Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 309 stk. Keypt & selt 43 stk. Þjónusta 39 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 44 stk. Atvinna 24 stk. Tilkynningar 4 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 29. jan., 29. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 10.16 13.41 17.06 AKUREYRI 10.15 13.26 16.37 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Hann segir ástæðuna aðallega þá að hann sé óákveðinn og vilji prófa sem flestar týpur. Síðast skipti hann út BMW-inum sínum fyrir Grand Cheroke-jeppling árgerð 2000. Helgi á von á syni, sem áætlað er að komi í heiminn 3. febrúar, og honum fannst að BMW-inn yrði of lítill fyrir allt sem fylgir litlu barni að ógleymdu golfsettinu. Hann þver- tekur þó skellihlæjandi fyrir að hann sé að fara í barneignafrí til að spila golf. „Ég er búinn að eiga jeppann í þrjá mán- uði og ætla að halda í hann.Ég hef átt bílana mína að meðaltali í ár og aldrei nema einn í einu. En ég er mjög ánægður með þennan bíl, þetta er svona þægilegur og rúmgóður borgarjeppi sem ég mun örugglega eiga eitthvað áfram.“ Helgi segist vera með bílaáhugann í gen- unum en hann grúskar ekki í vélum bílanna sinna. „Ég nostra samt við þá og bóna til dæmis einu sinni í viku.“ Af öllum bílum Helga finnst honum BMW-inn standa upp úr. „Það var eðalbíll og í miklu uppáhaldi. En ég get alltaf eignast annan seinna. Nú gengur allt út á soninn sem ég hlakka of- boðslega til að eignast.“ En er bíll góð fjárfesting? Fjárfestirinn hugsar sig ekki um í sekúndubrot og svarar með einföldu nei-i. Fyrir utan bílaáhugann á golfið hug Helga allan. „Ég er búinn að vera í golfi í sex ár og bakterían er komin til að vera. Já, ég hef farið í holu í höggi,“ segir hann og hlær. „En það voru engin vitni svo það trúir mér enginn.“ ■ Bíll sem rúmar bæði barnið og golfsettið bilar@frettabladid.is Toyota Avenis með 2.0 lítra dísilvél var kosinn fjölskyldubíll ársins 2005 af tímaritinu WhatCar? Dóm- nefndinni þótti bíllinn skara fram úr vegna aksturseiginleika sinna, lítillar eldsneytiseyðslu og út- blásturs ásamt góðum búnaði. Öryggi bílsins þótti einnig til fyrirmyndar en Avensis er bú- inn fram- og hliðarloftpúðum fyrir ökumann og farþega til viðbótar við loftpúðagardínur og sérhannaðan loftpúða fyrir hné ökumanns. Renault var á síðasta ári söluhæsta bílmerki Vestur- Evrópu þriðja árið í röð, með 10,3% hlutdeild af heildarsölu fólksbíla. Ef litið er til einstakra landa, þá var Renault sölu- hæsta merkið í Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Portúgal og á Spáni, annað söluhæsta í Hollandi og það þriðja sölu- hæsta á Bretlandi og í Austurríki. Í Þýskalandi reyndist Renault síðan vera söluhæsta innflutta bílmerkið. Subaru eigendur í Hollandi eru ánægðastir með bíla sína. Nýlega var gerð könnun í Hollandi á ánægju eigenda með bílana sína. Könnunin náði til 77 bílategunda og 35 bílaframleiðenda. Alls voru 24.000 bíleigendur spurðir og komu niðurstöð- urnar ekki á óvart. Í flokki milli- stórra bíla sigraði Subaru Impreza og í flokki jepplinga bar Subaru Forester sigurorð úr býtum Helgi hefur átt um það bil 20 bíla og nostrað við þá alla. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Blómin inni í kirkjunni eru handa þeim sem eru lasnir eftir predikunina! Discovery bíll ársins BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Smíðaár 2000 3.3m x 1.3m. Létt, þétt og góð. Verð 200 þús. Sími 863 4344.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.