Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,99 62,29 117,02 117,58 80,88 81,34 10,88 10,93 9,81 9,86 8,90 8,95 0,60 0,60 94,30 94,86 GENGI GJALDMIÐLA 28.1.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,25-0,22% 4 29. janúar 2005 LAUGARDAGUR Þingsályktunartillaga: Efling vegagerðar með veggjöldum SAMGÖNGUR Gerð verður úttekt á kostum til að auka fjárfestingar í vegagerð með veggjöldum ef þingsályktunartillaga Einars K. Guðfinnssonar og Halldórs Blöndal, þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, verður samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segir að Íslendingar verji líklega hlutfallslega meira fé í vegagerð en flestar aðrar þjóðir. Sam- kvæmt samgönguáætlun 2003 til 2014 eigi að verja tæpum 72 millj- örðum króna til málaflokksins. Þó sé ljóst að þörf sé á frekari upp- byggingu og að tugi milljarða króna vanti til að uppfylla allar óskir. Þingmennirnir nefna að það tíðkist víða erlendis að nota veg- gjald við gerð stórra og dýrra samgöngumannvirkja. Hér hafi slíkum kostum hins vegar lítið verið beitt. Því þurfi að hyggja að því hvar megi koma við frekari veggjöldum til að stuðla að auk- inni vegagerð í landinu. Verði til- lagan samþykkt verður sam- gönguráðherra falið að gera út- tekt á möguleikum í þeim efnum. – ghg Skeytti ekki um líf ungrar stúlku Maður hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ekki kom- ið ungri stúlku í bráðri lífshættu til hjálpar. Alvarlegt brot sem ber vott um skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar, segir í dómnum. DÓMSMÁL Ríflega 32 ára Reykvík- ingur hefur verið dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið stúlku sem var í bráðri lífshættu vegna fíkniefnaneyslu til hjálpar. Stúlk- an lést mánudagskvöldið 25. ágúst í íbúð við Lindargötu 12. Áður en stúlkan lést höfðu maðurinn og stúlkan bæði verið við fíkniefnaneyslu í íbúðinni frá því snemma að morgni mánudags og fram eftir degi. Maðurinn bar því við fyrir dómi að eftir klukk- an fjögur síðdeg- is hefði hann far- ið í annað hús að sækja hass. Þeg- ar hann hefði komið til baka fimmtán mínút- um síðar hefði stúlkan verið í krampakasti eftir að hafa sprautað sig með fíkniefn- um. Maðurinn sagðist hafa sett hendur sínar und- ir handarkrika stúlkunnar og gengið með hana um gólf. Síðan hefði hann tvisvar sett hana í kalda sturtu og lagt hana í rúm inni í svefnherbergi. Þar hefði hún skolfið í krampa og verið með froðu í báðum munn- vikum. Maðurinn sagðist hafa beitt blástursaðferð og hjarta- hnoði áður en hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 20.30. Þegar lögreglan kom á vett- vang lá stúlkan nakin í rúminu með breitt upp að vanga. Lög- reglan segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í krufningarskýrslu kemur fram að stúlkan hafi látist vegna banvænnar kókaíns- og e-töflu eitrunar. Í skýrslunni kemur einnig fram að hugsanlegt hafi verið að stúlkan hefði lifað eitr- unina af, hefði henni verið strax komið undir læknishendur. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki vera ábyrgur gerða sinna umræddan dag því hann hefði verið í losti vegna þess sem komið hefði fyrir stúlkuna og undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Í niðurstöðu dómsins segir að framferði mannsins þennan umrædda dag beri vott um skeytingarleysi hans gagnvart lífi ungrar stúlku sem í ástandi sínu hafi verið hon- um að öllu leyti háð um líf sitt. „Er hér um alvarlegt brot að ræða,“ segir í dómnum. Frá því árið 1993 hefur maður- inn nokkrum sinnum verið dæmdur fyrir auðgunar- og fíkni- efnabrot. Síðast gekkst hann undir dómssátt vegna fíkniefna- brots í apríl árið 2003. trausti@frettabladid.is CONDOLEEZZA RICE Rice heimsækir átta Evrópulönd í næstu viku. Bandaríkin: Rice til Palestínu BANDARÍKIN, AP Fyrsta opinbera heimsókn Condoleezza Rice sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður til Mið-Austurlanda. Hátt- settir menn innan ráðuneytisins segja að vegna batnandi sam- skipta Ísraela og Palestínumanna vilji Rice leggja áherslu á að koma friðarviðræðum á skrið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur hrósað Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, fyrir að ná að semja um vopnahlé við öfga- menn og banna almenningi að bera vopn. ■ ,, Lögregl- an segir að húð stúlkunnar hafi verið orðin gul að lit, köld viðkomu og enginn púls fundist. Í HÆSTARÉTTI Aðgangur nýbúa að lögfræðingum hér á landi verður greiðari hér eftir. Nýbúar: Listi á níu tungumálum LÖGMENNSKA Aðgengi nýbúa á Ís- landi að lögmönnum hefur batnað mikið eftir að Lögmannafélag Ís- lands þýddi lögmannalista á heimasíðu sinni á sex ný tungu- mál. Áður var listinn einungis á ís- lensku, ensku og dönsku en hefur nú verið þýddur á þýsku, frönsku, spænsku, serbnesku, taílensku og pólsku. Með listanum gefst almenningi kostur á að leita að lögmönnum eftir ákveðnum málaflokkum sem þeir sérhæfa sig í. Vefslóðin á heimasíðu Lögmannafélagsins er www.lmfi.is. ■ Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Stór humar og risarækjur opið laugardaga frá 10-14.30 Súr hvalur Harðfiskur að vestan og hákarl frá Bjarnarhöfn Evrópa: Kúariða í geit BRETLAND Evrópskir vísindamenn hafa staðfest að í fyrsta skiptið hafi Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm- urinn (kúariða) greinst í geit. BBC greinir frá þessu. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem veikin finnst í öðrum dýrum í kúm. Sjúkdómurinn var greindur í geit sem slátrað var í Frakklandi árið 2002. Vísindamenn segja mjög slæmt að sjúkdómurinn hafi nú greinst í annarri dýrategund sem maðurinn leggur sér til munns. Meira en hundrað manns hafa látist af Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómnum. ■ Hæstiréttur: Höggvið á launahnút DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri dómi héraðsdóms á fimmtudag og gerir fyrirtækinu Umhverfisrannsókn- um að greiða VSÓ ráðgjöf um 130 þúsund krónur. Umhverfisrannsóknir unnu við skýrslugerð um Norðlingaöldu- veitu og kröfðust um 2,6 milljóna í greiðslu fyrir. VSÓ ráðgjöf hafði greitt rúma 1,5 milljón og átti samkvæmt dómi héraðsdóms að greiða upp skuld sína. Í dómi Hæstaréttar segir að í óundirrituðum samningi milli fyrirtækjanna hafi ekki verið samið um alla þá vinnu sem reidd var af hendi. - gag Samtök iðnaðarins: Vilja stöðva „Iceland“ VIÐSKIPTI Samtök iðnaðarins hafa ákveðið að senda inn athugasemdir til bresku einkaleyfastofunnar og Evrópusambandsins vegna áforma verslunarkeðjunnar Iceland Foods í Bretlandi um að skrá vörumerkið Iceland í fjölmörgum vöruflokkum í Bretlandi og innan ESB. Telja samtökin að áformin stang- ist á við viðskiptahagsmuni ís- lenskra fyrirtækja. Utanríkisráðu- neytið hefur mótmælt umsóknun- um og telur þær trufla markaðs- starf íslenskra fyrirtækja og kynn- ingarstarf á vegum ríkisstjórnar- innar. Fleiri hagsmunasamtök hyggjast gera athugasemdir. ■ VIÐ LINDARGÖTU Ljóst þykir að stúlkan hafi verið í losti í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hringt var í Neyðarlínuna. VIÐ HVALFJARÐARGÖNG Eina umferðarmannvirkið á landinu þar sem krafist er veggjalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.