyrir því sem þeir gætu gert fyrir íslenskt sam- félag ef þeir legðu hendur á sama plóg. ,, lau.: 11 - 17 / sun.: 13 - 1 7 Úrva l ljó sa á fráb æru verð i!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.